Helgafell - 01.12.1955, Page 90

Helgafell - 01.12.1955, Page 90
88 HELGAFELL áunna, náttúruna og listina, í yndisþokka kvenna og barna? Eg minni hér á orð Goethes í Faust: Denn das Naturell der Frauen ist so nah mit Kunst verwandt. (Faust II, I, 3) Ég get ekki fundið eðlismun á þessari tvenns konar reynslu. En af því leiðir samt enganveginn, að t. d. málverk af fagurri konu hljóti að vera fagurt, né hitt, að málverk af ljótri konu hljóti að vera ljótt, jafnvel þótt þau séu all-lík fyrirmyndunum. ,,Eine Naturschönheit ist ein schönes Ding; die Kunstschön- heit ist eine schöne Vorstelhung von einem Dinge“, segir Kant.1) I öðru tilvikinu þykir oss hluturinn fagur eða ljótur, en í hinu dæmum vér ekki um fyrirmyndina, hlutinn sjálfan, fegurð hans, heldur um ímynd hans (Vorstel- lung), hina listrænu tjáningu, fegurð hennar. I listaverkum er náttúran um- mynduð, endursköpuð, og það er þessi sköpun, sem vér fellum fegurðardóm um, og oss finnst fögur eða ljót. Sú fegurð, sem vér sjáum í einhverjum nátt- úrlegum hlutum, svo sem mannsandliti, er ekki hin sama fegurð og málverk af þessu sama andliti tjáir oss, hversu mikla eða litla líkingu, sem vér sjáum með því og fyrirmyndinni. Andlitið er einn hlutur; málverk af andlitinu ann- ar. En í hvoru um sig getum vér séð fegurð eða ljótleika. Þegar vér höfum gert oss þetta mikilvæga atriði ljóst, mun oss ekki koma á óvart, þótt listamenn velji sér ekki alltaf það efni, sem fagurt er í nátt- úrunni. ,,Góði fallegi drengurinn“, sem allt gengur að óskum í lífinu, er ekki ávallt skáldsagna- eða leikritahöfundum yrkisefni, heldur glataði sonurinn, sem er tærður af metorðagirnd, brenndur ástríðum, blendinn og breyskur. Þegar litið er á sögu listarinnar, gilda engar reglur um efnisvalið. Stundum er efni- viður listaverka hið fagra í náttúrunni, stundum hið sviplausa og hversdags- lega, sem vér getum naumast kallað fagurt né ljótt. Góður málari mun vart þeytast um allar jarðir til að leita uppi þá staði, sem frægastir eru af nátt- úrufegurð. Hann gerir sér þess fulla grein, að þei'r, sem yndi hafa af málverk- um, dást ekki að þeim vegna þess, að málverkið lætur oss gruna nátiúrufegurð staðarins, heldur að hinu, hvernig það er málað. Franski málarinn Matisse komst hnyttilega að orði við konu nokkra, sem var að skoða málverk eftir hann. Hún kvað enga konu líkjast konu þeirri, er hann hefði málað, hún væri ónáttúrleg. Matisse svaraði ems og við átti: Frú mín góð, þetta er ekki kona, þetta er málverk. Listaverkið er ekki staðgengill, eftirlíking eða spegilmynd náttúrunnar, heldur persónuleg tjáning hennar. Náttúran tjáir sig sjálf án milliliðs, ef svo má segja, vér skynjum fegurð í henni. En listaverkið tjáir aftur á móti túlkun 1) Kritik der Urteilskraft § 48.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.