Helgafell - 01.12.1955, Síða 67

Helgafell - 01.12.1955, Síða 67
William Faulkner: Ella Timburriðið fram á hengibrúninni var eins og ieiksmíði eftir barn. Það las sig fram með bugðóttum veginum eins og þráðarvaf, en varð að flöktandi hysju, um leið og það þaut fram hjá bílnum. Það flögraði afturundan og á burt eins og skærum hefði verið brugðið á strengdan borða. Síðan bar þau framhjá leiðarmerkinu: Það var fyrsta leiðarmerk- ið: Millsborg 6 mílur, og Ella hugsaði með sér: „Við erum alveg að verða komin. Nú er það orðið of seint,“ og leit á Pál, sem sat við hlið henni með hendur á stýri, en sneri vanganum að henni og starði á hraðflótta brautina. Hún sagði: „Jæja. Hvað á ég að gera til þess að fá þig til að giftast mér, Páll?“ og hugsaði: „Það var maður að plægja á akrinum, og hann horfði á okkur þegar við komum þarna út úr skóg- inum; Páll var með bílteppið og við fórum aftur upp í bílinn.“ Hún hugleiddi þetta með rósemd, nokki-u tómlæti og skorti á athygli, af því að nú var eitthvað nýtt í vændum, sem gera myndi þetta að engu. „Eitthvað hræðilegt, sem ég er búin að gleyma,“ hugsaði hún og virti fyrir sér þjótandi leiðarmerkin, sem nú urðu æ tíðari og fluttu Millsborg óðfluga nær. „Eitthvað hræðilegt, sem rifjast upp fyrir mér eftir andartak.“ Upphátt sagði hún, stillilega: „Ég á þá ekki annars úrkosta, eins og nú er komið, eða hvað?“ Páll leit ekki á hana að heldur. „Nei,“ sagði hann. „Þú átt ekki annars úrkosta.“ Þá mundi hún um leið, hvað það var, sem hún hafði gleymt. Hún mundi eftir ömmu sinni, sem beið í Millsborg og fór að hugsa um gömlu konuna, svona heyrnardaufa, og köld, óflýjanleg augu hennar; það setti að henni furðu og örvæntingarró í senn: „Hvernig fór ég að gleyma henni? Hvernig í ósköpunum? Hvernig?“ Hún var átján ára. Hún átti heima í Jefferson, tvö hundruð mílur í burtu, hjá föður sínum og ömmu, í allstóru húsi með löngu forskýli, umslegnu vínviðum, ljóslausu. Þar úti í skugganum fór hún hálfa leið svo að segia á hverju kvöldi, með sínum í hvert skiptið, unglingum úr þorp- inu fyrst, en síðan næstum því hverjum, sem að garði bar, hvaða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.