Helgafell - 01.12.1955, Blaðsíða 63

Helgafell - 01.12.1955, Blaðsíða 63
BRÉF TIL RAGNARS 61 als manns sannfæringarkrafti. Efann um að maður hafi alltaf rétt fyrir sér, — þann efa verður maður að varðveita fram á grafarbakkann. Og ég vil gera þá játningu meira að segja, að fæst af því, sem ég hef sagt hér um atómskáld- skapinn, mun hljóta staðfestingu næstu kynslóða. Það ræð ég af vitrun, sem mér barst aðfaranótt hins 19. þessa mánaðar. Það var óhugnanleg bókmennta- kynning. Eg var farinn yfir um og kominn upp í hinn efra kálk astraplansins eftir ýmsar velkingar í hinum óhrjálegri byggðum. Mér var horfin öll löngun til að halda tengslum við jarðheiminn, og ég hafði engar fréttir haft þaðan í fjölda ára. Þá ber svo við, að ég rekst á íslenzkan menntamann, sem hafði farið yfir landamærin fyrir fáum árum. Við tókum tal saman. Hann fer að segja mér fréttir héðan að neðan. Ég inni hann eftir menningarframvindunni á Islandi. Þá segir hann mér þessa sögu: „Bókmenntafræðingur í Reykjavík var nýbúinn að gefa út lestrarbók með úrvali úr íslenzkum bókmenntum, þegar ég skildi við landið. Og nú er svo komið þar neðra, að hann varð að þýða kvæði hinna eldri skálda í atómljóð til þess að íslenzk æska gæti haft not af bókinni." „0, Jesús minn! Er það þá orðið svona aumt,“ hugsaði ég. „Kanntu nokk- uð úr þessum þýðingum?" spyr ég menntamanninn. A efra svæðum astralplans- ins þúast allir, vegna þess að þar eru menn hættir að hata hver annan. „Eitthvað kann ég,“ svarar menntamaðurinn. ,,Eg get lofað þér að heyra þýðingu á kvæðinu ,,Ei glóir æ á grænum lauki" eftir Sveinbjörn Egilsson." Eg mundi eftir Sveinbirni og kunni ennþá ,,Ei glóir æ á grænum lauki“, því að það ljóð hafði ég oft haft yfir fyrir mér í jarðlífinu og síðar. „Er ekki óskaplegt að heyra það?“ spyr ég menntamanninn. „Það er svona,“ svarar menntamaðurinn: Glitrandi morgunvætan glampar ekki alltaf á grænu grasinu á morgnana. Ekki heyrist heldur söngurinn í mýruspýtunni alltaf í ioftinu. Ekki hlær heldur sólin eða brosir jörðin alltaf á móti manni. Honum Gvuði fannst það praktiskast fyrir heiminn að mixa saman því blíða og erfiða. Allt er gott, sem hann hefur starfrækt fyrir okkur. „Stopp! Ég vil ekki heyra meira af þessu helvíti,“ hrópa ég. „Okei!“ svarar menntamaðurinn. „Og hvað segja menn svo um svona útleggingu þaðra?“ spyr ég. „Unga fólkið segir, að þetta sé mjög lifandi mál,“ svarar menntamaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.