Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 60

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Blaðsíða 60
LANDSHLUTASAMTÖKIN 10. aðalfundur SSS: Samstarf og sameining settu svip á umræðurnar Áberandi var, hve samstarf og sameining sveitarfélaga settu mikinn svip á umræður manna á 10. aðal- fundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS), sem haldinn var í veitingahúsinu Glóðinni i Kefla- vík 27. og 28. nóvember sl. Á fund- inum skilaði samvinnu- og samein- ingarnefnd samtakanna áliti, og umboð hennar var framlengt til næsta aðalfundar. Hlutverk hennar er fyrst og fremst að kynna almenn- ingi kosti og galla sameiningar ein- hverra eða allra sveitarfélaga á Suðurnesjum. Skal nefndin að því loknu halda fund um sameiningar- málið með sveitarstjórnarmönnum, en þó eigi síðar en í apríl. Verða þá teknar ákvarðanir um framhaldið. Einnig setti það mikinn svip á fundinn, að verið var að hleypa af stokkunum sameiginlegri gjald- heimtu sveitarfélaganna á svæðinu svo og útgerðarfélaginu Eldey hf., sem er sameiginlegt átak Suður- nesjamanna til að snúa vörn í sókn í útvegsmálum. Fundarstjórar voru Anna Margrét Guðmundsdóttir, varaforseti bæjar- stjórnar Keflavíkur, og Ingólfur Falsson, bæjarfulltrúi þar, en ritarar fundarins Magnús Haraldsson og Jón Ólafur Jónsson, bæjarfulltrúar í Keflavík. Það er orðin hefð hjá SSS, að aðalfundur sé haldinn í því sveit- arfélagi, sem á formann undan- gengið starfsár, og að embættis- menn fundarins séu frá sama sveit- arfélagi. Þetta er í fyrsta skipti, sem kona er fundarstjóri á aðalfundum SSS. Guðfinnur Sigurvinsson, fráfar- andi formaður SSS, flutti skýrslu um starf stjórnarinnar á undangengnu starfsári, og Eiríkur Alexandersson, framkvæmdastjóri, gerði grein fyrir ársreikningum síðasta starfsárs. Við upphaf fundarins fluttu ávörp Karl Steinar Guðnason, alþingis- maður, sem flutti kveðjur þing- manna kjördæmisins, og Sigurgeir Sigurðsson, formaður Sambands íslenzkra sveitarfélaga. Að morgni síðari dagsins flutti ávarp Steingrím- ur Hermannsson, utanríkisráðherra. Samstarf og sameining Vilhjálmur Ketilsson, bæjarstjóri í Keflavík, flutti skýrslu undirbúnings- nefndar SSS í sameiningarmálum. Vakti hann m.a. athygli á því, að ef sveitarfélögin á Suðurnesjum sam- einuðust í eitt, yrði það fjölmennasta sveitarfélag á landinu að Reykjavík undanskilinni. Yrði slíkt sveitarfélag mjög sterkt afl í hagsmunamálum svæðisins og sennilega einnig sér- stakt kjördæmi. Ingólfur Aðalsteinsson, forstjóri, og framkvæmdastjórarnir Albert Albertsson og Júlíus Jónsson fjöll- uðu síðan um sameiningu Hitaveitu Suðurnesja og rafveitnanna á Suðurnesjum í Ijósi reynslunnar. Oddur Einarsson, bæjarstjóri í Njarðvíkum, flutti skýrslu gjald- heimtunefndar samtakanna og greindi frá undirbúningi að stofnun sameiginlegrar gjaldheimtu á Suður- nesjum, en hún tók til starfa um síð- astliðin áramót, eins og frá er skýrt aftar í þessu töluþlaði. Ellert Eiríksson, sveitarstj. Gerða- hrepps, flutti skýrslu launanefndar SSS. Hafði nefndin haldið 30 fundi á starfsárinu og staðið að gerð kjara- samninga við starfsfólk allra sameig- inlegra fyrirtækja sveitarfélaganna á félagssvæðinu. Væru þeir nú allir samræmdir. Karl Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Keflavíkur og Heilsugæzlustöðvar Suðurnesja, ræddi einnig gerð sam- eiginlegra kjarasamninga frá sjónar- hóli fyrirtækjanna og taldi vel hafa til tekizt. Stefán Jón Bjarnason, sveitar- Guðfinnur Sigurvinsson, fráfarandi formaður, og Eiríkur Alexandersson, fram- kvæmdastjóri SSS. 54 SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.