Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Side 55

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Side 55
ÍPRÓTTIR OG ÚTIVIST Leiðbeinin^ar um rekstur, viohald og eftirlit með skíðalyftum Snemma á síöastliönu ári sendi Vinnueftirlit ríkisins sveitarfélög- um, forstöðumönnum skíöasvæöa og íþróttafélögum drög aö leið- beiningum um rekstur, viöhald og eftirlit meö skíðalyftum. Óskaö var eftir umsögnum og ábendingum um þessi drög. Þeim er ætlað að bæta úr brýnni þörf fyrir hagnýtar leiöbeiningar handa þeim, sem starfa viö skíðalyftur og hafa um- sjón með þeim. Er því nauðsyn- legt, aö þeir, sem láta sig varöa þetta efni, komi ábendingum sín- um á framfæri viö Vinnueftirlit rík- isins fljótlega. Skíðalyftum er skipt í þrjá flokka, í stólalyftur, toglyftur og togbrautir. Stólalyfta er búnaöur, gem gerður er til þess aö flytja skiöa- fólk í stólum, sem tengdir eru stál- vír og bornir uppi af honum. Vírinn er samfelldur og gengur um drif- hjól og vendihjól. Á milli enda- stöðva er vírinn borinn uppi af möstrum. í toglyftu er togvírinn borinn uppi af möstrum á endastöðvum og á milli þeirra, og í hann erfestur dráttarbúnaður, sem dregur far- þegana. Togbraut er samfelld taug, stál- vír eöa kaðall, sem gerður er til þess að flytja skíðafólk upp brekku í lítilli hæö. í drögunum er m.a. fjallaö um gerð og kröfur til brautar, dráttar- búnaðar, burðarvirkis, vélbúnað- ar, rekstrar, ábyrgðar og eftirlits. Reglur um togbrautir mega heita fullunnar, en stefnt er að því að gera þær leiðbeiningar, sem sendar hafa verið út um stólalyftur og toglyftur, ítarlegri, m.a með leiðbeiningum um uppsetningu, efni og ýmsan búnað. Meðan ekki hafa verið settar reglugerðir um skíðalyfturnar, er þess óskað, að eftir þessum leið- beiningum og drögum verði farið og að Vinnueftirlitinu sé gert kunnugt um atriði, sem þeim þykir ábótavant. Kröfur þær, sem gerð- ar eru um uppsetningu, búnað og rekstur skíðalyftna, eru í öllum meginatriðum samhljóða þeim kröfum, sem gerðar eru í Noregi og í Svíþjóð um sams konar bún- að. Skíðalyftum hefur fjölgað ört á undanförnum árum samfara vax- andi áhuga á skíðaíþróttum og annarri útivist. Rekstur skíðalyftu og umsjón með því, sem varðar öryggi notenda og starfsmanna, krefst bæði kunnáttu og sam- vizkusemi. Því er áríðandi, að starfsmenn við skíðalyftur þekki vel allan búnað þeirra, geti greint og metið ástand þeirra og bætt úr göllum, áður en bilanir verða. Öryggiseftirlit með skíðalyftum er í höndum Vinnueftirlits ríkisins. Með þeim vísi að reglugerðum, sem nú eru til umsagnar m.a. hjá þeim trúnaðarmönnum sveitarfé- laganna, sem fara með rekstur skíðasvæða, er stefnt að því, að þeir fái gagnlegar leiðbeiningar um öryggisatriði, um leið og mót- aðar eru reglur, sem nú hillir undir, að sqttar verði. Vinnueftirlitið hefur nú nýlega hvatt til þess, að umdæmisstjórar embættisins fylgist reglulega með skíðalyftum, m.a. með tækjum, sem þeirhafatil sjónskoðunarvíra. Myndina tók Etís Þór Sigurðsson, æskulýðsfulltrúi á Akranesi 11. maí 1986 af æskulýðsfulltrúum skoða elztu stólalyftu landsins i Hlíðarfjalli við Akureyri, en hún varð 20 ára gömul hinn 5. desember sl. Á þakskeggi lyftuhússins lengst til vinstri má siá beygjur, sem brotnað höfðu af skíðum og verið hengdar upp skíðafólki til viövörunar. SVEITARSTJÓRNARMÁL 49

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.