Helgafell - 01.12.1955, Síða 73
ELLA
71
í dagrenningu. Það kemur ekki til þau þekki þig eða bílinn. Ég verð
tilbúin og við komumst af stað undir eins.“
„Já.“ Hún heyrði í símavírnum, aðkenningu af fjarlægð; það fór
um hana fögnuður, lausnargleði.
„En þú veizt, hvað það hefði í för með sér, ef ég kem til þín.
Þetta, sem ég sagði þér.“
„Ég er ekki hrædd við að hætta á það.“
Ilún heyrði aftur í vírnum. „Ég giftist þér ekki, Ella.“
„Allt í lagi, elskan. Ég er ekki lengur hrædd við að hætta á það.
í dagrenningu þá. Eg verð komin.“
Hún fór aftur í bankann. Eftir nokkra stund var Filippus laus
og kom til hennar, þar sem hún beið eftir honum, tekin og strengd
í framan undir farðanum og augnaráðið bjart og harðlegt. „Þú verð-
ur að gera dálítið fyrir mig. Það er erfitt að biðja um það, og ég býst
við það verði erfitt að gera það.“
„Auðvitað skal ég gera það fyrir þig. Hvað er það?“
„Amma kemur heim á sunnudaginn. Mamma vill að við keyr-
um úteftir á laugardaginn og sækjum hana.“
„Allt í lagi. Ég get fengið mig lausan á laugardaginn.“
„Já. En ég sagði þér, að það yrði erfitt. Ég vil, að þú farir ekki.“
„Ég fari ekki. ...“ Hann horfði á bjartan, allt að því tærðan
svip hennar. „Þú villt fara ein?“
Hún anzaði ekki, en horfði á hann. Skyndilega gekk hún til hans
og hallaði sér að honum, hreyfingin var ástunduð, kom sjálfkrafa.
Hún giæip í handlegginn á honum og lagði hann utan um sig. „Ó,“
sagði hann. „Nú skil ég. Þú ætlar með einhverjum öðrum.“
„Já, ég get ekki skýrt það núna. En mamma skilur það aldrei.
Hú.n léti mig ekki fara, nema með þér.“
„Ég skil.“ Handleggur hans var magnlaus, hún hélt honum utan
um sig. „Þú vilt fara með einhverjum öðrum manni.“
Hún hló, ekki hátt, ekki lengi. „Enga vitleysu. Já. Það verður
annar maður með. Fólk, sem þú þekkir ekki og ég geri heldur ekki
ráð fyrir að sjá aftur, áður en við giftum okkur. En mamma myndi
aldrei skilja þetta. Þess vegna má ég til að biðja þig um þetta. Viltu
gera það?“
„Já. Það er allt í lagi. Ef við getum ekki treyst hvort öðru, er
tilgangslaust að vera að giftast.“
„Já, við verðum að treysta hvort öðru.“ Hún sleppti handlegg
hans. Hún horfði á hann með kaldri fyrirlitningu, spurul, íhugul,
áfjáð. „Og þú lætur mömmu halda ... “
„Þú mátt treysta mér.“