Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Síða 68

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Síða 68
ÝMISLEGT Sveitarfélögin 215 talsins I ársbyrjun 1988 eru sveitarfélög landsins 215 aö tölu. Hafði þeim fækkað frá byrjun síðasta árs um 7, en þá voru þau 222. Fækkunin á árinu var fólgin í því, að Hrófbergshreppurog Hólmavíkur- hreppur urðu einn hreppur, Hólma- víkurhreppur, 1. janúar það ár, Ketil- dalahreppur og Suðurfjarðahreppur urðu Bíldudalshreppur 1. júlí, fimm hreppar Austur-Baröastrandarsýslu sameinuðust I Reykhólahrepp 4. júlí, og loks voru Eskifjarðarkaupstaður og Helgustaðahreppur í Suöur—Múlasýslu sameinaðir I Eski- fjarðarkaupstað frá 1. janúar þessa árs. Hreppar landsins eru frá byrjun yfir- standandi árs 187 að tölu, en bæir eða kaupstaðir 28. Hafði þeim fjölgað á árinu um 5, og hefur bæjum aðeins einu sinni áður fjölgað jafnmikið á einu ári, á árinu 1974, er fimm hreppar öðluðust kaupstaðarréttindi. Fjölgun bæjanna á árinu 1987 fólst í því, að Stykkishólmshreppur varð Stykkishólmsbær 18. maí, Egilsstaðahreppur varð Egilsstaða- bær 24. maí, Hveragerðishreppur varð Hveragerðisbær 1. júlí, Mos- fellshreppur varð Mosfellsbær 9. ágúst, og Borgarneshreppur varð Borgarnesbær 24. október. Ákveðið hefur verið, að Blöndu- óshreppur verði Blönduósbær 4. júlí næstkomandi, og hefur þriggja manna nefnd verið sett á stofn til þess að undirbúa þá breytingu á sveitarfélaginu Verðlaunasamkeppni um efnið „Mannvist í þéttbýli" Læknafélögin efna til verðlauna- samkeppni um efnið "Mannvist I þéttbýli og heita í verðlau n 500 þús. krónum, þaraf250þús. ífyrstu verðlaun. Úrlausnum á að skila fyrir 31. marz. Mega þær vera í formi rit- gerðar, uppdrátta, a myndbandi, Ijóð eða í hverju þvi formi, sem mönnum er tiltækt sem tjáningarform, eins og segir i samkeppnisskilmálum. Ætlazt er til þess, að teknar séu til umpi- unar nýjar hugmyndir, sem tengjast skipulagi, húsakosti og hinum p- mörgu þáttum mannlífs í þéttbýli. Tilefni þessarar samkeppni er 75 ára afmæli Læknablaðsins, og er hún hugsuð til heiðurs fyrsta ritstjoranum, Guðmundi Hannessyni, prófessor, sem var frumkvöðull á sviði skipulagsmála hérlendis, gaf út bók- ina „Um skipulag bæja“ árið 1916 og var höfundur fyrstu skipulags- laganna, sem öðluðust gildi á árinu 1922. MANNVIST í ÞÉTTBÝLI VERDLAUNASAMKEPPNl LÆKNAFÉLAGANNA Samkeppninni er ætlað að hvetja fólk til umhugsunar um húsakost okkar og umhverfi og laða fram nýjar hugmyndir að umbótum I húsnæðis-, skipulags- og umhverfismálum, er geti stuðlað að betra mannlifi, en Guðmundur Hannesson var alla tið baráttumaður fyrir bættum húsakosti og betra skipulagi bæja, auk þess sem hann vann mikið starf að heil- brigðismálum. „Þótt gífuriegar fram- farir hafi átt sér stað siðan Guðmund- ur gaf út sína merku bók um skipulags- og húsnæðismál, þá er enn við mörg vandamál að striða á þessu sviði, en önnur eru fyrirsjáaanleg á næstu árum. Hvemig á að bregðast við þessum vandamálum á tölvu- og tækniöld og hvaða leiðir eru færar til þess að stuðla að bættu andlegu og likamlegu atgervi og heilbrigði komandi kynslóða?" er spurt I sam- keppnislýsingu. I dómnefnd eru Þórður Harðarson, læknir, sem er formaður, Þorsteinn Gunnarsson, arkitekt, Guðrún Agn- arsdóttir, læknir og alþingismaður, og