Helgafell - 01.12.1955, Side 94
92
HELGAFELL
ræn tjáning. Ef hlutverk listarinnar væri einungis það að líkja eftir náttúr-
unni, bætíi listin engu við hana, og er vant að sjá, hvaða erindi hún ætti í
heiminn.
Vert er að gefa því gaum, að tala má um tvo hætti eftirlíkingar eftir því,
hvort h'kt er eftir náttúrunni eða listaverkum, en í báðum tilvikunum
er um tækni að ræða, en ekki frumlega listsköpun. Málarinn, sem reynir að
gera nákvæma eftirmynd af málverki, þarf vissulega á mikilli tæknikunnáttu
að halda, en verk hans sem slíkt er samt ekki listaverk. Um þetta eru flestir
sammála, en talsverður hluti almennings telur þó listaverk sams konar tilraun-
ir til að líkja nákvæmlega eftir náttúrunni. Einmitt þess vegna mun ég aðal-
lega hafa í huga náttúrueftirlíking í list.
Mjög ótvíræð staðreynd ætti að sannfæra menn um, að öll list er ekki
sprottin upp úr viðleitni til eftirlíkingar: Tvær listgreinar, tónlist og byggingar-
list eru svo fjarskyldar náttúrufyrirbærum, að fáum hefur komið til hugar að
halda því fram, að markmið þeirra sé líking náttúrufyrirmynda. Hvaða fyrir-
myndir eru í náttúrunni að grísku hofi, dómkirkju í gotneskum stíl eða ara-
bisku musteri? Fyrirmyndir þeirra finnast ekki í náttúrunni, þótt þar megi að
vísu sjá ýmis þau form og aðallínur, sem setja einkum svip á byggingar. Hin
bröttu, uppdregnu fjöll á Vestfjörðum gætu minnt á bratt þak, burstabæ.
Himinhvelfingin sjálf gæti minnt á hvolfþak, sem tíðkast mjög í byggingarlist
Múhameðstrúarmanna. Drangar, sem náttúran hefur tildrað upp hér og þar,
gætu minnt á gotneska turnspíru. En þótt hægt sé með góðum vilja að sjá
óverulega líkingu með byggingarlist og náttúrunni, er fjarstætt að tala hér
um stælingu. Sama gildir um tónlist. Þau náttúruhljóð, sem hún gæti líkt eftir,
eru svo fábreytt og óregluleg, að um beina eftirlíkingu þeirra er ekki að ræða,
a. m. k. ekki nema að mjög litlu leyti.
Víkjum nú nokkrum orðum að þeim listgreinum, þar sem eftirlíking kem-
ur meir til álita, en það eru málaralist og höggmyndalist. Þar er eftirlíkingin
aldrei alger, bæði af því, að listamanninn skortir til þess tæki og ráð, og
eins vegna hins, að fullkomin eftirlíking væri einungis tækni, en ekki list. Slík
list myndi sýna oss náttúruna eins og hún er, en ekki hitt, hvernig listamað-
urinn skynjar hana og skilur. Enginn málari getur sýnt oss öll þau litbrigði
og form, sem fjallshlíð eða gljúfragil hafa í náttúrunni, en góður málari sýnir
oss annað. Efniviður sá, er náttúran lætur honum í té, verður honum tilefni
til að tjá anda sinn í málverki.
Orðlist hefur hér nokkra sérstöðu. Auðsætt er, að hún er allsendis van-
máttug til þess að stæla náttúruna í sama skilningi og myndlist. Sönn og
nákvæm frásögn um atburði getur aldrei komið í stað atburðanna sjálfra. Öll
orðlist er sefjandi. Hið ósagða skilst af samhenginu, lesandinn fyllir ósjálfrátt
í eyðurnar, svo að honum getur virzt, að hann hafi veruleikann fyrir sér, þótt
listaverkið sé aðeins örlítið brot af honum. Jafnvel skáldrit hinna eindregn-