Helgafell - 01.12.1955, Side 14

Helgafell - 01.12.1955, Side 14
12 HELGAFELL snilldarljóðum þeirra orðin sígild íslenzk eign við hlið þeirra kvæða, sem íslendingar sjálfir hafa bezt ort. Ég vil hér aðeins geta Vögguþulunnar eftir García Lorca, sem tvímælalaust er eiít af allra fegurstu og áhrifamestu ljóð- um íslenzkrar turigu. Það er gömul reynsla, að rík hugðarefm, sem stunduð eru til dægradvalar, eiga það til þegar fram í sækir að taka ráðin af iðkendum sínum og setja þeim sjálfstætt takmark. Eitthvað svipað því hygg ég Magnúsi hafa farið. Starf hans að ljóðaþýðingum, sem upphaflega var einungis ætlað til fullnæg- ingar persónulegri skáldhneigð, markaði honum smám saman annan og al- mennari tilgang. Þetta kemur ljóst fram í grein, sem hann ritaði í jólahefti Helgafells 1942, en þar kemst hann m. a. svo að orði, að þýðingarstarfsemi sín „réttlætist fyrst og fremst af þeirri von, að hún megi bera nokkurn árang- ur í ljóðaskáldskap yngri kynslóðar, sem þýðingarnar sjálfar hafa orkað á eða freistað til að kynna sér frumkvæðin. Fæstum þýðingum mínum huga ég fram- haldslíf með öðrum hætti en að þær mættu verða til þess að beina ungu skáld- unum inn á nýjar brautir um vinnubrögð og viðfangsefni“. Skylt er einnig að geta þess, að persónulega var Magnús mörgum hinna ungu skálda hollur leið- beinandi og lét sér annt um þau. Sjálfur var hann að upplagi klassiskt hneigð- ur eins og hann oftlega lét í ljós og margar þýðingar hans vitna, en hann var nægilega víðsýnn til þess að geta íekið hverskonar nýstefnulegum tilraunum með fullum skilningi. Hann mátti því teljast sjálfkjörinn til að annast og búa undir prentun Ljóð ungra skálda, hið athyglisverða safnrit, sem gefið var út síðastliðinn vetur á forlagi Helgafells. Var það eitt síðasta verk hans og leysti hann það af hendi með næmri alúð og varfærni. Annars var Magnúsi margt betur gefið en bókmenntalegt umburðarlyndi. Ljóðaskáldskapur síðustu áraíuga er að sjálfsögðu sannasta heimildin um bókmenntaleg áhrif frá ljóðaþýðingum Magnúsar, en það er einnig fróðlegt að kynnast því, sem skáld hinnar yngri kynslóðar sjálf hafa um þetta að segja. Eitt hið fremsta þeirra, Jón úr Vör, kemst svo að orði í stuttri minningar- grein: ,,Fæst okkar (þ. e. ungu skáldanna) voru skólagengin að ráði. A þeim árum, sem við þurftum mest á andlegri uppörvun og nýungum að halda, var ekki margra kosta völ, lítið úrval erlendra ljóðabóka, málakunnátta og af skornum skamti. Vissulega gætti áhrifa erlendra samtíðarbókmennta hjá góð- skáldunum, en ættu ungir menn að njóta áhrifa nýrra strauma í gegnum þau, var sú hætta yfirvofandi að sjá heiminn í gegnum þeirra gleraugu — og verða svo það, sem öllum skáldum er hvumleiðast — eftirapendur annarra. — Með ljóðaþýðingum sínum opnaði Magnús Ásgeirsson ungum skáldefnum og kvæða- unnendum nýjan heim. I gegnum túlkanir hans á andlegum hræringum helztu samtíðarskáldanna kynntumst við nýstárlegum persónuleikum, og um okkur blésu vindar úr svo mörgum áttum, að lítil hætta var á því að áhrif nokkurs eins þeirra yrði svo sterk að okkar eigin lífsreynsla og viðhorf nyti sín ekki.‘
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.