Helgafell - 01.12.1955, Page 57

Helgafell - 01.12.1955, Page 57
BRÉF TIL RAGNARS 55 höfum meira að segja tekið upp útlenda hernaðarstefnu í staðinn fyrir þá fornu, íslenzku dyggð að halda frið við allar þjóðir. Hvers vegna þá að vera að æðrast út af því, þó að tittlingaskítur eins og stuðlar og höfuðstafir séu látnir sigla sinn sjó á eftir öllu hinu, sem búið er að útbyrða, ef útlent stuðla- og höfuðstafa-leysi þjónar betur skáldskapargáf- unm í i5 En hugsunin er ekki hér með hugsuð til enda. Eg ætla, að útrýming stuðla og höfuðstafa úr íslenzkri ljóðlist sé ekki fyrirvaralaust sambærileg við brott- fall þessara rímreglna með öðrum þjóðum. Þar á eru tveir agnúar. Við höfum búið við stuðlakveðskap miklu lengur en þær, og þess vegna hefur hann vaxið mun dýpra inn í rímskyn okkar. I öðru lagi hvarf hann með þessum þjóðum á þeim tímum, þegar obbinn af fólkinu var ólæs og óskrifandi og fákunnandi á rímað mál, en ljóðlistin mátti heita séreign fárra manna. Hér á landi hefur þar á móti staðið svo á, að Ijóðaskáldskapur hefur legið á tungu allrar þjóðarinnar og hljómað í eyru hennar í margar aldir. Sú langa og almenna iðkun og heyrn stuðlaðs máls hefur óumdeilanlega þroskað svo kall- að brageyra með miklum hluta þjóðarinnar, og það mundi taka miklu lengri tíma að venja þetta fólk af stuðlum og höfuðstöfum en ólæsa Norðmenn og Þjóðverja fyrir mörgum öldum. Jafnvel mörgum hinna, sem segja má um, að ekki hafi þróazt með fullskap- að brageyra, myndi lengi finnast óstuðlaður kveðskapur eitthvað kyndug list, þó að þeir gætu máske ekki sagt, í hverju ankannaháttur hennar væri fólginn. Hreimur hins stuðlaða skáldskapar hljómar innra með þeim, þrátt fyrir það að þeir kunna ekki skýra skil á stuðlum og höfuðstöfum. Þessi hreimur verður augljós, þegar þeir manna sig upp í að setja saman vísu. Þá stuðla þeir meira eða minna. sjálfrátt eða ósjálfrátt. Dæmi um það og langt í frá einsdæmi er þessi vísa. Eitt sinn fór til Eyja, Konráð nefndur maður var, selaslátt að heyja. Mánuður af vetri var. Sá hann kóp og sló til hans að bragði. En hann kippti sér af hans birkistaf. Ei við þetta tafði. Auk þessa grunar mig, að andstæðingum stuðlaskáldskaparins hafi láðzt að færa rök fyrir því, að íslenzk ljóðlist hafi dregizt aftur úr ljóðlist annarra þjóða vegna stuðla og höfuðstafa, ef hún hefur þá nokkuð dregizt aftur úr henni. Mér hefur skilizt, að nú um skeið hafi verið fremur lágsjáva í hinum ljóð- ræna hugblæ þjóðanna og þar af leiðandi einnig í ljóðagerð skáldanna, því að skáld eru þeim veikleika undirorpin að vera endurspeglanir samtíðar sinnar, En er þetta útfiri meira hér en í öðryrn löndum?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.