Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Side 44
HEILBRIGÐISMÁL
Guðjón Magnússon, aðstoðarlandlæknir:
íslenzk heilbrigðisáætlun
Inngangur
í apríl 1987 var lögö fram á Al-
þingi í fyrsta sinn íslenzk heilbrigð-
isáætlun. Tildrög þess voru, aö
einu ári áður, 20. marz 1986, sam-
þykkti ríkisstjórnin aö vinna að
landsáætlun i heilbrigðismálum
með hliðsjón af markmiði Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunarinnar, er
nefnt hefur verið „Heilbrigði
allra árið 2000“ (Health for all
2000).
I framhaldi af samþykkt ríkis-
stjórnarinnar fól Ragnhildur Helga-
dóttir, þáverandi heilbrigðismála-
ráðherra, Páli Sigurðssyni, ráðu-
neytisstjóra, Hrafni V. Friðrikssyni,
yfirlækni, og greinarhöfundi að
gera rammadrög að „(slenzkri
heilbrigðisáætlun, sem marki
stefnu í aðgerðum til þess að koma
i veg fyrir sjúkdóma og slys“. Jafn-
framt yrðu í fyrsta áfanga tillögur
um aðgerðir, sem væru aðkallandi
og svo kostnaðarlitlar, að unnt væri
að hrinda þeim í framkvæmd mjög
fljótlega, eins og segir í skipunar-
bréfi starfshópsins.
Við gerð íslenzkrar heilbrigðis-
áætlunar var tekið mið af markmið-
um Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unarinnar og útfærslu þeirra
markmiða í öðrum löndum, einkum
Finnlandi, en gengið út frá íslenzk-
um aðstæðum um helztu heil-
brigðisvandamál samtímans og
spá um breytingar. íslenzka heil-
brigðisáætlunin er í níu liðum með
samtals þrjátíu og þremur mark-
miðum ásamt tillögum um fyrstu
aðgerðir til að ná þessum mark-
miðum.
Heilbrigðisáætluninni má skipta
i þrjá aðalþætti. Fyrst er fjallað um
stefnumörkun í heilbrigðismálum,
heilsugæzlu og í sjúkrahúsmálum
og sett fram markmið. Siðan er
fjallað um helztu heilbrigðisvanda-
málin og sett fram markmið um að-
gerðir til að bæta heilsufar þjóðar-
innar. Að lokum erfjallað um ýmsar
nauðsynlegarstoðaðgerðirtil þess
að ná fram settum markmiðum
áætlunarinnar.
Breyttar áherzlur í
heilbrigðismálum
í heilbrigðisáætluninni er lögð
höfuðáherzla á að efla heilsuvernd
og heilsurækt. Jafnframt er ítrekað,
að ekki sé ætlunin, að áherzla á
heilsuvernd og heilsurækt dragi úr
læknisþjónustu, hjúkrun eða um-
önnunsjúkra. Þarmeðerekkisagt,
að ekki eigi að breyta læknisþjón-
ustunni. Pvert á móti er einmitt
bráðnauðsynlegt að endurskoða
marga þætti heilbrigðisþjónust-
unnar með það fyrir augum, að hún
sé í samræmi við markmið áætl-
unarinnar, þ.e. að hún
1. stuðli að heilbrigðu líferni,
2. dragi úr hættum, sem valda
heilsutjóni,
3. sé rekin í þeim tilgangi að
þjóna fólkinu í landinu.
Um þetta fjallar fyrsta mark-
mið áætlunarinnar:
- að skapa heilsufarslegt jafn-
rétti allra þegna landsins.
Sérstaklega er áriðandi að
gefa gaum að þörfum þeirra,
sem verst eru settir í samfé-
laginu - aldraðra, einstæðra
mæðra með ung börn og
þeirra, sem þjást af langvinn-
um sjúkdómum, sem valda
verulegri fötlun.
Ekki má skilja þetta markmið
svo, að hægt verði að tryggja, að
allir búi við jafngott heilsufar. Það
væri bábilja að trúa þvi. Nei, til-
ganginum verður e.t.v. bezt lýst á
myndrænan hátt eins og sýnt er á
næstu blaðsíðu.
Samfélagið og nánasta umhverfi
hefur margþætt áhrif á heilsufar
okkar. Það er mikilvægt, að sam-
félagið skapi öllum þegnum þess
skilyrði til að lifa heilbrigðu lífi. Sá
skilningur þarf að ná það langt, að
samfélagið verki beinlínis hvetj-
andi og stuðli þannig enn frekar að
heilsuvernd og heilsurækt. Hér er
komið að lykilatriði í íslenzkri heil-
brigðisáætlun. Til þess að bæta
heilbrigði þjóðarinnar nægir ekki
að margfalda fjölda sjúkrarúma né
útgjöld til heilbrigðismála. Lykillinn
er samvinna við aðila utan heil-
brigðisþjónustunnar, íbúa, félaga-
samtök, sveitarfélög og opinbera
aðila, svo sem fræðsluyfirvöld,
önnur ráðuneyti, löggæzlu o.fl. Ég
nefndi sveitarstjórnir. Markmid
númer tvö er að endurskoða
verkaskiptingu ríkis- og sveitarfé-
laga um rekstur heilbrigðisþjón-
ustu þannig, að saman fari ábyrgð
áfjármögnun og rekstri. Hvaðerátt
við? Skoðun mín er sú, að sveitar-
stjórnir eigi að sjá um rekstur
heilsugæzlunnar.
Rökin eru fyrst og fremst þau, að
sveitarstjórnir standa nær fólkinu
en ríkisstjórnir og því meiri líkur á,
að heilsugæzla, sem rekin er af
38 SVEITARSTJÓRNARMÁL