Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Síða 66
FJÁRMÁL
Framlög til atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs hækka um 30%
Ríkissjóður greiðir helming framlaga til
atvinnuleysistryggingasjóðs, en at-
vinnurekendur á hverjum stað og hlutað-
eigandi sveitarfélag fjórðung hvor um sig.
Framlag atvinnurekenda á hverjum stað
reíknast sem meðalkaup í hverjum launa-
taxta á undanfömu ári og breytist í hlutfalli
við unnar vinnuvikur í hverju sveitarfélagi.
Framlög sveítarfélaganna, sem eru jafnhá
iðgjöldum atvinnurekenda, hækka því
misjafnlega mikið í hinum einstöku sveitar-
félögum eftir atvinnuástandinu á hverjum
stað. Sigurður Flermundarson, deildarstjóri
í Ríkisendurskoðun, gerir ráð fyrir, að fram-
lög til atvinnuleysistryggingasjóðs hækki
milli áranna 1987 og 1988 um 30% til
jafnaðar. Hann reiknar með, að framlög
sveitarfélaganna verði samanlagt 200 millj.
króna.
Framlag til sjúkrasamlaga
hækkar um 52%
Gerf er ráð fyrir því, að sögn Sigurðar
Hermundarsonar i Ríkisendurskoðun, að
framlög sveitarfélaga til sjúkrasamlaga
hækki milli áranna 1987 og 1988 um 52%.
Er þá búizt við, að framlög sveitarfélag-
anna samanlagt til þessa málaflokks nemi
1.360 millj. króna í ár. Mílli áranna 1986 og
1987 var gerf ráð fyrir 40% hækkun. Er af
'þessu Ijóst, að þessí útgjaldaliður hækkar
enn langt umfram verðlagsbreytingar í
landinu. Stafar það að sögn Sígurðar að
mestu leyti af aukningu á heilbrigðisþjón-
ustunni. Milli tveggja seinustu ára varð
mest hækkun á kostnaði við lyf og tann-
lækningar.
Ríkissjóður greiðir 85% kostnaðar vegna
sjúkrasamlaga, en sveitarsjóðir 15%.
Nokkurt frávik getur verið á hækkunarhlut-
fallinu frá einu sveitarfélagi til annars.
Þéttbýlisvegaféð 500 krónur á
íbúa 1988
Þéttbýlisvegaféð samkvæmt V. kafla
vegalaga nam á árinu 1987 fjárhæð sem
svarar til 425 króna á hvern ibúa í sveitar-
félagi, sem þess nýtur, en það voru á árinu
66 sveitarfélög í kaupstöðum og kauptún-
um. Hlutu þau samanlagt 93 millj. króna.
Árið á undan hafði framlagið numið sem
svarar 391 krónu á ibúa og aðeins hækkað
milli ára um 8,6%. ( ár er ætlað, að fram-
lagið verði sem svarar 500 krónum á íbúa
og hækki því frá síðasta ári um 17,6%, að
því er Einar H. Kristjánsson, skrifstofustjóri
hjá Vegagerð rikisins, tjáir tímaritinu.
Auk hinna almennu framlaga til þéttbýlis-
vega, sem skiptast eftir mannfjölda hinn 1.
desember á undan greiðsluári, rann 31
millj. króna til 26 þéttbýlissveitarfélaga skv.
34. gr. vegalaga, þ.e. úr svonefndum 25%
sjóði, en sú fjárhæð er fjórðungur þéttbýlis-
vegafjárins, og er notuð til þess að flýta
gerð vega með bundnu slitlagi, þar sem
sérstök ástæða þykir til að Ijúka tilteknum
áfanga í gatnageró.
( þriðja lagi er af þéttbýlisfé ráðstafað
framlögum til bundins slitlags á þjóðvegi í
kaupstöðum og kauptúnum. Samkvæmt
þeim úthlutunarflokki hlutu 10 sveitarfélög
24 millj. króna á síðasta ári. Hæstu framlög-
in voru 5 og 6 millj. króna.
Sækja þarf um þéttbýlisvegafé annað en
almennu framlögin, sem miðast við
íbúatölu, eins og áður segir. Fjárveitinga-
nefnd Alþíngis úthlutar fénu, en Jón Rögn-
valdsson, yfirverkfræðingur hjá Vegagerð
rikisins, veitir umsóknum viðtöku fyrir hönd
nefndarinnar. Úthlutun fer jafnan fram á
vorin, áður en Alþingi gerir hlé á störfum
sínum. Þeir, sem vilja koma til álita við
úthlutun í ár, ættu að senda umsókn sína
um framlag sem allra fyrst.
Fyrirframgreiðsla aðstöðu-
gjalda
Þrátt fyrir staðgreiðslu útsvara innheimta
sveitarfélög aðstöðugjald með sama hætti
og áður hefur tíðkazt, og er heimilt að inn-
heimta það á tíu gjalddögum, þ.e. hinn
fyrsta hvers mánaðar nema í janúar og júní.
Þar til álagning liggur fyrir, er gjaldanda
gerf að greiða í fyrirframgreiðslu fjárhæð,
sem nemur tilteknum hundraðshluta af því
aðstöðugjaldi, sem honum var gert að
greiða undangengið ár. Skal þessi
hundraðshluti fyrir hvert ár ákvarðast með
reglugerð, sem fjármálaráðherra setur.
Með reglugerð nr. 600 frá 28. desember sl.
hefur fjármálaráðherra ákveðið þetta
hundraðshlutfall 13,1 af álögðum aðstöðu-
gjöldum síðasta árs, og ber að greiða það,
þangað til álagning liggur fyrir. Er þetta
skv. 8. gr. laga nr. 38/1987.
__________________Auglýsing___________________________
um styrki Evrópuráösins á sviöi
læknisfræði og heilbrigðisþjónustu
fyrir árið 1989
Evrópuráðið mun á árinu 1989 veita starfsfólki í heilbrigðisþjónustu styrki til
námsferða í þeim tilgangi, aö styrkþegar kynni sér nýjungar í starfsgreinum
sínum í löndum Evrópuráðsins og í Finnlandi.
Stjórnarnefnd heilbrigðismála í Evrópuráðinu ákvað, að á árinu 1989 skuli
lögð áherzla á verkefnið: ..Hlutverk kvenna í heilbrigðisþjónustunni (í heilsu-
gæzlu, meðferð, forvörnum og menntun) bæði sem þiggjendur og gefend-
ur“. Umsækjendur um styrki, er tengjast þessu verkefni, munu ganga fyrir
á árinu 1989.
Styrktímabil hefst 1. janúar 1989 og lýkur 1. desember 1989. Um er að ræða
greiðslu ferðakostnaðar og dagpeninga samkvæmt nánari reglum.
Umsækjendur skulu ekki vera eldri en 55 ára, hafa gott vald á tungumáli
þess lands, sem sótt er um, og ekki vera í launaðri vinnu í því landi.
Umsóknareyðublöð fást í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, og eru
þar veittar nánari upplýsingar um styrkina.
Umsóknir skulu hafa borizt ráðuneytinu fyrir 10. marz nk.
Heilbrigðis- og tryggingamáiaráðuneytið
60 sveitarstjórnarmAl