Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Page 54

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1988, Page 54
HEILBRIGÐISMÁL Borgarspítalinn í Reykjavík. Ljósm. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. hjúkrunarfræðingar spurðir, hver væri að þeirra mati aðalástæðan fyrir skorti á hjúkrunarfræðingum tii starfa. Kom þá í ljós, að 41% töldu ástæðuna of lág laun, 22% kenndu um óreglulegum vinnutíma, 15%, að vinnan samræmdist illa heimilisstörfum, 9% tiltóku vinnuálag og 9% skort á barnagæzlu. Símon Steingrímsson, fv. framkvæmdastjóri tæknisviðs Ríkisspítala, gerði árið 1985 spá um þörf á hjúkrunarfræðingum. Forsendur spárinnar voru eftirfarandi: Fjöldi starfandi hjúkrunarfræðinga væri 15oo, 15% kæmu ekki til starfa, lo% færu úr landi, allir myndu hætta 65 ára, vöntun í stöður 15% og aukning á stöðum 2% á ári. Samkvæmt þessari spá myndu útskrifast 60 hjúkrunarfræðingar 1987. Hefðu því verið starfandi á sl. ári 1688 hjúkrunarfræðingar; þörf væri hins vegar fyrir 1857 og vöntun því 169. Á sama hátt yrði skorturinn á árinu 1988 187 og vorið 1989 201. í spá sinni gerir hann ráð fyrir, að á árinu 1990 útskrifist 100 hjúkrunarfræðingar, og að þá lækki talan niður í 176, en það verði ekki fyrr en árið 1995, sem skorturinn er kominn niður fyrir 100 hjúkrunarfræðinga. Við horfum því fram til þess, að skortur á hjúkrunarfræðingum verður áfram og á eftir að verða vandamál á næstu árum. Það er ekki aðeins á þessu sviði, sem skorturinn er. Á síðasta ári varð þannig í vaxandi mæli vart við skort á ýmsum öðrum sérmenntuðum starfsmönnum. Má þar nefna meinatækna og röntgentækna. Svo virðist vera, að aðsókn að Tækniskóla íslands í þessar námsgreinar fari sífellt minnkandi, og stefnir því í algjört óefni. Lokaorð Eins og að framan segir, eru 25 ár ekki langur tími í sögu sjúkrahúsa. Miklar framfarir hafa orðið í heilbrigðismálum íslendinga á þessum aldarfjórðungi, sem liðinn er frá stofnun sambandsins. Pjónusta sjúkrahúsanna er mikil að gæðum, og þau hafa á að skipa hæfu starfsfólki. Hér að framan hefur verið tæpt á ýmsu, sem verið hefur til umfjöllunar á vettvangi Landssambands sjúkrahúsa. Sveitarstjórnarmenn hafa ávallt látið málefni sjúkrahúsa til sín taka, og verður vonandi framhald þar á, þó að ýmsar blikur séu á lofti, ef hugmyndir um yfirtöku ríkisins verða samþykktar. Það er ekki síður þörf fyrir þessi samtök nú en þegar þau voru stofnuð, þótt áherzlurnar séu aðrar en í byrjun sjöunda áratugarins. Ég er þess fullviss, að Landssamband sjúkrahúsa á eftir að starfa vel og lengi. Það þarf að eflast, og það gerist, ef eigendur sjúkrahúsanna eru virkir í störfum þess og standa vörð um hagsmuni sjúkrahúsanna. Aðalfundur sambandsins, sem haldinn var sl. sumar á ísafirði, bar styrk samtakanna ótvírætt vitni, og þar myndaðist sterk samstaða um málefni sjúkrahúsanna. 48 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.