Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Side 12
KYNNING SVEITARFÉLAGA
Flatey. Fremst á myndinni sést
Grýluvogur og Silfurgarður, sem
Guðmundur Scheving lét gera og
greiddi verkamönnunum fyrir með silfri.
Verzlunarhúsið sést á miðri mynd, en til
vinstrí við það er stöpull undan vind-
rafstöð og Vertshúsið. Ljósm. Páll
Jónsson.
19. aldar, en þilskipaútgerð var síðan fóturinn
undir atvinnulífi í eynni talsvert fram á 20. öld.
Flatey var síðan verzlunarmiðstöð svæðisins alls
allt til ársins 1911 og vesturhlutans fram yfir
heimsstyrjöldina síðari. Kaupfélag var stofnað í
Króksfjarðarnesi árið 1911 og að frumkvæði
þeirra feðga Ólafs Eggertssonar og Jóns
Ólafssonar og fleiri bænda. Þar var
verzlunarmiðstöð austurhlutans allt til loka
heimsstyrjaldarinnar síðari og meginhluta
svæðisins upp frá því. Reykhólar, hið forna
höfuðból, urðu læknissetur árið 1929 og prests-
setur tveimur áratugum síðar. Þar var stofnsett
tilraunastöð í jarðyrkju á árunum 1946-1947.
Þetta er upphaf þéttbýlismyndunar á Reykhól-
um, en hún tók fyrst fjörkipp með tilkomu
þörungaverksmiðjunnar á árunum 1974-1976.
Reykhólar eru nú eina þéttbýlissvæðið innan
takmarka Reykhólahrepps hins nýja.
Aldan frá Flatey
Ekki er Ijóst, hvort þilskipaútgerðin í Flatey
og þær efnahagslegu framfarir, sem henni
fylgdu, eru meginorsök þeirrar menningaröldu,
sem reis í eynni á fyrri hluta 19. aldar og hafði
áhrif víða um land, eða að aðrir þættir hafi
ráðið meira um þetta. Víst er, að lestrar-
kunnátta var ekki meiri en í ná-
grannabyggðarlögum, er Ludvig Harboe biskup
kannaði það atriði laust fyrir miðja 18. öld.
Nokkrum árum síðar sendi þó bóndinn í Svefn-
eyjum, Ólafur Gunnlaugsson, þrjá syni sína til
háskólanáms í Kaupmannahöfn, Eggert skáld,
Magnús lögmann og Jón fornritafræðing. Einnig
hefur dr. Lúðvík Kristjánsson ýjað að því, að
Móðuharðindin kunni að hafa sáð fræjum
menningar og félagshneigðar á svæðinu, a.m.k.
í Gufudalshreppi, og væri sú skýring mjög í anda
hins þekkta brezka sagnfræðings, sr. Arnolds
Toynbees. Víst er á hinn bóginn, að bókleg og
verkleg menning tók mjög að blómstra á
svæðinu, eftir að þau hjón Ólafur Sivertsen
prófastur og Jóhanna Friðrikka Eyjólfsdóttir
fluttu til Flateyjar árið 1819. Sr. Eyjólfur, faðir
Jóhönnu, kemur mjög við Sjöundármál, en
móðir hennar var systurdóttir Eiríks Kúlds eldra
kaupmanns í Flatey. Sjálfur var sr. Ólafur
fæddur að Núpi í Haukadal í Dalasýslu, en
fluttist með foreldrum sínum norður að Melum í
Hrútafirði árið 1804, þá fjórtán ára gamall. Þau
hjónin stofnuðu Ólafs Sigurðssonar og Jóhönnu
Friðrikku Flateyjar framfaralegat árið 1833, en
markmið þess var að stuðla að eflingu
upplýsingar, siðgæðis og dugnaðar í Flat-
eyjarhreppi. Meginstofn Framfaralegatsins var
bókasafn, alls 100 bindi, fyrsta almennings-
bókasafn á íslandi, en jafnframt verðlaunaði
stofnunin árlega þá menn, sem sköruðu fram úr
,,í nytsamlegri þekkingu, siðgæði og dugnaði"
innan sóknar. Síðar, eða árið 1852, bauð Ólafur
prófastur ásamt ýmsum fyrirmönnum í Flat-
eyjarhreppi og nágrannasveitarfélögum Gísla
sagnritara Konráðssyni til Flateyjar, og skyldi
hann eftirláta Framfaralegatinu öll handrit sín
og bækur og það, sem hann kynni að rita eftir
þetta, gegn því, að séð yrði fyrir honum og hans
fólki upp frá því. Þetta varð að samningum.
6 SVEITARSTJÓRNARMÁL