Helgafell - 01.12.1955, Page 75

Helgafell - 01.12.1955, Page 75
ELLA 73 til hliðar við snyrtiborðið, þar sem allt óð í hégómlegum smámunum ungrar stúlku . .. flöskur, púðurkvastar, ljósmyndir, og danskort upp með öllum spegli. Ella nam staðar. Þær horfðust á góða stund, þangað til gamla konan sagði: „Ekki nægði þér að blekkja foreldra þína, heldur þurft- irðu að koma með negra til gistingar í húsi sonar míns.“ „Amma!“ sagði Ella. „Og láta mig sitja til borðs með negranum.“ „Amma!“ hrópaði Ella, og röddin varð að mjóu hvísli, andlit hennar var tært og afskræmt. Hún lagði við hlustir. Fótatak og mannamá! úr stiganum, rödd Páls og frænku hennar. „Þei,“ hrópaði Ella. „Þei.“ Ella hljóp að stólnum og lagði fingurna á þunnar, blóðlausar varir gömlu konunnar og þannig horfðust þær á yfir handlegginn, önnur áleitin, hin óbilgjörn, báðar æstar, fótatakið og raddirnar bárust framhjá og þögnuðu. Ella tók hendina burtu, svipti niður úr spegilumgjörðinni einu af þessum ballkortum með silkisnúrunum og ómerkilega, smágerða blýantinum áfestum. Hún skrifaði aftan á kortið: Iiann er ekki negri, hann var í Virginíu skólanum og Harvard og alls staðar. Amma hennar las á kortið. Hún leit upp. „Ég get skilið Harvard, en ekki Virginíuskólann. Líttu á hárið á honum og neglurnar, ef þú þarft vitnanna við. Ég þarf þess ekki. Ég þekki ættarnafnið, sem fólkið hans hefur gengið undir í fjóra liði.“ Hún skilaði kortinu. „Þessi maður má ekki sofa hér í húsi.“ Ella tók annað kort og rissaði í flýti: „Hann skal. Hann er minn gestur. Ég bauð honum hingað. Þú ert amma mín. Þú getur ekki viljað, að ég fari þannig með nokkurn gest, og þó að það væri h undur.“ Amma hennar las. Hún sat með kortið í hendinni. „Hann skal ekki aka mér til Jefferson. Ég stíg ekki fæti í þann bíl, og þú ekki heldur. Við förum heim með lestinni. Enginn af mínu fólki skal aka með honum framar.“ Ella greip nýtt kort og hamaðist að krassa: „Eg skal. Þú getur ekki hindrað mig. Reyndu það bara.“ Anima hennar las það. Hún leit á Ellu. Þær horfðust á. „Þá neyðist ég til að segja föður þínum eftir þér.“ Ella var byrjuð að skrifa, áður en orðinu lauk. Hún rak kortið í gömlu konuna, áður en blýanturinn nam í punkti, en reyndi svo að kippa því til sín jafnharðan. En amma hennar hafði þegar náð taki á því, og nú horfðust þær á, kortið hélt þeim saman líkt og einhvers konar fáránlegur naflastrengur. „Slepptu,“ hrópaði Ella. „Slepptu.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.