Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Qupperneq 58
LANDSHLUTASAMTÚKIN
29 fjórðungsþing Norðlendinga:
Sveitarfélögin taki við
auknum verkeínum
Fjórðungsþing Norðlendinga, hið
29. í röðinni, sem haldið var á Dalvík
dagana 26. og 27. ágúst 1987,
hvatti til þess, að aðlögunartími nýju
sveitarstjórnarlaganna varðandi
sýslufélög yröi lengdur þannig, að
sýslunefndir gætu starfað alit til loka
yfirstandandi kjörtímabils árið 1990.
Þingið taldi, að samfara flutningi
verkefna frá ríki til sveitarfélaga þurfi
að skoða nánar ýmsar hugmyndir
um þriðja stjórnsýslustigið til að leiða
í Ijós, hvort hugsanleg tilkoma þess
sé sú leið, sem bezt er, til að færa
aukið vald og þjónustu út um landið.
Þá var því beint til samtaka sveitar-
félaga, að látin verði í té aðstoð við
stofnun héraðsnefnda og til sveitar-
félaga, að þau kanni, hvort haga eigi
uppbyggingu nefndanna þannig, að
þær stuðli að eða annist svæðis-
bundið samstarf sveitarfélaga um til-
tekin verkefni og myndi þannig
stærri einingar.
Um breytingar á verkaskiptingu
ríkis og sveitarfélaga gerði þingið
svofellda ályktun:
„Fjórðungsþingið telur álitsgerð
stjórnskipaðra nefnda um breytt
verkefna- og fjármálaskil á milli ríkis
og sveitarfélaga vera grundvöll til
umræðu um næstu sporin í tilfærslu
verkefna frá ríkinu til sveitarfélaga. Á
hinn bóginn leggur þingið áherzlu á,
að áður en ákvörðun verður tekin
um breytt verkefna- og fjármálaskil,
þurfi að liggja fyrir tölur um áhrifin á
stöðu einstakra sveitarfélaga. Rétt
þykir að benda á, að sú leið er ófær
að skerða tekjur sveitarfélaga úr
jöfnunarsjóði þeirra vegna útgjalda
ríkissjóðs. Fjórðungsþingið telur, að
sveitarfétögin eigi að taka við aukn-
um verkefnum, og því sé aðkallandi,
að á næstunni verði stigin spor í þá
átt að færa þau til þeirra ásamt til-
svarandi tekjum. “
I framhaldi af þessari ályktun
beindi þingið því til fjórðungsstjórn-
ar, að hún hefði forgöngu um, að
gerð yrði úttekt á áhrifum tillagna um
breytta verkaskiptingu fyrir sveitar-
félög á Norðurlandi og að þeirri
úttekt yrði hraðað svo sem kostur
væri.
Þetta voru niðurstöðurnar um
helztu dagskrármál þingsins, sem
stóð í tvo daga í íþróttasalnum á
Dalvík.
Valtýr Sigurbjarnarson, bæjarstjóri
í Ólafsfirði og formaður Fjórðungs-
sambands Norðlendinga, setti þing-
ið og flutti skýrslu stjórnarinnar, og
Áskell Einarsson, framkvæmdastjóri
þess, flutti einnig skýrslu og kynnti
ársreikning og fjárhagsáætlun
næsta starfsárs.
Við upphaf þingsins fluttu ávörp
Árni Gunnarsson, alþingismaður,
sem flutti kveðjur félagsmála- og
fjármálaráðherra, Sigurgeir Sigurðs-
son, sem flutti kveðjur stjórnar Sam-
bands íslenzkra sveitarfélaga, og
Guðjón Ingvi Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka sveitarfé-
laga í Vesturlandskjördæmi.
Þingforseti var Trausti Þorsteins-
son, forseti bæjarstjórnar Dalvíkur,
og varaforsetar Sveinn E. Jónsson,
oddviti Árskógshrepps, og Magnús
Stefánsson, hreppsnefndarmaður í
Arnarneshreppi. Ritarar þingsins
voru Birgir Þórðarson, oddviti Öng-
ulsstaðahrepps, og Björn Þórleifs-
son, oddviti Svarfaðardalshrepps.
Ráðinn fundarritari var Hreinn Bern-
harðsson, kennari í Ólafsfirði.
Framsöguerindi
Sigurður Helgason, bæjarfógeti á
Seyðisfirði og sýslumaður Norður-
Múlasýslu, flutti framsöguerindi um
þriðja stjórnsýslustigið. Sigurgeir
Sigurðsson ræddi um breytingar á
verkefna- og fjárhagsskilum ríkis og
sveitarfélaga og um staðgreiðslu-
kerfi gjalda. Áskell Einarsson kynnti
álit starfshóps, sem fjallað hafði um
héraósnefndir og byggðasamlög.
Lárus Jónsson, fv. alþm., kynnti loks
hugmynd Þróunarfélags íslands hf.
um þróunar- og fjárfestingarfélög í
landshlutum.
Álit nefnda og ályktanir
Um framsöguerindin og framlagð-
ar tillögur var síðan fjallað í starfs-
nefndum þingsins. Þær voru fimm
og talsmenn þeirra eins og hér segir:
Valtýr Sigurbjarnarson hafði orð
fyrir fjórðungsmála- og allsherjar-
nefnd þingsins. Að tillögu nefndar-
innar voru gerðar þær samþykktir,
sem sagt er frá fyrst í þessari
frásögn.
Ennfremur var að tillögu nefndar-
innar tekið undir hugmyndir Náttúru-
fræðistofnunar Norðurlands á Akur-
eyri og talið brýnt að taka upp við-
ræður við ríkisvaldið um vísinda- og
gagnamiðstöð á Akureyri.
Guðmundur Sigvaldason, sveitar-
Sigurdur Helgason, bæjarfógeti, flytur
framsöguerindi á þinginu. Ljósm. Jóhann
Ó. Halldórsson.
52 SVEITARSTJÓRNARMÁL.