Sveinn Einarsson, fv. þjóðleikhús- stjóri. Ritari og trúnaðarmaður dómnefndar er Zóphónias Pálsson, fv. skipulagsstjóri rikisins. Breytt byggðar- merki Akureyrar í tilefni af 125 ára afmæli Akureyr- arbæjar á sl. ári lét bæjarstjómin breyta byggðarmerkinu, sem hafði verið I notkun frá árinu 1930. Á fundi sínum hinn 29. ágúst gerði bæjarstjórnin samþykkt um merkið, og fer hún hér á eftir: Samþykkt um skjaldarmerki Akureyrar 1.gr. Skjaldarmerki Akureyrar skal vera blár skjöldur (Pantone process blue) með hvítum fugli. Á bringu fuglsins er skjöldur markaður með korn- knippi. Blái liturinn er litur himinsins og fjarlægra fjalla, komknippið tákn nafnsins Akureyri, en fuglinn tengd- ur frásögn Heimskringlu um land- vættir. Haraldur Gormsson konung- ur bauð fjölkunnugum manni að fara hamförum til íslands. Sá fór í hvals- liki. Er hann fór inn eftir Eyjafirði, kom á móti honum fugl svo mikill, að vængimir tóku út fjöllin tveggja vegna, og fjöldi annarra fugla, bæði stórir og smáir. 2. gr. Notkun á skjaldarmerki Akureyrar er óheimil án leyfis bæjarstjórnar Akureyrar, sbr. 37. gr. laga nr. 56/ 1978. Ekki er heimilt að breyta út af samþykktri gerð merkisins, sbr. meðfylgjandi teikningu, nema í sérstakri hátíðarútgáfu og í svart- hvítri útgáfu. 3. gr. I hátíðarútgáfu merkisins eru tunga, klær og skjöldur á bringu fuglsins í rauðum lit (Pantone warm red), en goggar, fætur og kornknippi í gulum lit (Pantone 123). Hátíðarút- gáfu skjaldarmerkisins má aðeins nota þar sem merkið stendur eitt og sér, t.d. á fánum, skjöldum og á barmmerkjum. 4. gr. Svart-hvíta útgáfu skjaldarmerkis- ins má einungis nota við bóka- og blaðaprent, og er hún heimil án sérstaks leyfis. I svart-hvítri útgáfu er blár flötur táknaður með láréttum línum, en rauður litur með lóðréttum línum. (Linumar falla þó burt í minnstri gerð, sbr. sýnishorn). Með frásögninni fylgir sýnishom af merkinu eins og það á að nota I svart-hvítri útgáfu. Hjá Akureyrarbæ er unnt að fá sérprentaða framan- greinda samþykkt ásamt merkinu í litum. Rasrinn og hinn fatla&i Alþjóðleg ráðstefna í Finn- landi 18.—20. maí Samband finnskra bæja, Helsinki- borg, Alþjóðasamband bæja og Landssamband fatlaðra í Finnlandi boða sameiginlega til alþjóðlegrar ráðstefnu um málefni fatlaðra í bæjum. Ráðstefnan verður haldin í HELHNM HNIANDIA HALi. MAY U—XX tVW THETOWNAND THE HANDICAPPED Finlandia-húsinu i Helsinki dagana 18.-20. maí. Til ráðstefnunnar er boðið fulltrúum sveitarfélaga og stofnana, sem fást við málefni fatl- aðra, en hún er einnig öðrum opin. Ráðstefnan er haldin I tilefni af fimmtíu ára afmæli Landssambands fatlaðra I Finnlandi á þessu ári. Á ráðstefnunni verður m.a. fjallað um stefnu bæja í málefnum fatlaðra með það fyrir augum að bæta aðstöðu þeirra að því er snertir aðgengi að opinberum byggingum og ferlimál almennt, húsneeðismál og möguleika á þátttöku í atvinnulifi og í félagsstörfum. Fyrsta daginn verður ræddur sá vandi, sem fatlaðir eiga við að búa í þéttbýli, á öðrum degi verður leitað úrbóta á sem flestum sviðum í Ijósi fenginnar reynslu frá fjölmörgum bæjum í Finnlandi og annars staðar, og loks verður horft til framtiðar með stefnu- mörkuníhuga. Þátttakendum gefst kostur á að skoða endur- 62 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.