Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 68

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 68
ÝMISLEGT Sveitarfélögin 215 talsins I ársbyrjun 1988 eru sveitarfélög landsins 215 aö tölu. Hafði þeim fækkað frá byrjun síðasta árs um 7, en þá voru þau 222. Fækkunin á árinu var fólgin í því, að Hrófbergshreppurog Hólmavíkur- hreppur urðu einn hreppur, Hólma- víkurhreppur, 1. janúar það ár, Ketil- dalahreppur og Suðurfjarðahreppur urðu Bíldudalshreppur 1. júlí, fimm hreppar Austur-Baröastrandarsýslu sameinuðust I Reykhólahrepp 4. júlí, og loks voru Eskifjarðarkaupstaður og Helgustaðahreppur í Suöur—Múlasýslu sameinaðir I Eski- fjarðarkaupstað frá 1. janúar þessa árs. Hreppar landsins eru frá byrjun yfir- standandi árs 187 að tölu, en bæir eða kaupstaðir 28. Hafði þeim fjölgað á árinu um 5, og hefur bæjum aðeins einu sinni áður fjölgað jafnmikið á einu ári, á árinu 1974, er fimm hreppar öðluðust kaupstaðarréttindi. Fjölgun bæjanna á árinu 1987 fólst í því, að Stykkishólmshreppur varð Stykkishólmsbær 18. maí, Egilsstaðahreppur varð Egilsstaða- bær 24. maí, Hveragerðishreppur varð Hveragerðisbær 1. júlí, Mos- fellshreppur varð Mosfellsbær 9. ágúst, og Borgarneshreppur varð Borgarnesbær 24. október. Ákveðið hefur verið, að Blöndu- óshreppur verði Blönduósbær 4. júlí næstkomandi, og hefur þriggja manna nefnd verið sett á stofn til þess að undirbúa þá breytingu á sveitarfélaginu Verðlaunasamkeppni um efnið „Mannvist í þéttbýli" Læknafélögin efna til verðlauna- samkeppni um efnið "Mannvist I þéttbýli og heita í verðlau n 500 þús. krónum, þaraf250þús. ífyrstu verðlaun. Úrlausnum á að skila fyrir 31. marz. Mega þær vera í formi rit- gerðar, uppdrátta, a myndbandi, Ijóð eða í hverju þvi formi, sem mönnum er tiltækt sem tjáningarform, eins og segir i samkeppnisskilmálum. Ætlazt er til þess, að teknar séu til umpi- unar nýjar hugmyndir, sem tengjast skipulagi, húsakosti og hinum p- mörgu þáttum mannlífs í þéttbýli. Tilefni þessarar samkeppni er 75 ára afmæli Læknablaðsins, og er hún hugsuð til heiðurs fyrsta ritstjoranum, Guðmundi Hannessyni, prófessor, sem var frumkvöðull á sviði skipulagsmála hérlendis, gaf út bók- ina „Um skipulag bæja“ árið 1916 og var höfundur fyrstu skipulags- laganna, sem öðluðust gildi á árinu 1922. MANNVIST í ÞÉTTBÝLI VERDLAUNASAMKEPPNl LÆKNAFÉLAGANNA Samkeppninni er ætlað að hvetja fólk til umhugsunar um húsakost okkar og umhverfi og laða fram nýjar hugmyndir að umbótum I húsnæðis-, skipulags- og umhverfismálum, er geti stuðlað að betra mannlifi, en Guðmundur Hannesson var alla tið baráttumaður fyrir bættum húsakosti og betra skipulagi bæja, auk þess sem hann vann mikið starf að heil- brigðismálum. „Þótt gífuriegar fram- farir hafi átt sér stað siðan Guðmund- ur gaf út sína merku bók um skipulags- og húsnæðismál, þá er enn við mörg vandamál að striða á þessu sviði, en önnur eru fyrirsjáaanleg á næstu árum. Hvemig á að bregðast við þessum vandamálum á tölvu- og tækniöld og hvaða leiðir eru færar til þess að stuðla að bættu andlegu og likamlegu atgervi og heilbrigði komandi kynslóða?" er spurt I sam- keppnislýsingu. I dómnefnd eru Þórður Harðarson, læknir, sem er formaður, Þorsteinn Gunnarsson, arkitekt, Guðrún Agn- arsdóttir, læknir og alþingismaður, og