Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 59

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 59
LANDSHLUTASAMTÖKIN stjóri á Skagaströnd, mælti fyrir áliti fjárhags- og laganefndar þingsins, sem lagöi til, að ársreikningar sam- bandsins yröu samþykktir svo og fjárhagsáætlun, og var svo gert. Jón Guðmundsson, oddviti Hofshrepps, kynnti álit byggða- og strjálbýlisnefndar. f samþykktinni, sem gerð var að tillögu nefndarinn- ar, lýsir þingið þeirri skoðun sinni, að aðgerðir, sem raska núverandi bú- setu í sveitum, séu ekki síður sveit- arstjórnarmálefni en verkefni for- ustumanna landbúnaðarins. Lögð er áherzla á, að hlutaðeigandi sveitar- stjómir verði umsagnaraðilar um sölu eða leigu fullvirðisréttar og að kannað sé, hvemig sveitarfélögin geti bezt tryggt réttarstöðu sína. Varað er við skipulagslausum sam- drætti í búvöruframleiðslu og fjórð- ungsstjórn falið að beita sér fyrir samstarfi sveitabyggða og þéttbýlis um leiðir til að draga úr áhrifum sam- dráttarins í sveitum á atvinnuþróun þéttbýiis, þar sem afurðavinnsla og þjónusta við bændur er veigamikill þáttur atvinnulífsins. Samhliða verði unnið markvisst að nýrri atvinnuupp- byggingu í sveitum. Bjarni Þór Einarsson, bæjarstjóri á Húsavík, fylgdi úr hlaði áliti atvinnu- málanefndar þingsins. Þar er m.a. mælt með skipulegri áætlun um dreifingu stjórnsýslukerfis, fjármála- og bankakerfis svo og dreifingu samfélagsstofnana til þéttbýlisstaöa á landsbyggðinni til þess að færa vald og ákvarðanatöku frá höfuð- borgarsvæðinu út á land. Aukinni landshlutaskiptingu verði komið á í starfsemi stofnana og heildarsam- taka, sem starfa á landsvísu á sviði viðskipta- og atvinnulífs, og unnið verði að stofnun þróunar- og fjár- festingarfélaga í landshlutunum. Sigríður Stefánsdóttir, bæjarfull- trúi á Akureyri, reifaði tillögur menn- ingarmálanefndar, sem þingið gerði að ályktunum sínum. Fagnað er þeim áfanga í menntamálum lands- byggðarinnar, að hafin skuli regluleg háskólakennsla á Akureyri. Bent er á starfsemi deildar Ríkisútvarpsins á Akureyri til fyrirmyndar um, hvernig unnt sé að flytja út á land störf, sem áður hafi verið unnin í Reykjavík. Skorað er á sveitarfélög á Norður- landi og á menntamálaráðuneytið að styrkja Menningarsamtök Norð- lendinga til þess að koma á reglu- lega menningarhátíð á Norðurlandi, og lýst er yfir stuðningi við þá skóla- stefnu, sem fylgt hefði verið í fjórð- ungnum og miðast við að framfylgja gildandi grunnskólalögum. Þegar verði fullnægt þörf fyrir stuðnings- og sérkennslu og staðið við skuld- bindingar ríkisins varðandi upp- byggingu skólahúsnæðis. Frá 29. fjóróungsþingi Norðlendinga, sem haldid var i iþróttahúsinu á Dalvik 26. og 27. ágúst 1987. Ljósm. Jóhann Ú. Halldórsson. Kosning stjórnar fór ekki fram á þessu þingi, því hún hafði verið kos- in til tveggja ára á síðasta fjórðungs- þingi. Á hinn bóginn voru kosnir tveir endurskoðendur til eins árs og fjórir fulltrúar á aðalfund Landsvirkjunar. Þingið sátu 77 kjörnir fulltrúar og 54 gestir eða samtals 131 þingfull- trúi. Að loknu þinghaldi buðu Dalvíkur- bær, Svarfaðardals-, Hriseyjar- og Árskógshreppur þingfulltrúum til kvöldverðarhófs í félagsheimilinu Víkurröst. I þinglok bauð Adolf Berndsen, oddviti á Skagaströnd, að næsta fjórðungsþing yrði haldið í Austur- Húnavatnssýslu. SSÍS * Venjulegirofnar * Handklæðaslár *Tauþurrkarar HF.OFNASMIÐJAN VLL*' SÖLUDEILD HÁTEIGSVEGI7 S: 21220 SVEITARSTJÓRNARMÁL 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.