Helgafell - 01.12.1955, Page 69

Helgafell - 01.12.1955, Page 69
ELLA 67 „Ó, ekki það?“ sagði vinkonan. „Þú hefur þá ekki tekið eftir hárinu á honum. Alveg eins og prjónahúfa. Eða varirnar. Þær eru næstum því eins og þjós.“ Ella starði á hana. „Um hvað ertu að tala?“ sagði Ella. „Ekkert,“ sagði hin. Hún renndi augum til dyranna út að gang- inum, tók síðan sígarettu upp úr kjólvasa sínum og kveikti sér í. „Ég veit elckert um það. Mér var bara sagt þetta nýlega. Að frændi hans hefði drepið mann, sem bar upp á hann, að það væri negrablóð í honum.“ „Þú ert að ljúga,“ sagði Ella. Hin blés frá sér. „Þá það. Spurðu ömmu þína um fólkið hans. Atfi hún ekki líka heima í Louisana?“ „En þú,“ sagði Ella. „Þú bauðst honum heim.“ „Ekki faldi ég mig samt með honum í klæðaskápnum til þess að kyssa hann.“ „Nú, jæja,“ sagði Ella. „Kannske fékkstu það ekki?“ „Ekki meðan andlitið á þér var fyrir,“ sagði hin. Þetta sama kvöld sat hún hjá Páli í skuggaskjóli vínviðarins í forskýlinu. Og í þetta skipti var hún sjálf, en ekki maðurinn, áköf og taugaspennt klukkan ellefu.. „Nei! Nei! Ekki! Ekki!“ „Láttu ekki svona. Við hvað ertu hrædd?“ „Já, ég er hrædd. Farðu, gerðu það fyrir mig, farðu.“ ,,En á morgun?“ „Nei, ekki á morgun, aldrei.“ „Jú, á morgun.“ í þetta skipti leit hún ekki inn, þegar hún fór hjá dyrum ömm- unnar. Ekld lá hún heldur skælandi á hurðinni hjá sér. En hún más- aði og talaði upphátt við hurðina, æst af sigurgleði. „Surtur. Surtur. Gaman að vita, hvað hún segði, ef hún vissi það.“ Daginn eftir upp úr hádeginu kom Páll inn í forskýlið. Ella sat í hengistólnum, amrna hennar á stól rétt hjá. Hún stóð á fætur og gekk í veg fyrir Pál, þegar hann kom upp tröppurnar. „Því kemurðu hér?“ sagði hún. „Hvað ætlarðu?“ Hún sneri við og það var eins og hún sæi sjálfa sig ganga á undan honum upp að þessari gömlu, elli- rýru konu, sem sat þarna upprétt, keik og óbifanlega siðlát í huldu- landi fortíðarinnar, með draugunum, sem Ella hefði varla, þótt á reyndi, vitað tölu né skil á, en vissi þó, að myndu allir tala einum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.