Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 41

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 41
TÖLVUMÁL Innkaupastofmm ríkisins semur um tölvukaup Innkaupastofnun ríkisins hefur gert rammasamning við Radíó- búðina hf. um kaup á allt að 3500 Macintosh tölvum og Apple tölvu- búnaði. Ríkisstofnanir, sveitarfé- lög, skólar, svo og stofnanir ríkis og sveitarfélaga geta gengið inn í þau kjör, sem um hefur verið samið. Vegna þessa magns er verðið mun hagstæðara en ella. Gert er ráð fyrir, að tölvurnar komi í tveimur stórum sendingum það, sem eftir er ársins. Til þess að fá tölvur afgreiddar í maí, þarf pöntun að hafa borizt fyrir 20. aprö, og til afgreiðslu í nóvember fyrir 20. október. Pöntun þarf að fylgja fyrirframgreiðsla, sem nemur 75% af áætluðu verði vör- unnar. Sérstök pöntunareyðublöð eru látin í té þeim, sem óska að taka þátt í þessum sameiginlegu inn- kaupum. Hafa þau verið send skólum og ríkisstofnunum, og þau eru fáanleg ásamt nánari upplýsingum hjá Kára Hall- dórssyni í Innkaupastofnun ríkis- ins að Borgartúni 6 í Reykjavík, í síma 91-26844. Það var fyrir frumkvæði mennta- málaráðuneytisins, að Innkaupa- stofnun ríkisins kannaði mögu- leika á hagkvæmum innkaupum á tölvum og tölvubúnaði. Sérstök nefnd hefur á vegum ráðuneytis- ins kannað tölvunotkun í skólum, og hefur Jóhann P. Malmquist, prófessor, verið formaður hennar. Kannað var m.a., með hvaða hætti væri hagkvæmast að nota tölvur við verkefna- og náms- gagnagerð á kennarastofum og hvaða gerð tölva hentaði slíkum verkefnum bezt. Haldið var nám- skeið á vegum ráðuneytisins og Háskóla (slands í þessu skyni, og tóku þátt í því kennarar í fimm grunnskólum í Reykjavík, Hafnar- firði, Kópavogi og á Akranesi. Á námskeiðinu voru notaðar Apple tölvur, sem Apple fyrirtækið lánaði. Árangurinn þótti lofa svo góðu, að hliðstæð námskeið eru nú í bígerð í skólum annars staðar á Norðurlöndum. Menntamálaráðuneytið hefur nú skrifað skólastjórum grunn- og framhaldsskóla bréf um áramótin og kynnt þeim framangreint til- boð um tölvur til notkunar á kenn- arastofum. Einnig mun einstök- um kennurum standa til boða að eignast slíkar tölvur með sama hætti og fyrirtækjum og stofnun- um ríkis og sveitarfélaga. Bæklingastandar íúrvali ^HF.QFNASMIBJAN SÖLUDEILD HÁTEIGSVEGI7, S: 21220 / kennslustofu i Fjölbrautskóla Suðurlands á Selfossi. Tölvur þessar eru ekki af Mac- intosh-gerö. Ljósm. U. Stef. SVEITARSTJÓRNARMÁL 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.