Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Síða 41

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Síða 41
TÖLVUMÁL Innkaupastofmm ríkisins semur um tölvukaup Innkaupastofnun ríkisins hefur gert rammasamning við Radíó- búðina hf. um kaup á allt að 3500 Macintosh tölvum og Apple tölvu- búnaði. Ríkisstofnanir, sveitarfé- lög, skólar, svo og stofnanir ríkis og sveitarfélaga geta gengið inn í þau kjör, sem um hefur verið samið. Vegna þessa magns er verðið mun hagstæðara en ella. Gert er ráð fyrir, að tölvurnar komi í tveimur stórum sendingum það, sem eftir er ársins. Til þess að fá tölvur afgreiddar í maí, þarf pöntun að hafa borizt fyrir 20. aprö, og til afgreiðslu í nóvember fyrir 20. október. Pöntun þarf að fylgja fyrirframgreiðsla, sem nemur 75% af áætluðu verði vör- unnar. Sérstök pöntunareyðublöð eru látin í té þeim, sem óska að taka þátt í þessum sameiginlegu inn- kaupum. Hafa þau verið send skólum og ríkisstofnunum, og þau eru fáanleg ásamt nánari upplýsingum hjá Kára Hall- dórssyni í Innkaupastofnun ríkis- ins að Borgartúni 6 í Reykjavík, í síma 91-26844. Það var fyrir frumkvæði mennta- málaráðuneytisins, að Innkaupa- stofnun ríkisins kannaði mögu- leika á hagkvæmum innkaupum á tölvum og tölvubúnaði. Sérstök nefnd hefur á vegum ráðuneytis- ins kannað tölvunotkun í skólum, og hefur Jóhann P. Malmquist, prófessor, verið formaður hennar. Kannað var m.a., með hvaða hætti væri hagkvæmast að nota tölvur við verkefna- og náms- gagnagerð á kennarastofum og hvaða gerð tölva hentaði slíkum verkefnum bezt. Haldið var nám- skeið á vegum ráðuneytisins og Háskóla (slands í þessu skyni, og tóku þátt í því kennarar í fimm grunnskólum í Reykjavík, Hafnar- firði, Kópavogi og á Akranesi. Á námskeiðinu voru notaðar Apple tölvur, sem Apple fyrirtækið lánaði. Árangurinn þótti lofa svo góðu, að hliðstæð námskeið eru nú í bígerð í skólum annars staðar á Norðurlöndum. Menntamálaráðuneytið hefur nú skrifað skólastjórum grunn- og framhaldsskóla bréf um áramótin og kynnt þeim framangreint til- boð um tölvur til notkunar á kenn- arastofum. Einnig mun einstök- um kennurum standa til boða að eignast slíkar tölvur með sama hætti og fyrirtækjum og stofnun- um ríkis og sveitarfélaga. Bæklingastandar íúrvali ^HF.QFNASMIBJAN SÖLUDEILD HÁTEIGSVEGI7, S: 21220 / kennslustofu i Fjölbrautskóla Suðurlands á Selfossi. Tölvur þessar eru ekki af Mac- intosh-gerö. Ljósm. U. Stef. SVEITARSTJÓRNARMÁL 35

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.