Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 18
KYNNING SVEITARFÉLAGA
þessum jaröakaupum. Margir höfðu látið sig
dreyma um stórfelldar framfarir í atvinnu- og
menningarmálum fyrir byggðarlagið. Menn
höfðu ekki gleymt áhuga Eggerts á Nautabúi og
trú hans á framtíðarmöguleika á þessu forna
höfuðbóli. Á Reykhólum þótti sjálfsagt að koma
upp héraðsmiðstöð í atvinnu- og menningarmál-
um. Brátt er hafizt handa, og þann 31. okt. 1939
fyrirskipar þáverandi forsætisráðherra Bún-
aðarfélagi Islands að framkvæma mælingar á
jörðinni og skoðun á öðru því landi, er kaupun-
um fylgdi. Heimaland er talið 580 ha, tún 8,4
ha. Túnið er slétt, fremur grasgefið, en gamal-
ræktað. Nýbýlið Grund hefur 2,3 ha ræktað tún.
Engjar og ræktanlegt land er 242,7 ha. Barma-
hlíðin er hið ágætasta beitiland.
,,Hlídin mín fríða, hjalla meður grœna”
er skógi vaxin, en skógurinn verður fyrir
ágangi búfjár, og má telja hina mestu nauðsyn
að friða hann, segir í þessari álitsgjörð Bún-
aðarfélags íslands. Hvannahlíðar í Þorskafirði
tilheyra Reykhólum. Landi þessu fylgir veiði-
réttur fyrir landinu í Þorskafjarðará. í eyjunum
eru slægjur nokkrar, en alveg sérstaklega góð
hagaganga bæði fyrir sauðfé og hross. Væntan-
lega mætti hafa 300 til 400 hesta heyskap úr eyj-
unum. Jarðhitasvæðið er í næsta umhverfi túns-
ins. Vatn sýður í 5 hverum, en laugar 40—80°C
eru á nokkrum öðrum stöðum.
í lok þessarar skoðunargerðar eru eftirfarandi
tillögur lagðar fram og hafa verið stefnu-
markandi fyrir síðari ákvarðanir með jörðina:
,,að jörðin verði ekki leigð til erfðaábúðar,
að Grund fái nýbýlaréttindi með 50 ha,
Grettislaug á Reykhólum, kennd við
Gretti Ásmundarson. sem þar gekk til
baða, er hann dvaldist á Reykhólum.
að tekið verði frá land, 2—3 ha, fyrir heima-
vistarbarnaskóla,
að ríkið fái ráðstöfunarrétt yfir jarðhitasvœði
læknisbústaðarins,
að Hvannahlíðar verði leigðar sérstaklega,
að ábúð á aðaljörðinni verði skilyrt m.t.t.
framtíðarnota jarðarinnar, svo sem stofnunar
tilraunastöðvar, fleiri nýbýla og hagnýtingar
hveraorkunnar,
að hverasvæðið allt sé undan ábúðinni skilið,
nema til heimilisnota,
að ríkið byggi upp á jörðinni hús við hæfi þess
búrekstrar, er núverandi bændur hafa á
Reykhólum,
að afgjald sé 3% af fasteignamati jarðar og
mannvirkja,
að jörðin verði byggð tveim bœndum, en
öðrum til lífstíðar. ”
Tillögugerð þessi er dagsett 5. febrúar 1942. í
byggingarbréfi Tómasar Sigurgeirssonar, sem
dagsett er 6. júní 1943, er flestallt staðfest, sem
hér er lagt til. Afgjald 1942— 1943 var kr. 822
af hálflendunni.
Framtíðarnot jarðarinnar
Alþingi ákvað með ályktun 12. apríl 1943 að
skipa nefnd til þess að semja tillögur um
framtíðarafnot jarðarinnar Reykhóla sem skóla-
seturs og tilraunastöðvar fyrir Vesturland.
Formaður hennar var Gísli Jónsson, þingmaður
Barðstrendinga. Aðrir nefndarmenn voru Pálmi
Einarsson, landnámsstjóri, frá Búnaðarfélagi
íslands; Júlíus Björnsson í Garpsdal, frá
sýslunefnd Austur-Barðastrandarsýslu; Aðal-
12 SVEITARSTJÓRNARMÁL