Helgafell - 01.12.1955, Page 70

Helgafell - 01.12.1955, Page 70
68 HELGAFELL muimi gegn sér. Hún laut niður og æpti: „Þetta er Páll de Montigny, amma!“ „Hvað segirðu?“ „Páll de Montigny! Frá Lousiana!“ æpti hún og sá um leið gömlu görnJu konuna reigjast aftur á bak um mjaðmirnar með snöggum kipp eins og nöðru, sem ætlar að fara að bíta. Þetta skeði rétt upp úr hádeginu. Og um kvöldið fór Ella í fyrsta sinn út úr forskýlinu. Páll og hún lágu í kjarrbrúsk úti á varpanum og sjálft myrkrið varð villt og aðsækið, Ella tapaði sér, blóð lrennar niðaði af örvæntingu, sigur- fögnuði, og hefndargleði í senn, talaði upphátt innra með henni eins og það hefði rödd í sömu svipan og hún var að láta undan: „Ég vildi liúii væri komin til að sjá! Ég vildi hún væri komin til að sjá,“ en þá var eitthvað sem hrópaði á hana — þó að allt væri kyrrt — og hún náði sér aftur með klaufalegu viðbragði. Amma hennar stóð ujjpi yfir þeim. Þau gátu ekki vitað, hvenær hún hefði komið, hve lengi hún var búin að vera þarna. En hér stóð hún, þegjandi yfir hjákátlegum eftirleiknum, meðan Páll hafði sig seinlega á burt, en Ella stóð kyrr og var að hugsa eins og bjáni: „Ég var staðin að því að syndga og hafði þó ekki tíma til þess að syndga.“ Hún fór upp til sín, lagðist á hurðina og reyndi að stilla andardráttinn, beið eftir því, að amma hennar kæmi upp stigann og færi inn til föður hennar. En fótatak gömlu konunnar hljóðnaði við dyr hennar sjálfrar. Ella fór í rúmið, lagðist í öllum fötunum ofan á sængina, hún var enn másandi og blóð hennar suðaði stöðugt. „Nú, já,“ hugsaði hún, „á morgun. Hún segir honum frá því á morgun.“ Hún tók að engjast, ruggast hlið af hlið. „Ég fékk ekki ráðrúm til að syndga,“ hugsaði hún másandi af furðu og eftirsjá. „Iíún heldur, að ég sé búin að því, og hún ætlar að segja eftir mér, og samt er ég ósnert. Það var heimi að kenna að ég ætlaði það, og samt kom hún í veg fyrir það á síðustu stundu.“ Þegar sólin tók að skína í augu hennar, lá hún þarna ennþá fullklædd. „Svo það á að ske í dag,“ hugsaði hún sljó. „Guð. Hvernig gat ég ætlað að gera það? Hvernig gat ég það? Ég vil engan karlmann, ekki neitt.“ Hún lcom til morgunverðar niður í borðstofuna á undan föður sínum. Hann sagði ekki orð, virtist ekkert hafa heyrt. „Kannski hún hafi þá sagt mömmu það,“ hugsaði Ella. En rétt á eftir kom móðir hennar niður og fór síðan í bæinn eins og faðir hennar, en minntist ekki á neitt. „Hún er þá ekki búin að því,“ hugsaði hún. Hurð ömmu hennar var aftur. Þegar hún lauk upp hurðinni, sat gamla konan uppi í rúminu og var að lesa í blaði. Hún leit upp köldum, rólegum, óbilgjörnum augum, þegar Ella öskraði í hana og út í mannautt húsið:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.