Helgafell - 01.12.1955, Qupperneq 81
Kristján Albertsson:
Ættarnöfn á íslandi
1.
Mér er sagt að menntamálastjórnin
hafi skipað nefnd til að gera tillögur
um nýja löggjöf um mannanöfn á Is-
landi. Fæ ég ekki stiMt mig um nokkr-
ar hugleiðingar í því sambandi, enda
þótt mjög færist nú úr tízku að menn-
ingarmál séu rædd í blöðum*) lands-
ins, eða nokkuð annað en stjómmál og
beinharðir hagsmunir þjóðfélags og
stétta. (Það skyldi þá helzt vera
bridge, tafl og fótbolti).
Enginn getur efað að fyrsta verk
hinnar nýju nefndar muni verða að
leggja til, að numið sé úr gildi núver-
andi bann gegn upptöku nýrra ætt-
arnafna. Mun hvergi j heimi siðuð
þjóð, né ósiðuð, sem búi við slíka lög-
gjöf.
2.
Snemma hafa norrænir menn, sem
allar aðrar þjóðir, til þess fundið,
þegar fjölgaði í byggðum, og meiri
skipti tókust milii héraða, að ekki
nægði eitt heiti til að greina einstak-
ling frá öðrum mönnum. Menn tóku,
fyrst einn og einn, en svo stöðugt
*) Grein þessi var ætluð blaði, en að atliug-
uðu máli taldist reppilegra að hún birtist í Helga-
felli.
fleiri, að bæta við öðru nafni, sem
greindi hvers sonur eða dóttir hann
eða hún væri. En enginn, sem til
mannanna þekkir, getur efazt um, að
þessi nýbreytni hafi í fyrstu þótt til-
gerð og hégómi. Maður, sem kvaðst
heita Grímur Helgason, en ekki aðeins
Grímur, hefur verið talinn uppskafn-
ingur, sem væri að apa eftir tildur-
tízku úr öðruni byggðarlögum eða
þjóðlöndum. En á nokkrum manns-
öldrum hefur komizt ró á hugina, og
hin nýja nafnvenja orðið rótgróin
norræn hefð.
Þegar frá leið urðu menn dálítið
leiðir á tiíbreytingarleysi þessa nafn-
siðar — þessum eilífu sonum og
dætrum, upp aftur og aftur. Þá komu
kenningarnöfnin — nú gátu menn
heitið nöfnum slíkum sem Unnur
djúpúðga, Einar þambarskelfir, Þor-
geir skorargein-, Þórður kakali, Þor-
gils skarði. En þegar slík nöfn komu
til sögunnar fyrst, náðu menn, fornir
í skapi, ekki upp í nefið á sér fyrir
reiði, og spurðu, sem vonlegt var,
hvert stefndi um norræna menningu,
ef slíkur spjátrungsháttui* skyldi þol-
ast í byggðum eldfomrar göfgi í máli,
háttum og hefðum.
En kenningamöfnin færðust í vöxt,
án þess norræn menning liði undir lok.