Helgafell - 01.12.1955, Qupperneq 38

Helgafell - 01.12.1955, Qupperneq 38
36 HELGAFELL ur kvæðanna, hinn bjarti ásláttur, sem gefur þeim fyllingu og vídd, ferskur hreimmikill tónn, sóttur í norrænt árdegi, minnir jafnvel stundum á heiðinn strengleik úr forneskju. Að sjálfsögðu eru ljóð Davíðs ekki öll jafn fullkomin að gerð, enda mætti slíkt furðu sæta, en jafnvel þau kvæð- in, sem skáldið hefur látið sjálfráðust ferða sinna, kalla sjaldnast lesand- ann til mikillar gagnrýni. Það er oftar eins og að vera staddur í lands- lagi, það byrjar að mða og maður tekur ekki eftir því, að það gæti verið öðruvísi. Ég er ekki viðbúinn að leggja rökstuddan dóm á ritverk Davíðs Stefáns- sonar í óbundnu máli, en hann 'hefur sem kunnugt er skrifað fjögur leik- rit, sem öll hafa verið tekin til sýningar, og eina stóra skáldsögu, Sólon Islandus, er út kom í tveim bindum haustið 1940. Um það verður ekki deilt, og er ekki heldur neitt leyndarmál, að vinsældir Davíðs byggjast umfram allt á Ijóðum hans, en ja'fn auðsætt er hitt, að leikritið Gullna hliðið mundi hafa skipað höfundi sínmn öfundsverðan sess í bókmennta- sögunni, þó að engum öðrum verkum frá hans hendi 'hefði verið til að dreifa. Aldrei hefur Davíð Stefánsson notið einlægari gistivináttu í heimi þjóðsagnanna en þegar hann samdi þetta verk og fá eða engin rit önnur eiga sér ljúfari upruna í íslenzkri þjóðarsál. Þegar leikritið kom fyrst fram, varð þess vart, að ýmsir töldu lítið í það spunmð frá höfundanns 'hendi, og mun mestu hafa um það valdið, hversu þjóðsögunni, sem allir þekktu, var trúlega fylgt, en það er eftirtektarvert, að allar slíkar raddir eru löngu þagnaðar og munu nú flestir fúslega viðurkenna þá heillandi fegurð og einföldu speki, sem leikritið hefur að geyma. Er ekki ofmælt, að fá skáld- verk hafi í líkum mæli og Gullna hliðið átt því hlutskipti að fagna að verða sígild eign heillar þjóðar að höfundinum lifandi. Af öðrum ritum Davíðs hefur saga hans um Sólon Islandus hlotið mestar vinsældir. Hún er mikið verk og vel unnið, rammþjóðleg að efni og anda, sknfuð á kjarnyrtu máli og víða krydduð hóflátlegri kýmni (,,Um nóttina svaf hann hjá annarri þernu gisti'hússins. Hún var Þingeyingur“). Með Sölva Helgasym hefur Davíð skapað eina af minnisverðustu persónum íslenzkra skáldsagna, táknræna manngerð, sem gegnir um margt áþekku hlut- verki í vorum bókmenntum og frændi hans Pétur Gautur með Norð- mönnum. .* # * Mörgum getum hefur verið leitt að framtíð skáldskaparins í heimi sjónvarps og atómtækni, og vel má svo fara, að næstu aldir velji sér ein-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.