Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Síða 48
HEILBRIGÐISMÁL
i heilbrigdisáætluninni er gert ráö fyrir, að heilsugæzlustöðvarnar séu hornsteinn
heilsugæzlunnar. Myndin er af heilsugæzlustöðinni á Seltjarnarnesi. Ljósm.
Gunnar G. Vigfússon.
stöövar annist geðsjúklinga í aukn-
um mæli, ekki sízt meö tilliti til
þess, hve mikla þýðingu það hefur,
að meðferð þeirra sé í heimaum-
hverfi, ef þess er nokkur kostur.
26. markmiö er, að öldrunarþjón-
ustan verði tengd heilsugæzlu-
stöðvum og félagslegri aðstoð
sveitarfélaga, svo sem lög gera ráð
fyrir. Lögð verði áherzla á endur-
hæfingu aldraðra og að þeir geti
dvalizt í heimahúsum sem lengst
með heilbrigðis- og félagslegri að-
stoð samfélagsins.
27. markmiö er, að endurskoðuð
verði ýmis ákvæði almannatrygg-
ingalaga þ.m.t. um örorkumat,
sjúkradagpeninga og greiðslur
sjúklinga fyrir heilbrigðisþjónustu.
Við endurskoðun verði þess sér-
staklega gætt, að fólki sé ekki
mismunað eftir því, hvar það er bú-
sett á landinu. Parf í því sambandi
að taka tillit til ferða- og uppihalds-
kostnaðar sjúklinga og aðstand-
enda (fylgdarmanns), sé um að
ræða sjúkdóm, sem ekki er hægt
að rannsaka eða meðhöndla í
heimabyggð.
28. markmió er að taka öll málefni
lyfsölu og lyfjaneyzlu til sérstakrar
athugunar. Sérstaklega verði
athugaðir möguleikar heilsu-
gæzlustöðva á að annast lyfsölu og
ráða til þess lyfjafræðinga á sama
hátt og lækna og annað heil-
brigðisstarfslið. Upplýsingar til
fólks um lyf og lyfjaneyzlu verði
stórauknar. Sérstakar ráðstafanir
verði einnig gerðar til þess að
draga úr ónauðsynlegri og óhóf-
legri lyfjaneyzlu, hvort sem hún er
á kostnað sjúkratrygginga eða
ekki.
29. markmió er, að settar verði
reglur um rétt sjúklinga til bóta, ef
þeir verða fyrir heilsutjóni vegna
læknismeðferðar eða vegna veru á
sjúkrastofnun, þegar rekja má
heilsutjón til óhapps, sem þó ekki
stafar af vítaverðu gáleysi heil-
brigðisstarfsmanns.
Framlög til heilbrígöis-
mála og mannafli
30. og 31. markmiö eru um áætl-
anagerð í heilbrigðismálum, ann-
ars vegar um byggingar og hins
vegar um mannaflaþörf. Lagt er til,
að námsskrár skóla almennt og
skóla heilbrigðisstétta sérstaklega
verði endurskoðaðar með sér-
stöku tilliti til þeirrar áherzlu, sem
leggja skal á heilsugæzlu og heil-
brigðisfræðslu.
Rannsóknir og alþjóólegt
samstarf
32. markmiö er, að fullnægjandi
upplýsingakerfi til eftirlits og mats
á heilbrigðisþjónustunni verði
skipulagt fyrir árið 1990. Heil-
brigðisrannsóknir verði efldar og
tryggð nauðsynleg aðstaða og
fjölgun fólks, sem stundar þær
rannsóknir. Sérstaklega verði
sinnt rannsóknum á sambandi lífs-
máta fólks og umhverfis á heilsufar
þess sem og rannsóknum á heil-
brigðisþjónustunni, hvernig hún
starfar og hver sé árangur þess
starfs fyrir almennt heilsufar í land-
inu.
Að lokum er í 33. markmiöi lagt
til, að áætlun verði gerð um þátt-
töku íslands í alþjóðlegu samstarfi
um heilbrigðismál.
Lokaord
Markmið Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunarinnar, Heilbrigði
allra árið 2000, er háleitt og göfugt.
Það snertir ísland ekki síður en þau
ríki, þar sem heilbrigði er af skorn-
um skammti og mjög misskipt.
Þeim fer fjölgandi, sem gera sér
grein fyrir, að heilbrigðismál og
heilbrigði landsmanna eru ekki
einkamál heilbrigðisstétta. fs-
lenzka heilbrigðisáætlunin markar
að því leyti tímamót, að þar eru
boðaðar breyttar áherzlur m.a.
með virkri þátttöku almennings við
að stuðla að betra heilsufari öllum
til handa. Því er það vel við hæfi að
kynna sveitarstjórnum í sem
stytztu máli helztu atriði áætlunar-
innar, eins og hér hefur verið gert.
Verkið er hafið. Framhald þess
ræðst af viðtökum ráðamanna,
heilbrigðisstétta og almennings.
Erum við tilbúin að stíga þau skref,
sem lagt er til í þeim tilgangi að:
- stuðla að heilbrigðu líferni
- draga úr hættum, sem valda
heilsutjóni
- reka heilbrigðiskerfi, sem
þjónar fólkinu i landinu?
Þeirri spurningu er beint til þín,
lesandi góður.
42 SVEITARSTJÓRNARMÁL