Helgafell - 01.12.1955, Qupperneq 84

Helgafell - 01.12.1955, Qupperneq 84
82 HELGAFELL 5. Arásirnar á ættarnöfn á árunum lí)lö—25 enduðu með því, að lögin um bann gegn ættarnöfnum mörðust fram á Alþingi. Bannið er þó ekki algert, því haldið er vemdarhendi yfir hin- um gömlu dönskuskotnu ættarnöfn- um, en hinum ným og þjóðlegri nöfn- um ætlað að falla aítur í gleymsku. Nöfn, eldri en frá 1913, máttu hald- azt um aldur og ævi, en yngri nöfn skyldu deyja út með þeim mönnum, sem þau báru, og þeirra börnum. Þessi lög hafa auðvitað' síðan ver- ið brotin og vettugi virt af hverjum manni í landinu, eins og jafnan mun verða um heimskuleg bannlög. Þriðji ættliður eða fjórði frá mönnurn, sem tekið höfðu sér ættarnöfn eftir 1913, hefur haldið nafninu, og er nefndur því af hverjum manni í landinu, og líka af yfirvöldunum (á kjörskrám, skattareikningum, vegabréfum o. s. frv.). Engum maimi hefur nokkru sinni dottið í hug að hafa nokkra hlið- sjón af þessum lögum, nema að því leyti að ný ættamöfn hafa ekki feng- izt staðfest af Stjórnarráðinu. En menn hafa þá orðið að vera án þess. Ungt skáld í Dölum hleypir heim- draganum, fer út í veröld að afla sér fjár og frægðar — Aðalsteinn Krist- mundsson. En þegar hann kemur í heimsmenninguna í Reykjavík, vili hann ekki lengur burðast með svo langt nafn og heldur heita Steinn Steinarr. Hann er ekki sóttur að lög- um fyrir tiltækið, hvorki sektaður né settur inn, en fær skáldalaun ár eftir ár, bundin við sitt nýja nafn. Tveim árum eftir að bannlögin gegn ættarnöfnum vom sett skrifaði Einar H. Kvaran: „Þessi fjandskapur við þá fögi-u og réttmætu tilhneiging, að ættarvitundin komi á sýnilegan hátt fram í nöfnum mannanna — til- hneiging, sem hefur komið fram og unnið sigur lijá öllum siðuðum þjóð- um — hann hefur reist sér eftirtekt- arverðan minnisvarða. Sá bautasteinn er svo fráleit, svo ósanngjöm, svo lineykslanleg og svo vitlaus lög, að óhugsandi er, að frjálsir og heilvita menn uni þeim.“ (Vörður, 29. janúar 1927). Er lýðfrelsi á íslandi komið á það stig, að menn megi ráða einhverju um þáð sjálfir, hvað þeir heita — og t. d. hvort þeir gefa ætt sinni nafn? 6. Ættarnafnamálið er sem kunnugt er komið á dagskrá að nýju vegna þess, að Alþingi gerði að skilyrði fyrir veitingu ríkisborgararéttar til út- lendra manna, að þeir leggðu niður fyrri heiti, og tækju í þeirra stað nöfn í samræini við venjur og lög landsins. Hér var stefnt í rétta átt, en þó óhóf- lega geyst farið í sakir. Við hljótum að reisa skorður gegn þeirri hættu, að urmull af erlendum ættamöfnum festist á Islandi. með aðstreymi erlendra manna. Annars gæti hæglega farið svo, að annarhver maður í landinu héti t. d. þýzku eða dönsku nafni eftir nokkrar aldir. En hins vegar hefur það sína annmarka að skíra menn upp, með valdi, á full- orðins aldri. Nöfn manna em hluti af sjálfum þeim, eða sjálfstilíinning þeirra, líkt og fáni er þjóð. Aðfarir löggjafarvaldsins í þessu efni mæltust ekki vel fyrir á íslandi. Virðist öllu vera borgið, þó að hverj- um nýjum ríkisborgara væri leyft að halda nafni sínu, en hins vegar tryggt, að afkomendur hans bæru íslenzkt nafn, enda skilst mér að sú skoðun hafi nú orðið ofan á.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.