Helgafell - 01.12.1955, Page 105

Helgafell - 01.12.1955, Page 105
HEIMSÓKN í TRINIDAD 103 og mangotré, en fyrst og síðast allar mögulegar tegundir af pálmum. Það er ekkert um að villast, að maður er kominn í hitabeltið. Klukk- an er farin að ganga sjö áður en við förum frá dr. Brandy, og áður en við vitum af er myrkrið skollið á. Við kveðjum og ökum heim í svarta myrkri. Þegar við förum í gegnum Arima-þorpið er þar fullt af æskulýð á götunum, mestmegnis ungum strákum, sem hafa verið svartir í dag, en halda víst að þeir séu minna svartir í myrkrinu og hugsa og tala sjálfsagt eins og jafnaldrar þeirra gera að kvöldlagi á götunum í öðrum bæjum. Kvöldið er hlýtt, svo að allir eru léttklæddir og berhausaðir. Við ökum í gegnum þvöguna og heim á Spring Hill Estate, þar sem glittir á rafmagnsljósin í gegnum skóginn. Ég sezt méð hjónunum út á svalir og við tölum saman fram á nótt, því að Asa er logandi hrædd um að hún gleymi að spyrja einhvers að heim- an, sem henni er mikil forvitni á að vita. Það geta liðið mörg ár þangað til næsti íslendingur kemur og segir henni tíðindi. Daginn eftir er sunnudagur og þá fer Ása út að aka með mig til að sýna mér landið. Við ökum í gegnum volduga frumskóga, sem rísa 30—40 metra hátt, sitt hvorum megin við veginn. Við ökum upp á fjallið fyrir ofan búgarð þeirra, þar sem útsýni er mikið og fallegt, alla leið út á sjó. í skóginum eru ótal tegundir trjáa, en mikið ber á pálmum og alls konar lauftrjám, sem senda loftrætur tugi metra niður á við, þar sem arum- og philodendron-tegundir vefja sig upp og niður eftir trjánum, svo að skógurinn verður mjög ógreið- fær á köflum. Ekki verðum við vör við nein dýr í skóginum, en mér er sagt að þar sé mikið af fuglum og dýrum, sams konar og þeim sem heima eiga í Suður-Ameríku. Beltisdýr eru þarna, villisvín og villi- kettir, sem lifa eins og verstu rándýr. Þegar við komum heim á búgarðinn úr þessari för taka páfugl- arnir á móti okkur með sínum skrautlegu grænu og bláu fjöðrum. Hundurinn, sem elti okkur, tekur til að elta páfuglana, eins og hann ætli að bíta þá, og þegar þeir sjá, að saman dregur með þeim, grípa þeir til flugsins og fljúga undap hundinum. Þetta gátu þeir, hugsaði ég, því að ég hafði aldrei séð páfugla fljúga fyrr. Þeir eru mikil ferlíki, þegar þeir eru komnir á loft, því að vængjahafið er mikið. Þessir fuglar eru þá ekki orðnir svo miklir heimalningar, að þeir hafi gleymt því að þeir geti flogið. Við sitjum og spjöllum saman þangað til að ég þarf að leggja af stað um sjö-leytið, því að flugvélin á að fara frá Port of Spain til Rio kl. níu um kvöldið. Hjónin harma mikið, að ég skuli ekki geta verið lengur og ég verð að lofa því, ef ég skyldi koma aftur, að standa þá við a. m. k. í tíu daga. Ég lofa því með glöðu geði, því að þarna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.