Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Side 27
SAMTALIÐ
— Hvenær fóru einstök býli sveitarinnar í eyöi?
,,Á árinu 1944 fór fyrsta býlið, Kirkjuból
vestra, í eyði og Vattarnes árið eftir. Síðan Sel-
sker 1954, þá Illugastaðir 1955, Svínanes 1959,
Litlanes 1962 og Kirkjuból syðra og Bær 1963,
Kvígindisfjörður 1965, Skálmardalur 1968,
Hamar 1972, Deildará 1973 og þrjú síðustu
býlin, Ingunnarstaðir, Fjörður og Skálmar-
nesmúli, á árinu 1975.”
— Þú hefur þá eins og góöur skipstjóri yfirgefið
skútuna síðastur manna?
,,Já. Mig minnir þó, að við höfum farið um
svipað leyti árs frá þessum þremur býlum, um
miðjan nóvember.”
-Hvernig tilfinning var það að yfirgefa síðast-
ur manna sveitina sína?
,,Ég veit það ekki. Við vorum farin að búast
við þessu löngu áður, og fólkið var farið að sætta
sig við þetta.”
— Hverjar voru orsakir þess, að fólkið fluttist
brott?
,,Þetta var orðið ómögulegt vegna öryggis-
leysis á vetrum. Fámennnið út af fyrir sig hafði
úrslitaáhrif á þá, sem síðast fóru. Unga fólkið
hafði flest farið brott, var að tínast burt í skóla
og atvinnu, og síðan smádofnaði yfir byggðinni,
þangað til við hin gáfumst upp. Þetta var orðið
svo dauflegt og nöturlegt. Samgönguleysi og
rafmagnsleysi réð miklu, en hvort tveggja
leiddi af legu hreppsins. Vegir voru lokaðir frá
fyrstu snjóum, sem stundum komu í október, og
þetta fram í maí. Úr hreppnum er langt til næsta
þéttbýlis. Frá Skálmarnesmúla til Patreksfjarðar
eru 120 km og svipuð vegalengd til Króksfjarð-
arness. Á árum áður, meðan verzlað var
eingöngu við Flatey, kom þetta ekki að sök.”
— Var verzlunin aðallega sótt þangað?
,,Já, öll verzlun byggðanna við norðanverðan
Breiðafjörð var sótt til Flateyjar, þangað til
verzlunin kom í Króksfjarðarnes árið 1911.
Meðan viðskiptin voru við Flatey, var af öllum
landhreppunum stytzt úr Múlahreppi, og allra
stytzt frá Skálmarnesmúla. Þangað var sótt fyrst
á árabátum, en með véltækninni komu trillu-
bátarnir. Á trillu vorum við hálfan annan tíma
hvora leið. Á árabátunum tók ferðin mun lengri
tíma, og fór það eftir veðri. Flóabáturinn
Konráð kom 1926 og þjónaði miklu hlutverki,
meðan hann gekk, eða allt fram yfir 1960. f>á
hafði verzlun hnignað í Flatey, og því sigldi
báturinn síðustu árin til Króksfjarðarness. Um
rekstur bátsins var stofnað hlutafélagið Norðri,
sem hafði aðsetur í Flatey.”
— Hvenær komst sveitin í akvegasamband?
„Innsveitin komst í samband við þjóðvega-
kerfið á árinu 1954, er Vestfjarðavegur um
Barðaströndina var opnaður. Að Firði komst
,,Mig minnir, að við höfum farið um svipað leyti árs.... “
, ,Á trillu vorum við hálfan annan tima hvora leið íkaupstað...."
SVEITARSTJÓRNARMÁL 21