Helgafell - 01.12.1955, Side 72

Helgafell - 01.12.1955, Side 72
70 HELGAFELL bernsku. Harm var aðstoðarféhirðir í bankanum, og það var altalað, að hann myndi einhvern tíma verða bankastjóri. Hann var alvöru- gefinn piltur, hófsamur og flekklaus að siðferði og öllu háttalagi og hafði vanið komur sínar til hennar árið sem leið og farið að öllu með rósemd og háttvísi. Hann borðaði kvöldverð með fjölskyldunni á sunnudögum og þá sjaldan farandleikarar komu í bæinn, keypti hann ævmlega miða handa sér og Ellu og móður hennar. Þó að hann kæmi að hitta hana, settust þau aldrei í hengistólinn úti 1 myrkrinu — og jafnvel ekki eftir að þau trúlofuðust. Ef til vill vissi hann ekkert um, að nokkur hefði setið í þessum stól úti í myrkrinu. Þar sat enginn nú orðið, friður og deyfð einhvers konar seig yfir Ellu/en dagarnir liðu. Stundum grét hún ofurlítið á kvöldin, en fremur sjaldan; stöku sinnum athugaði hún munninn á sér í spegl- inum og grét hljóðlega af kyrrlátri uppgjafarkennd og örvæntingu. „Ég fæ að minnsta kosti að lifa í næði úr þessu,“ hugsaði hún. „Eg fæ þó altént að lifa þessu dauðalífi á enda eins og ég væri liðin.“ En einn dag fyrirvaralaust tók amma hennar sér ferð á hendur til sonar síns í Millsborg, eins og hún væri líka búin að sætta sig við vopnahléð og taka uppgjöfina gilda. Eftir brottför hennar virtist húsið stærra og auðara en fyrr, rétt eins og amma hennar hefði verið eina sálan með lífi í húsinu auk hennar sjálfrar. A hverjum degi sátu saumakonur í húsinu að útbúa brúðarklæðin, en sjálf var Ella eins og einhver vingull í nokkurs konar aldeyðuvök hugsunar og tilfinn- inga á hljóðlátu sveimi úr auðu herbergi í annað, sem horfði við sama útsýninu, og alltof kunnuglegu og friðsælu til að vekja þó ekki væri nema ofurlítinn dapurleik. Löngum stóð hún við svefnherbergisglugga móður sinnar og hugði að seinfara, örfínum klemötutægjunum, sem skriðu og ófu sig út á vírnetið og upp á þakið á forskýlinu með að- farandi sumri. Þannig liðu tveir mánuðir og hún átti að giftast eftir þrjár vikur. Einhvern dag sagði móðir hennar: „Amma þín vill koma á sunnudaginn. Þið Filippus ættuð nú að aka út í Millsborg og vera laugardagsnóttina um kyrrt hjá frænda þínum og koma svo með liana á sunnudag?“ Fimm mínútum síðar horfði Ella á mynd sína í spegl- inum, eins og maður væri að horfa á einhvern, sem er rétt sloppinn úr lífsháska. „Guð,“ hugsaði hún, „hvað ætlaði ég mér? Hvað ætlaði ég mér?“ Eftir stundarkorn var hún búin að ná í Pál í síma. Hún skrapp út til að hringja og fór að þessu með eins mikilli leynd og hún mátti verí að. „Á laugardagsmorgun?“ sagði hann. „Já, ég segi mömmu, að Fil ... hann vilji leggja á stað snemma,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.