Sveinn Einarsson, fv. þjóðleikhús- stjóri. Ritari og trúnaðarmaður dómnefndar er Zóphónias Pálsson, fv. skipulagsstjóri rikisins. Breytt byggðar- merki Akureyrar í tilefni af 125 ára afmæli Akureyr- arbæjar á sl. ári lét bæjarstjómin breyta byggðarmerkinu, sem hafði verið I notkun frá árinu 1930. Á fundi sínum hinn 29. ágúst gerði bæjarstjórnin samþykkt um merkið, og fer hún hér á eftir: Samþykkt um skjaldarmerki Akureyrar 1.gr. Skjaldarmerki Akureyrar skal vera blár skjöldur (Pantone process blue) með hvítum fugli. Á bringu fuglsins er skjöldur markaður með korn- knippi. Blái liturinn er litur himinsins og fjarlægra fjalla, komknippið tákn nafnsins Akureyri, en fuglinn tengd- ur frásögn Heimskringlu um land- vættir. Haraldur Gormsson konung- ur bauð fjölkunnugum manni að fara hamförum til íslands. Sá fór í hvals- liki. Er hann fór inn eftir Eyjafirði, kom á móti honum fugl svo mikill, að vængimir tóku út fjöllin tveggja vegna, og fjöldi annarra fugla, bæði stórir og smáir. 2. gr. Notkun á skjaldarmerki Akureyrar er óheimil án leyfis bæjarstjórnar Akureyrar, sbr. 37. gr. laga nr. 56/ 1978. Ekki er heimilt að breyta út af samþykktri gerð merkisins, sbr. meðfylgjandi teikningu, nema í sérstakri hátíðarútgáfu og í svart- hvítri útgáfu. 3. gr. I hátíðarútgáfu merkisins eru tunga, klær og skjöldur á bringu fuglsins í rauðum lit (Pantone warm red), en goggar, fætur og kornknippi í gulum lit (Pantone 123). Hátíðarút- gáfu skjaldarmerkisins má aðeins nota þar sem merkið stendur eitt og sér, t.d. á fánum, skjöldum og á barmmerkjum. 4. gr. Svart-hvíta útgáfu skjaldarmerkis- ins má einungis nota við bóka- og blaðaprent, og er hún heimil án sérstaks leyfis. I svart-hvítri útgáfu er blár flötur táknaður með láréttum línum, en rauður litur með lóðréttum línum. (Linumar falla þó burt í minnstri gerð, sbr. sýnishorn). Með frásögninni fylgir sýnishom af merkinu eins og það á að nota I svart-hvítri útgáfu. Hjá Akureyrarbæ er unnt að fá sérprentaða framan- greinda samþykkt ásamt merkinu í litum. Rasrinn og hinn fatla&i Alþjóðleg ráðstefna í Finn- landi 18.—20. maí Samband finnskra bæja, Helsinki- borg, Alþjóðasamband bæja og Landssamband fatlaðra í Finnlandi boða sameiginlega til alþjóðlegrar ráðstefnu um málefni fatlaðra í bæjum. Ráðstefnan verður haldin í HELHNM HNIANDIA HALi. MAY U—XX tVW THETOWNAND THE HANDICAPPED Finlandia-húsinu i Helsinki dagana 18.-20. maí. Til ráðstefnunnar er boðið fulltrúum sveitarfélaga og stofnana, sem fást við málefni fatl- aðra, en hún er einnig öðrum opin. Ráðstefnan er haldin I tilefni af fimmtíu ára afmæli Landssambands fatlaðra I Finnlandi á þessu ári. Á ráðstefnunni verður m.a. fjallað um stefnu bæja í málefnum fatlaðra með það fyrir augum að bæta aðstöðu þeirra að því er snertir aðgengi að opinberum byggingum og ferlimál almennt, húsneeðismál og möguleika á þátttöku í atvinnulifi og í félagsstörfum. Fyrsta daginn verður ræddur sá vandi, sem fatlaðir eiga við að búa í þéttbýli, á öðrum degi verður leitað úrbóta á sem flestum sviðum í Ijósi fenginnar reynslu frá fjölmörgum bæjum í Finnlandi og annars staðar, og loks verður horft til framtiðar með stefnu- mörkuníhuga. Þátttakendum gefst kostur á að skoða endur- 62 SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.