Helgafell - 01.12.1955, Page 15
MAGNUS ASGEIRSSON
13
Annað af fremstu ljóðskáldum sömu kynslóðar, Hannes Sigfússon, lætur svo
um mælt: „Magnús Asgeirsson greiddi íslenzkum nútímaskáldum götu út úr
sjálfheldu fortíðarinnar. . . . Hann kenndi okkur ljóðmál nútímans og gerði
íslenzkum skáldum auðveldara að verða hluígeng í fylgd þjóðanna um ný-
stárlega vegi“. Sennilega mundu engin eftirmæli hafa verið Magnúsi betur að
skapi en þessi vitnisburður ungra skáldbræðra hans og lærisveina.
V
Þegar við Magnús réðumst til þess, árið 1942, að hafa með höndum rit-
stjórn Helgafells, sem þá var á uppsiglingu, þótti okkur sjálfgert að sníða efni
þess og frágang að ýtrustu kröfum, enda nutum við til þess meiri rausnar af
útgefandans hálfu en hér hafði áður tíðkazt. Báðir höfðum við áreiðanlega
fullan hug á að gera tímaritið svo úr garði, að íslenzkar bókmenntir og menn-
ing mætti vænta sér þaðan verulegs liðsauka, en hvorki sæmir mér að leggja
dóm á, hversu til hafi tekizt um það, né þarf ég heldur að fjölyrða um þann
meginhlut, sem Magnús átti að viðgangi tímaritsins. Hins vegar er því ekki
að leyna, að ýmsar torfærur urðu brátt á leið okkar. Bar það fyrst til, að
hvorugur okkar var sérstök hamhleypa til daglegra starfa, og sitthvað það,
sem aðrir hefðu sennilega talið til smámuna, kostaði ritstjórnina einatt furðu-
miklar vangaveltur. I annan stað reyndist ótrúlega miklum erfiðleikum bund-
ið að tryggja ritinu aðfengið efni, er stæðist æskilega gagnrýni um jákvætt
innihald og listrænan búning, og hlaut hvort tveggja að segja til sín í rekstri
tímaritsins. Tafðist útkoma þess oft meira en hóflegt mátti þykja og lagðist
loks niður um sinn að fullnuðum fjórða árgangi.
Um þessar mundir hvarf Magnús til Svíþjóðar, og dvaldi hann þar árlangt
til hvíldar og hressingar. Mun heilsa hans þá þegar hafa verið verr farin en
auðvelt var að sjá í fljótu bragði og fékkst ekki um bætt, þó að hann væri
löngum tímum undir læknishendi. Kann þar nokkru að hafa valdið, að hon-
um var öllu geðfelldara að semja líf sitt að speki Omars Khayyams en stóisku
meinlæti, og þegar til þess kom, nokkrum árum seinna, að Helgafell yrði gefið
út að nýju, var hann raunverulega þrotinn að starfsorku og taldi sig af þeim
sökum vanbúinn til hlutdeildar í ritstjórninni. Lauk þannig samvinnu okkar fyrr
en ætlað var, en engu að síður varð hún mér lærdómsrík á marga lund og
geymi ég um hana góðar minningar. Mun sú og verða raunin um flesta, er
einhver veruleg kynni höfðu af Magnúsi, að hann gerist þeim ærið fyrirferðar-
mikill í endurminningunni, og ætla ég að þar muni mynd hans fremur skírast
en smækka með árunum, því að hvorki verða kostir hans né gallar kenndir við
meðalmennsku. Hann var flestum stórbrotnari í lund og háttum, samdi sig lítt
að málamiðlun og skorti um margt þann sveigjanleik og mýkt, sem aflar auð-
gleymdari mönnum vinsælda að fyrra bragði, en aldrei man ég til þess að