Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 15
KYNNING SVEITARFÉLAGA „Vadatljöllin horfa yfir hýra sveit.“ Svo kvað Matthias Jochumsson. Hann var mjög hræddur við fjöllin i æsku, enda voru þau bústaður álfakonungs Vest- fjarða og hollvætta Þorskafjarðarþings. Fremst á myndinni er Berufjarðarvatn og Hótel Bjarkalundur. Myndin er tekin frá Alifiskalæk, elztu fiskiræktarstöð landsins. Ljósm. Rafn Hafnfjörð. Ólafsson skáld til vísindamanna og Þorstein surt Hallsteinsson frá Hallsteinsnesi, en hann fann sumaraukann. Verkkunnótta er menning Hér hefur lítið verið fjallað um verkmenningu, en hún var ekki sett á lægri bekk en bókleg menning. Þessu til stuðnings skal bent á efnisvalið í ritgerðum Bréflega félagsins. Rit- Arið 1911, er Kaupfélag Króksfjarðarness var stofnað, fluttist verzlunarmiðstöð byggðanna við norðanverðan Breiðafjörð frá Flatey til Króksfjarðamess. Loftmynd þessa af Króksfjarðarnesi tók Mats Wibe Lund. gerðir þessar voru alls um 80, og fjölluðu 23 þeirra um búnaðarmál, 4 um sjávarútveg og 2 um verzlunarmál. Prestar rituðu 32 þessara rit- gerða, bændur 30 og kaupmenn 9, en ekki hefur tekizt að feðra nokkrar ritgerðanna. Þátttaka bænda, sem yfirleitt höfðu ekki notið skóla- göngu, ber vott um mikinn áhuga á framfaramál- um. Stofnun fyrsta búnaðarskóla landsins árið 1857 ber ljósan vott um áhuga á framförum í at- vinnumálum. Ólafur Sivertsen var frumkvöðull að stofnun skólans, en skólinn var styrktur af sýslum á Vestfjörðum og Dalasýslu. Skólinn starfaði í þrjú ár í Flatey. Fortíð og framtíð ,,Það fagra, sem var, skal ei lastað og lýtt, en lyft upp í framför, hafið og prýtt. Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þess liðna sést ei, hvað er nýtt. Vort land það á eldforna lifandi tungu, hér lifi það gamla’ í þeitn ungu.“ Svo segir Einar skáld Benediktsson í kvæðinu Aldamót, og hefði raunar mátt undirstrika hlutverk sögunnar betur. Höfundi þessarar greinar er raunar ljóst, að vitneskja um afrek fyrri manna nægir ekki nútímamönnum ein út af fyrir sig i baráttunni fyrir betra mannlífi. Á blómaskeiðinu bjuggu rúmlega tvöfalt fleiri íbúar á svæðinu en nú, en aðstæður voru þá allt aðrar og lakari. Vitneskjan um aðstæðurnar og afrekin gæti á hinn bóginn hvatt nútímamenn til dáða, og væri það vel. sveitarstjórnarmAl 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.