Helgafell - 01.12.1955, Blaðsíða 75
ELLA
73
til hliðar við snyrtiborðið, þar sem allt óð í hégómlegum smámunum
ungrar stúlku . .. flöskur, púðurkvastar, ljósmyndir, og danskort
upp með öllum spegli.
Ella nam staðar. Þær horfðust á góða stund, þangað til gamla
konan sagði: „Ekki nægði þér að blekkja foreldra þína, heldur þurft-
irðu að koma með negra til gistingar í húsi sonar míns.“
„Amma!“ sagði Ella.
„Og láta mig sitja til borðs með negranum.“
„Amma!“ hrópaði Ella, og röddin varð að mjóu hvísli, andlit
hennar var tært og afskræmt. Hún lagði við hlustir. Fótatak og
mannamá! úr stiganum, rödd Páls og frænku hennar. „Þei,“ hrópaði
Ella. „Þei.“
Ella hljóp að stólnum og lagði fingurna á þunnar, blóðlausar
varir gömlu konunnar og þannig horfðust þær á yfir handlegginn,
önnur áleitin, hin óbilgjörn, báðar æstar, fótatakið og raddirnar
bárust framhjá og þögnuðu. Ella tók hendina burtu, svipti niður úr
spegilumgjörðinni einu af þessum ballkortum með silkisnúrunum og
ómerkilega, smágerða blýantinum áfestum. Hún skrifaði aftan á
kortið: Iiann er ekki negri, hann var í Virginíu skólanum og Harvard
og alls staðar.
Amma hennar las á kortið. Hún leit upp. „Ég get skilið Harvard,
en ekki Virginíuskólann. Líttu á hárið á honum og neglurnar, ef þú
þarft vitnanna við. Ég þarf þess ekki. Ég þekki ættarnafnið, sem
fólkið hans hefur gengið undir í fjóra liði.“ Hún skilaði kortinu. „Þessi
maður má ekki sofa hér í húsi.“
Ella tók annað kort og rissaði í flýti: „Hann skal. Hann er minn
gestur. Ég bauð honum hingað. Þú ert amma mín. Þú getur ekki
viljað, að ég fari þannig með nokkurn gest, og þó að það væri h undur.“
Amma hennar las. Hún sat með kortið í hendinni. „Hann skal
ekki aka mér til Jefferson. Ég stíg ekki fæti í þann bíl, og þú ekki
heldur. Við förum heim með lestinni. Enginn af mínu fólki skal aka
með honum framar.“
Ella greip nýtt kort og hamaðist að krassa: „Eg skal. Þú getur
ekki hindrað mig. Reyndu það bara.“
Anima hennar las það. Hún leit á Ellu. Þær horfðust á. „Þá
neyðist ég til að segja föður þínum eftir þér.“
Ella var byrjuð að skrifa, áður en orðinu lauk. Hún rak kortið
í gömlu konuna, áður en blýanturinn nam í punkti, en reyndi svo
að kippa því til sín jafnharðan. En amma hennar hafði þegar náð taki
á því, og nú horfðust þær á, kortið hélt þeim saman líkt og einhvers
konar fáránlegur naflastrengur. „Slepptu,“ hrópaði Ella. „Slepptu.“