Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 69

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 69
ÝMISLEGT hæfingarstofnanir og fræöslustofn- un heymarskertra, skoða skrif- stofuhúsnæði Sambands finnskra bæja og taka þátt í síödegisboöi félags- og heilbrigöismálaráöherra og borgarstjórans í Helsinki. Formaður finnska bæjasam- bandsins, Raimo llaskivi, borgar- stjóri í Helsinki, setur ráðstefnuna, og félags- og heilbrigðismálaráð- herra Fínnlands flytur ávarp, en lokaávarp hennar flytur Jussi-Pekka Alanen, framkvæmdastjóri sam- bandsins, sem er formaður undir- búningsnefndarinnar. Nánari upplýsingar eru fáanlegar á skrifstofu sambandsins, svo og eyðublöð undir þátttökutílkynningu. Ráðstefna um áhrif sorphauga á grunnvatn og yfirborðsvatn Ekki fer framhjá neinum sá vandi, er fylgir þvi að koma hvers kyns mengandi efnum fyrir á tryggilegan hátt, hvort sem um er að ræða olíu, sorp eða annan úrgang. Ekki sízt verður að gæta þess að menga ekki neyzluvatn eða vatn til fiskeldis. Sem betur fer, eigum við ekki við sama vanda að striða og sumar frændþjóðir okkar, eins og t. d. Danir eða Svíar. í Danmörku hafa menn miklar áhyggjur af því, af of- notkun áburðar í landbúnaði leiði til stórfelldrar mengunar neyzluvatns, og í Svíþjóð hefur verið mikil um- ræða um það, hvemig fara beri með geislavirkan úrgang frá kjam- orkuverum. Eiga þó margar þjóðir raunverulega í meiri erfiðleikum en Svíar í því efni. Áhrif sorphauga á grunnvatn og yfirborðsvatn verða tíl umfjöllunar á alþjóðlegri ráðstefnu, sem haldin verður i sumar í Kaupmannahöfn á vegum dönsku Vatnafræðinefnd- arinnar, en hún heyrir undir ráðu- neyti og stofnun, sem kennd ern við umhverfismál. Pessi ráðstefna er einn þáttur í víðtæku samstarfi um vatnafræði innan Efnahags- og framfarastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), sem bæði fer fram á alþjóðlegum og á norrænum vettvangi. Alþjóðlegt vatnafræöisamstarf á sér einnig tengílíð á íslandi, og fer íslenzka vatnafræðinefndin með það hlutverk. Framkvæmdastjóri hennar er Kristinn Einarsson, vatnafræðing- ur á Orkustofnun. Ráðstefnan verður haldin í Kaup- mannahöfn 15.-19. ágúst í sumar, og þeir, sem vilja fá nánari upplýsíngar, ættu að hafa samband sem fyrst víð framkvæmdastjórann i sima 91-83600 á Orkustofnun eða bréflega á Grensásveg 9, Reykjavík. Peir, sem um skipulags-, sorp- og vatnsmál fjalla, eru sérstaklega boðnír velkomnir á þessa ráðstefnu til þess að ræóa vandamál sín og skiptast á skoðunum um lausn þeirra. Kristinn Einarsson. Gunnar H. Krislinsson hitaveitustjóri í Reykjavík Gunnar Hafsteinn Kristinsson, yfirverkfræðingur hjá Hitaveitu Reykjavíkur, hefur verið ráðínn hitaveitustjóri þar frá 1, janúar sl. Um áramótin lét Jóhannes Zoéga af þvi starfi vegna aldurs. Gunnar er fæddur í Reykjavík 1. nóvember 1930, laukstúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavik árið 1950 og B.Sc. Hons. prófi í vélaverk- fræði frá Edinborgarháskóla árið 1957. Hann réðst til Hitaveitu Reykjavíkur áríð 1958, varð deildar- stjóri tæknideildar árið 1963 og hefur verið yfirverkfræðingur frá árinu 1968. Gunnar er kvæntur Auðbjörgu Brynjólfsdóttur, og eiga þau 8 börn. Nýr framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar Sigurður P. Sígmundsson, hag- fræðingur, hefur verið ráðínn fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf. frá 1. febrúar. Ingi Bjömsson, sem gegnt hafði starfinu frá míðju árí 1986, hefur ráðizt sem fjármálastjóri hjá Álafossi hf. Sigurður er fæddur 28. febrúar 1957, og voru foreldrar hans Fanney Óskarsdóttir og Sigmundur Finns- son, sem lézt i ársbyrjun 1959. Hann ólst upp hjá móður sinni og stjúpföð- ur, Guðmundi Björgvinssyni, bónda á Hörgslandí á Síðu, til 12 ára ald- urs, en fluttist þá tíl Hafnarfjarðar. Sígurður lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskóla vorið 1977 og prófi í hagfræði frá Edin- borgarháskóla árið 1982. Starfaði frá 1982 til 19871 sjávar- útvegsráðuneytinu, fyrst sem fulltrúi og síðan deildarstjóri og hafði um- sjón með rekstrar- og fjárhagsmál- um ráðuneytísins, sat í stjórn Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins og starfaði í ýmsum nefndum fyrir hönd þess. Frá 1. júli hefur hann verið framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Norðurlands hf. Sambýliskona Sigurðar er Marta Jörgensen, og eiga þau fjögurra ára dóttur. Sigurður hefur um árabil verið í fremsta flokki langhlaupara á land- inu og á íslandsmetið í maraþon- hlaupi. Nýir oddvitar í Haukadalshreppi í Haukadalshreppi í Dalasýslu tók Árni Sigurðsson i Köldukinn við starfi oddvita hinn 12. ágúst sl. af Jósefi Jóhannessyní á Gíljalandi, sem lézt 8. september. Sæti Jósefs í hreppsnefnd tók Ólafur Guðjónsson, bóndi á Leikskálum, sem var fyrsti varafulltrúi. Breyting þessi færist inn á bls. 97 í Sveitarstjórnarmannatali 1986 - 1990. í Tjörneshreppi I Tjörneshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu var Kristján Kárason á Ketilsstöðum kosínn oddviti í stað Hermanns Aðalsteinssonar á Hóli, sem lézt 5. ágúst sl. Sæti Hermanns í hreppsnefnd tók Sigrún Ingvarsdóttir á Héðinshöfða. Hún sat í hreppsnefndinni á síðasta kjörtímabili. Breyting þessi færist á bls. 136 í Sveitarstjórnarmannatal 1986 - 1990. í Hrunamannahreppi Hróðný Sigurðardóttir í Dalbæ, varaoddviti Hrunamannahrepps, lézt ásamt eígínmanni sínum í umferðarslysi 28. nóvember. Hún starfaði á skrifstofu hreppsins hálfan daginn. Sæti hennar í hreppsnefnd tók Magnús Gunnlaugsson á Míðfellí, en Kjartan Helgason, hreppstjóri í Hvammi, hefur verið kosinn varaoddvití. Sjá Sveitarstjórnarmannatal 1986 - 1990, bls. 173. FRESTIR 31.marz Eigi síðar en 31. marz þarf sveitar- félag að tilkynna skattstjóra, hvort og hvemig það hyggst nýta heimild tekjustofnalaganna til álagningar aðstöðugjalds í ár. SVEITARSTJÓRNARMÁL 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.