Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Side 65

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Side 65
FULLTRÚARÁÐSFUNDIR arfélaga, en umrætt frumvarp er skref í þá átt. Fulltrúaráðið telur hins vegar, að ekki hafi verið fullnægt þeim skilyrð- um, sem fram komu í samþykkt stjórnarinnar, sérstaklega að því er varðar afnám skerðingar á lög- bundnum tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga svo og að sveitarfélög- um verði tryggðar nægar tekjur til að mæta nýjum útgjöldum. Eigi að síður telur fulltrúaráðið rétt að mæla með samþykkt frumvarps- ins með þeim þreytingum á þingskjali nr. 357, sem meirihluti félagsmála- nefndar neðri deildar Alþingis hefur lagt til, þó þannig að greiðslum úr uppgjörsdeild verði skipt eftir reglum settum af félagsmálaráðherra að fengnum tillögum Sambands íslenzkra sveitarfélaga. Er þetta gert í trausti þess, að jöfnunarsjóði verði framvegis tryggð- ar sambærilegar tekjur við óskertan fyrri tekjustofn, og er það forsenda af hálfu sveitarfélaganna fyrir umræðu um síðari áfanga verkaskiptingar jafnframt því sem sveitarfélögum verði tryggðar tekjur til að standa undir auknum verkefnum. Fulltrúaráðið telur eðlilegt, að starf- semi íþróttasjóðs haldi áfram svo sem verið hefur, þegar um ræðir aðila aðra en ríki og sveitarfélög. Fulltrúaráðið mun fylgjast náið með framvindu þessa máls og fylgja því fast eftir, að við þessi skilyrði verði staðið, þegarkemuraðákvörðunum síðari áfanga verkaskiptingar og tengdu uppgjöri." Viðstaddir afgreiðslu tillögunnar voru 28 af þeim 34 fulltrúum, sem sæti eiga í fulltrúaráði sambandsins. Áður hafði verið borin undir atkvæði tillaga Sigurjóns Péturssonar þess efnis, að fundurinn mælti ekki með samþykkt frumvarpsins, og var felld með atkvæða þorra fundarmanna gegn 3. Auk hinna kjörnu fulltrúa sátu fundinn formenn og framkvæmda- stjórar landshlutasamtakanna, en þeir eiga sæti í fulltrúaráðinu með málfrelsi og tillögurétti, en ekki atkvæðisrétti. Reglulegurfulltrúaráðsfundur 24. og 25. marz Stjóm sambandsíns hefur ákveðið að kveðja fulltrúaráð þess saman til reglulegs fundar í Reykjavík 24. og 25. marz. Fundur- inn verður haldinn í húsakynnum sambands- ins að Háaleitisbraut 11, á 4. hæð, og hefst kl. 13.30fyrri daginn. Á dagskrá fundaríns verða, auk fastra dagskrárliða, verkaskipting rikis og sveitar- félaga, stofnun gjaldheimta og staðgreiðsla gjalda, endurskoðun tekjustofnalaganna, einkum að því er snertir Jöfnunarsjóð sveit- arfélaga og reglur um úthlutun auka- framlaga úr honum, og loks stækkun sveit- arfélaga. Sveitarstjórnir, sem óska, að fyrir verði tekin önnur mál en að ofan greinir, eru beðn- ar að koma tilmælum sínum þar um sem fyrst á framfæri við skrifstofu sambandsins. Vegna athugunar á fjármálum sveitar- félaga um þessar mundir er þess óskað, að sveitarstjómir, sem samþykkt hafa fjárhags- áætlun sveitarfélags síns fyrir árið 1988, láti skrifstofu sambandsins í té eintak af henni svo fljótt sem kostur er. ( fulltrúaráðinu sitja 34 fulltrúar, þ. e. 9 manna stjórn sambandsins og 25 fulltrúar, sem kjömir voru á síðasta landsþingi til fjög- urra ára og eru 3 úr hverju kjördæmi, nema 4 úr Reykjavík. Ennfremur sitja fundi fulltrúa- ráðsins formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtakanna með málfrelsi og til- lögurétti. BOGASKEMMUR STÓRAR OG SMÁAR - ' 1 iá' X • f - - Fyrir alls konar starfsemi. Gott verð. Auðveld uppsetning. Sterk stálgrind og veðurþolinn dúkur. Leitið upplýsinga.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.