Helgafell - 01.12.1955, Side 89

Helgafell - 01.12.1955, Side 89
LIST OG EFTIRLÍKING 87 urljósum, hafið síkvikt og endalaust. Heimur listarinnar er einnig óendanlegur að fjölbreytni. Hann geymir betur en nokkuð annað auðlegð mannlegrar reynslu. Um listrna má segja með sönnu: ,,Allt í hennar heyrist róm“. Nútíma fagurfræðingar, frá Hegel til Croce, hafa yfirleitt lítið sinnt nátt- úrufegurð. En á þessu eru auðvitað undantekningar, og má þar helzt til nefna enska fagurfræðinginn Ruskin. Mikill misskilningur hefur af því hlotizt, að menn hafa löngum haldið, að listin væri fólgin í eftirlíkingu náttúrunnar, að listin væri list einungis að svo miklu leyti sem hún virtist vera náttúran sjálf, en missti marks að sama skapi og hún fjarlægðist hana. Nú er fagurfræðingum yfirleitt orðið ljóst, að list er ekki fólgin í eftirlíkingu og að hún getur aldrei orðið nákvæm eftirlíking nátt- úrunnar. En ýmsir þeirra telja, að mat manna á náttúrufegurð á hverjum tíma sé mótað af listasmekk þeirra. Meðal þeirra, sem haldið hafa einna ákveðn- ast fram þessari skoðun, má nefna franska fagurfræðinginn Ch. Lalo. Það sjónarmið, að hlutverk listarinnar sé að líkja eftir náttúrunni, hefur Þorsteinn Erlingsson orðað fagurlega, er hann segir í Jörundi: Og eyjar og strendur og himinsins hvel, þar höfnin í faðminum bar. Slíkt mála menn einatt og ágæta vel, en Ægir er snjallastur þar. Eg veit ekki, þegar öllu er á botninn hvolft, hvort réttara er að segja, að listasmekkurinn ráði mati voru á náttúrufegurð, eða hvort mat vort á náttúru- fegurð eigi sinn þátt í því að móta listasmekk vorn, enda skiptir það ekki meginmáli. Oss skal ekki kynja, þótt ýmsir telji eða hafi talið margt fagurt í náttúrunni, sem er í raun alls ekki fagurt, heldur nytsamt, sbr. orð íslenzka bóndans: „Hér er fallegt, þegar vel veiðist“. Slíks misskilnings gætir engu síður, þegar dæmt er um list. Ekki skulum vér heldur furða oss á, þótt feg- urðarmat á náttúrunni hafi verið með ólíku móti á ýmsum tímum. Fyrri alda mönnum fundust fjöll yfirleitt ægileg og feiknleg, en nútímamenn þreytast ekki á að lofa dásemd, unað og fegurð þessara sömu fjalla, sem skutu áður flest- um skelk í bringu. Öræfin tjá oss nú fegurð, sem forfeður vorir kunnu lítt að meta. I umbrotum rómantíkurinnar lýkst upp nýr heimur fegurðar, menn fara þá að skynja fegurð í ýmsu, sem áður þótti ljótt og ógnarlegt. I mörgum tilvikum er listin og náttúran svo tvinnaðar saman, að torvelt eða ómögulegt er að greina þær að, enda gerum vér það alls ekki, er vér fellum fegurðardóm. Vér þurfum ekki heldur á þeirri aðgreiningu að halda. Til þess að þykja einhver blómskrýdd brekka fögur, þurfum vér engan veginn að vita, hvort þetta er villt náttúra eða hvort einhver garðyrkjumaður hefur verið þarna að verki. Og hver treystist til að greina að hið eðlislæga og hið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.