Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 46

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 46
HEILBRIGÐISMÁL vera notuö fyrir hjúkrunarsjúklinga til langdvalar. Það er löngu tíma- bært aö taka rekstur sjúkrahúsa, sem er helzti útgjaldaliöur heil- brigöismála, til gagngerörar endurskoöunar. Fjórða markmið er svofellt: Taka þarf til gagngerðrar endurskoö- unar: 1. Flokkun sjúkrahúsa, verka- skiptingu þeirra og starfssviö hvers sjúkrahúss. 2. Reglur um starfssvæöi (þjón- ustusvæði) einstakra stofn- ana. 3. Reglur um mönnun eftir starfs- sviði hverrar stofnunar. Stefnt skal aö því, að skýrari greinar- munur verði geröur á sér- hæföu sjúkrahúsi, almennu sjúkrahúsi og á hjúkrunar- heimili. Heilbrigbir lífshættir Helztu heilbrigöisvandamál okk- ar eru: 1. Hjarta- og æðasjúkdómar 2. Geðsjúkdómar 3. Stoökerfissjúkdómar 4. Slys 5. Krabbamein 6. Tannskemmdir Þessir sjúkdómaflokkar eiga þaö sammerkt, aö venjur okkar og lífs- hættir hafa úrslitaáhrif á áhættu okkar. Allar aögeröir gegn þessum sjúkdómum byggjast því á fræöslu og aðstoð samfélagsins við ein- staklinginn, til þess aö hann geti sjálfur hagað sínu lífi þannig, aö hættan á aö veikjast eöa slasast sé sem minnst. Á sjúkdómatíðni hafa orðiö mikl- ar breytingar á síðustu 40 árum. Bráöir smitsjúkdómar, sem áður voru algeng dánarorsök, eru nú oftast læknanlegir, en í þeirra staö (aö hluta til vegna þess aö viö lifum að jafnaði lengur) hefur stóraukizt tíðni langvinnra sjúkdóma: hjarta- og æöasjúkdóma, krabbameins og ýmissa sjúkdóma í stoðkerfi líkam- ans, þó aðallega gigtarsjúkdóma. Starf í þágu heilbrigðra lífshátta er unnið á fjölmörgum sviðum og einungis aö hluta innan heilbrigö- isþjónustunnar. Heilbrigöisþjón- ustan býr hins vegar yfir upplýs- ingum um afleiðingar óheilbrigöra lífshátta, sem miöla þarf til aðila á öörum sviðum þjóölífsins með ósk um samvinnu um aðgeröir til úr- bóta. Þetta gildir um manneldis- markmið og matvælaframleiöslu (sjötta markmió), skaðsemi tóbaksnotkunar (sjöunda mark- mió) og skaðleg áhrif áfengis {átt- unda markmió). Endurskoöa þarf fyrirkomulag tann- verndarmála frá grunni. Tannlæknir kennir barni að bursta tennur sínar. í fimmta markmiði er á hinn bóg- inn lögö áherzla á aö efla heil- brigðisfræðslu með því m.a., aö starfslið heilbrigðisþjónustunnar fái góöa grunnmenntun og þjálfun í að leiðbeina þeim, sem til þeirra leita um heilbrigt líf. Lagt er til, aö allri gerö fræðsluefnis, endur- menntun starfsliðs og ráðgjöf veröi falið einni stofnun meö sérhæfðu starfsliði. Níunda markmiö er um aðgerðir til þessaðverndageðheilsu. Erþar m.a. vakin athygli á einangrun þeirra, sem eiga við langvarandi veikindi að stríða, og nauðsyn þess að aðstoða þá við að rjúfa þessa einangrun. Tíunda markmiö snertir sérstak- lega sveitarstjórnir. Rannsóknir hafa leitt í Ijós, að breyttar þjóðfé- lagsaðstæður, atvinnuhættir og minni dagleg áreynsla gera meiri kröfur um líkamsrækt og þjálfun fyrir alla aldurshópa. Það á að gefa þjóðfélagsþegnunum fleiri og meiri tækifæri til heilbrigðrar hreyf- ingar en nú er. Efla þarf aðstöðu almennings til íþróttaiðkana innan dyra og byggja í því skyni almenn- ingsíþróttahús eða samnýta betur en nú er tiltæk íþróttamannvirki. Einnig þarf að gefa gaum að þvi, að fólk fái tækifæri til þess að hreyfa 40 SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.