Helgafell - 01.12.1955, Qupperneq 94

Helgafell - 01.12.1955, Qupperneq 94
92 HELGAFELL ræn tjáning. Ef hlutverk listarinnar væri einungis það að líkja eftir náttúr- unni, bætíi listin engu við hana, og er vant að sjá, hvaða erindi hún ætti í heiminn. Vert er að gefa því gaum, að tala má um tvo hætti eftirlíkingar eftir því, hvort h'kt er eftir náttúrunni eða listaverkum, en í báðum tilvikunum er um tækni að ræða, en ekki frumlega listsköpun. Málarinn, sem reynir að gera nákvæma eftirmynd af málverki, þarf vissulega á mikilli tæknikunnáttu að halda, en verk hans sem slíkt er samt ekki listaverk. Um þetta eru flestir sammála, en talsverður hluti almennings telur þó listaverk sams konar tilraun- ir til að líkja nákvæmlega eftir náttúrunni. Einmitt þess vegna mun ég aðal- lega hafa í huga náttúrueftirlíking í list. Mjög ótvíræð staðreynd ætti að sannfæra menn um, að öll list er ekki sprottin upp úr viðleitni til eftirlíkingar: Tvær listgreinar, tónlist og byggingar- list eru svo fjarskyldar náttúrufyrirbærum, að fáum hefur komið til hugar að halda því fram, að markmið þeirra sé líking náttúrufyrirmynda. Hvaða fyrir- myndir eru í náttúrunni að grísku hofi, dómkirkju í gotneskum stíl eða ara- bisku musteri? Fyrirmyndir þeirra finnast ekki í náttúrunni, þótt þar megi að vísu sjá ýmis þau form og aðallínur, sem setja einkum svip á byggingar. Hin bröttu, uppdregnu fjöll á Vestfjörðum gætu minnt á bratt þak, burstabæ. Himinhvelfingin sjálf gæti minnt á hvolfþak, sem tíðkast mjög í byggingarlist Múhameðstrúarmanna. Drangar, sem náttúran hefur tildrað upp hér og þar, gætu minnt á gotneska turnspíru. En þótt hægt sé með góðum vilja að sjá óverulega líkingu með byggingarlist og náttúrunni, er fjarstætt að tala hér um stælingu. Sama gildir um tónlist. Þau náttúruhljóð, sem hún gæti líkt eftir, eru svo fábreytt og óregluleg, að um beina eftirlíkingu þeirra er ekki að ræða, a. m. k. ekki nema að mjög litlu leyti. Víkjum nú nokkrum orðum að þeim listgreinum, þar sem eftirlíking kem- ur meir til álita, en það eru málaralist og höggmyndalist. Þar er eftirlíkingin aldrei alger, bæði af því, að listamanninn skortir til þess tæki og ráð, og eins vegna hins, að fullkomin eftirlíking væri einungis tækni, en ekki list. Slík list myndi sýna oss náttúruna eins og hún er, en ekki hitt, hvernig listamað- urinn skynjar hana og skilur. Enginn málari getur sýnt oss öll þau litbrigði og form, sem fjallshlíð eða gljúfragil hafa í náttúrunni, en góður málari sýnir oss annað. Efniviður sá, er náttúran lætur honum í té, verður honum tilefni til að tjá anda sinn í málverki. Orðlist hefur hér nokkra sérstöðu. Auðsætt er, að hún er allsendis van- máttug til þess að stæla náttúruna í sama skilningi og myndlist. Sönn og nákvæm frásögn um atburði getur aldrei komið í stað atburðanna sjálfra. Öll orðlist er sefjandi. Hið ósagða skilst af samhenginu, lesandinn fyllir ósjálfrátt í eyðurnar, svo að honum getur virzt, að hann hafi veruleikann fyrir sér, þótt listaverkið sé aðeins örlítið brot af honum. Jafnvel skáldrit hinna eindregn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.