Helgafell - 01.12.1955, Síða 102

Helgafell - 01.12.1955, Síða 102
100 HELGAFELL Hitinn hefur aldrei farið niður úr 16 stigum Celsíus og aldrei upp fyrir 28 stig. Um kvöldið þarf Mr. Wright að vega kókóbaunir og ég fer með honum. Hann borgar verkamönnunum sem svarar 2 kr. á hvert kíló fyrir að safna ávöxtunum saman, ná baununum úi' þeim og láta þær í poka. Þess vegna þarf að vega baunirnar svo að hver fái sitt. Leðurblökur og asnar. Við höfðum ekki lengi verið inni eftir þetta, þegar Ása kallar á mig í ósköpum og biður mig að koma strax. Ég heyri að hún er úti í myrkrinu og skil ekkert í, hvað hafi komið fyrir, en auðheyrt er, að henni er mikið niðri fyrir. Það hlýtur að vera um slys að ræða, því að hún lxeldur áfram að kalla á mig lát- laust og biður mig að koma strax. Ég rýk út og þar stendur Ása með kerti. „Hvað liefur komið fyrir?“, spyr ég. „Sérðu hvernig blóðið lagar úr asnanum?“ segir Ása. Ég sé að sár er á miðjum hálsi asnans og að blóðlækur rennur niður eftir skinn- inu. „Það er leðurblakan, sem hefur verið á ferðinni rétt einu sinni og sogið blóðið úr asnanum mínum, íitla aumingjanum, uppáhaldinu mínu,“ segir Ása. „En hún skal fá fyrir ferðina, það kvikindi,“ segir hún. Síðan fer hún inn, sækir síróp og stryknin, smyr sírópi í sárið og allt í kringum það og setur síðan stryknin út í sírópið. „Þessi kvik- indi koma nefnilega oft aftur sömu nóttina til að bíta, og þá lepja þau upp sírópið með eitrinu í, svo að þau drepast.“ Þessar blóðsjúgandi leðurblökur geta verið hættulegar bæði mönnum og skepnum. Ekki aðeins með því að sjúga úr þeim blóðið, svo að fjörið getur fjarað út, heldur einnig vegna þess að hundaæðis- virus berst iðulega með munnvatni blóðsuganna inn í vefi þess, sem fyrir bitinu verður, en það eru aðallega dýr, og þess vegna eru allar skepnur á Trinidad bólusettar gegn hundaæði. Ása á tvo asna og heldur því fram, að þeir séu með allra greind- ustu dýrum. Sama hef ég heyrt aðra segja. Og þeir, sem hafa með múlasna að gera, en þeir eru afkvæmi hests og asna, segja þá greini- lega vitrari en hesta. Asninn hefur ranglega fengið orð íyrir að vera heimskur. Ef við gætum skilið mál hans myndi hann sennilega nota orðið maður sem skammaryrði, þegar hann er að brigzla öðrum asna um heimsku. Við sitjum öll góða stund eftir þetta úti á svölum og röbbum saman. Asa þarf um margt að spyrja að lieiman og henni er svo mikið nýnæmi að tala íslenzku, að hún á dálítið erfitt með að stöðva sig. En málið talar hún eins hreint og rétt eins og hún hefði komið að heiman í gær. Heimsóknir til lækna. Morguninn eftir, sem er laugardagur, fer
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.