Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 20
KYNNING SVEITARFÉLAGA Útlitsmynd af grunnskólahúsinu á Reykhólum. Uppdráttinn gerði Jósef J. Reynis, arkitekt, sem teiknaði skóiahúsið. 1951. Ákveðið var, að stór hluti heimatúnsins yrði skipulagður fyrir einbýlishús með rúmgóð- um lóðum, 1200—1600 ferm. að stærð, með nýrri kirkju, skóla, stórum skrúðgarði, iðnaðar- húsi, verzlun og verkstæði. Tekið var frá svæði undir flugvöll. Samþykkt var, að smábýli fengju einn eða hálfan annan ha lands, en prestssetur, læknissetur og skólasetur fengi 5 ha hvert. Samþykkt var að skipuleggja gróðurhúsa- og garðræktarhverfi. Undir þessa fundargerð rituðu Gísli Jónsson, Pálmi Einarsson, Helgi Elíasson, Jón Pálmason og Ásmundur Sigurðs- son. Skipulagsnefnd ríkisins ákvað síðan skipu- lag Reykhóla, og ráðherra staðfesti það hinn 3. marz 1952. Landnámsstjóri ræsti fram allan vesturhelm- ing Reykhólalands og stofnaði þar nýbýlið Mávavatn. Landamerkjum nýbýlisins Grundar var breytt og þeim hagrætt. Þriðja nýbýlið, Seljanes, var stofnað á Barmahlíð. Áð Til- raunastöðinni meðtaldri urðu Reykhólar fjögur býli. Auk embættismanna úthlutaði land- námsstjóri fjórum erfðafestulöndum, 4,5 ha hverju, og því fimmta síðar, því margir höfðu áhuga á bólfestu. Urðu ellefu fjölskyldur heimilisfastar á Reykhólum að svo búnu. Áfram er unnið Þrátt fyrir þann góða árangur, sem náðst hafði með skipulag Reykhóla, Tilraunastöðina og framvindu smábýlanna á vegum Landnámsins, lágu skólamálin enn á lítilli hreyfingu, ennfrem- ur nýting jarðhitans og hlunnindanna. Eftir 1954 skipaði landbúnaðarráðherra framkvæmdanefnd fyrir landnámsstjóra. í nefndinni voru með Pálma Einarssyni, landnámsstjóra, þeir Tómas Sigurgeirsson og Játvarður Jökull Júlíusson, þáv. oddviti Reykhólahrepps. Áratug síðar var enn á ný sett á stofn önnur Reykhólanefnd. Þá nefnd skipuðu þeir Aðalsteinn Eiríksson, fjár- málaeftirlitsmaður skóla, Játvarður Jökull, Jóhann Jónsson, oddviti, Jóhannes Árnason, sýslumaður, og Hjörtur Hjálmarsson, skóla- stjóri á Flateyri. Skriflegar upplýsingar eru ekki fyrirliggjandi hjá greinarhöfundi, en samkvæmt viðtölum við nefndarmenn var margt tekið til skoðunar og ítarleg greinargerð send við- komandi ráðuneyti. Tvennt bar hæst í tillögum þeirra, er náði fram að ganga. Það var hug- myndin um þang- og þaraverksmiðju og samvinna hreppanna í Austur- Barðastrandarsýslu um byggingu heima- vistarskóla. Skólahaldá Reykhólum Farskólahaldi í Reykhólahreppi lauk árið 1947. Árið 1948 hefst fastur skóli á Reykhólum. Þá er Jens Guðmundsson kominn til starfa og hefur unnið þar ósleitilega að kennslumálum síðan. Fyrst var kennt í húsnæði Til- raunastöðvarinnar, en síðan var byggð upp aðstaða við nýbyggða sundlaug (1945—1947), og þar höfðu skólastjórahjónin heima- vistaraðstöðu við mjög þröngan húsakost. Síðan var reist skólastjóraíbúð 1951 og skóla- hús., 100 ferm. á tveimur hæðum, fyrir Reyk- hólahrepp einan 1956. Smíði fyrri áfanga nú- verandi skólahúss hófst á miðju ári 1970.1 þeim 14 SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.