Helgafell - 01.12.1955, Síða 88

Helgafell - 01.12.1955, Síða 88
Símon Jóh. Ágústsson: List og eftirlíking Viðfangsefni fagurfræði er öll fegurðarreynsla manna í hvaða mynd, sem hún birtist. Þessi skýrgreining er víð og er það gert viljandi. Hún tekur jafnt til náttúrufegurðar sem listfegurðar, en margir fagurfræðingar takmarka íhug- un sína við listfegurð. Reynslu manna ber saman um að greina að tvo heima fegurðar: listfegurð og náttúrufegurð. Vér tölum ekki einungis um fagurt ljóð, fagurt Iag eða fagurt málverk, heldur tölum vér og um fagurt sólarlag, fag- urt landslag, falleg dýr og jurtir. Það er því staðreynd, að bæði tilbúnir hlutir, það er hlutir, sem maðurinn hefur skapað með hug og hendi, og náttúran sjálf, þ. e. ýmsir hlutir, sem skapazt hafa án tilverknaðar mannanna, eru þess megn- ugir að vekja fegurðarkennd vora. Náttúrufegurð hrærir ekki síður hjörtu vor en listfegurð. Þessu neita þeir raunar ekki, sem binda fagurfræðina eingöngu við list. En þeir halda því fram, að listfegurð sé upprunalegri, fegurð hafi þá fyrst orðið til, er menn fóru að skapa fagra hluti. En hér fer sem oftar, að skýringar á uppruna einhverra eðlisþátta mannssálarinnar eru harla óvissar. Ber því að líta á þær sem tilgátur einar, því að vant er að sjá, hvernig þær verða sannprófaðar. Um þetta veit enginn með vissu. Það er engu síður senni- legt eða a. m. k. mögulegt, að fjarlægir forfeður vorir hafi hrifizt af fegurð ýmissa náttúrlegra hluta, áður en þeir gátu tjáð hug sinn í sköpun listaverka. Vér erum komin þarna að gömlu spurningunni: um eggið og hænuna, hvort sé upprunalegra, hvort hafi orðið til fyrst. Alveg eins og eggið og hænan eru jafngömul í náttúrufræðilegum skilningi, er sennilegt að hvorttveggja fegurðin sé jafnupprunaleg. Frá því maðurinn skynjaði fegurð í náttúrlegum hlutum, hefur verið vakandi löngun með honum til að tjá fegurð, skapa fagra hluti. Vér verðum því að láta liggja milli hluta, hvor sé upprunalegri, náttúrufegurð- in eða listfegurðin, og eins hitt, hvort vér sjáum náttúruna með gleraugum listarinnar eða listina með gleraugum náttúrunnar. Gagnkvæm áhrif virðast eiga sér hér stað. Varla er til sú tegund hluta, sem vér getum ekki séð í fegurð, eða rang- hverfu hennar, ljótleikann: Mannleg. ásýnd með formum sínum og svipbrigð- um, landslag í hinum ólíkustu myndum, alstirndur himinn með dansandi norð-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.