Helgafell - 01.12.1955, Side 29
DAVÍÐ STEFÁNSSON
27
né vinnm þess á óvænt. Þjóðin öll hefur fyrir löngu eignað sér Davíð
Stefánsson umfram önnur samtíðars'káld, numið verk hans framar verk-
um flestra annarra höfunda, lífs og liðinna, og iðulega sýnt og sannað,
að hún kann að meta list hans að verðleikum. Það sætir því vissulega
engri furðu, þó að margir, bæði einstaklingar og stofnanir, þættust eiga
nokkurn rétt til Davíðs Stefánssonar og kysu sér hlut að þeim fagnaði,
sem þjóðin bjó skáldi sínu.
Nú er það vitanlega svo, eins og oft hefur venð tekið fram, að skáld-
legar vinsældir eru ekki einhlítur mælikvarði á listrænt gildi og bók-
menntalegt lífvæni. En vangaveltur um svo augljóst atnði mundu í þessu
tilfelli vera gersamlega ilt í hött. Um það verður ekki deilt, að allt frá
þeim degi, er Davíð Stefánsson frá Fagras'kógi birti fyrstu ljóð sín rúm-
lega tvítugur, hefur hann verið allri þjóð sinni mikið og hugþekkt skáld.
Mér er það enn í mjög glaðvakandi minni, 'hvílíkt ævmtýri það var okk-
ur, skáldhneigðum unglingum þeirra daga, að fá í hendur fyrstu kvæða-
bók Davíðs, enda litum við mjög upp til hins unga og glæsilega ljóð-
snillings, sem steig eigi aðeins svo furðulega nýr og fullþroska inn í bók-
menntirnar, heldur átti í yfirbragði sínu og fasi þann svipmikla persónu-
lei’k, er lengi vel mótaði hugmyndir margra okkar um ótlit hins eina
sanna skálds. Það er ef til vill ekki hvað sízt fyrir þessi heillandi æsku-
áhrif, að mér hefur alla tíð síðan þótt vænna um Svartar fjaðrir en aðrar
bækur Davíðs, og er mér samt fyllilega ljóst, að fjöldinn allur af heztu
og athyglisverðustu kvæðum hans er seinna til orðinn. Ég þykist einmg
vita, að mér hefði orðið vandalaust að átta nug á gildi þessara ljóða, þó
að kynni mín af þeim hefðu bonð að í annan tíma, en ekkert af því, er
seinna drífur á dagana, getur að öllu komið í stað þeirrar unaðslegu lífs-
reynslu að 'hafa vaknað ungur og 'fagnandi í töfraheimi nýrrar skáldlistar.
Mér hefur ávallt síðan fundizt ég standa í persónulegri skuld við Davíð
Stefánsson og fyrir því er mér kært að mega nií, þó að seint sé, koma
þakklæti mínu á framfæri við hann, og ætti mér reyndar að vera það því
ljúfara sem íslenzk ljóðskáld, lifandi og óborin, hafa öðrum fremur ástæðu
til að vera skáldsins þakksamlega minnugir. Þar á ég ekki við þau áhrif,
sem ljóðstíll hans hefur haft á mörg yngri skáld, enda verður það efm
ekki rakið hér. En ég hef við annað tilefni drepið á þá staðreynd, að vegna
þess, hversu Davíð Stefánssyni hefur tekizt öðrum skáldum betur að ná
eyrum alþjóðar, hefur fjöldi fólks um allt land og af öllum stéttum tam-
ið sér að nýju lestur góðra ljóða og lært að meta þau. Hann hefur því
ekki aðeins fært út landamerki íslenzkrar ljóðlistar að því er tekur til við-