Helgafell - 01.12.1955, Page 119

Helgafell - 01.12.1955, Page 119
HROLLVEKJANDl HUGVEKJUR 117 möguleika tækninnar. í hástemmdri fyrirlitningu snúa þessir brautryðj- endur baki við áður þekktri músík, þar með talinni „tólftóna-hljómlist- inni“, sem annars er talin, yfirleitt, nýjasta uppfinningin í hljómlistinni — að því ógleymdu, að sú hin sama tólftónahljómlist er ekki eldri en frá því um fyrri heimsstyrjöld! ★ í ágústmánuði s.l. var haldin fvrsta heimsráðstefnan um þessi nýju vandamál, og hún átti sér stað í Sviss undir forustu hins þekkta stjórnanda Hermanns Scherchen, en þátt tók fjöldi „rafsveiflu-tónskálda“, einkum frá Þýzkalandi, Frakklandi og Eng- landi. Hún var haldin á vegum aJ- þjóða-ldjómlistarráðs UNESCO — svo að opinberari og öflugri að'ili gat varla að henni staðið. í framhaldi þessara fræðilegu um- ræðna komu síðan hljómleikamir í París, með verkum, sem einmitt höfðu verið samin til þess konar túlkunar. Það er undarleg reynsla að nálgast hljómleika undir slíkum kringum- stæðum — maður er gripinn annar- legri, hrollkaldri og miskunnarlausri tilfinningu, sem fyrirfram kemur manni í samskonar ástand og þegar maður horfir á súrrealiskar myndir: ástand ótta og viðurstyggðar. Við umhverfið sjálft er eitthvað sem þrúgar mann, og maður leitast við að vopnast gegn því, sem verða skal, til þess að geta komizt hjá þeim örvíln- un, sem ósjálfrátt grípur mann meira eða minna áður en hljómleikamir hefjast. Maður í rauðbrúnum jakka — reyndar forsvarsmaður hreyfingar- innar og brautryðjandi, Frakkinn Pierre Schaeffer — gengur fram á pallinn og segir frá þessari nýju stefnu, gerir grein fyrir verkunum áð- ur en þau eru flutt og dregur sig síð- an í hlé í sæti sitt í hliðarstúku. Lík- brennslu- og grafhýsisstemmning, ásamt dauðakyrrð, tekur við', unz lágværir bresrtir og brak í rafmagns- tækjunum heyrast, undanfari sjálfra hljómleikanna. Eins og áður var sagt, liafa einkum þýzk, frönsk og ensk tónskáld lagt fyrir sig tilraunir þess- ar, senr þó má þegar segja, að komn- ar séu langt fram yfir hið eiginlega tilraunastig Hér er um að ræða tæki, sem menn hafa náð fullkomnu valdi yfir; hljóðmöguleika, sem með' ná- kvæmum útreikningi og öryggi hafa verið hagnýttir, — og það er eins gott að segja það strax, að hér á ekki að vera hætta á feilnótum eða tækni- legum veilum í byggingu hinna sér- kennilegustu tónverka. 011 voru þessi tónverk líka svo föst í byggingu, að mestu undrun sætti, og hæfðu í það mark, sem þeim var ætlað. Tilgangslaust væri að segja mjög náið frá hverju einstöku verki hér, heldur skulu þau öll sett undir einn og sama mælikvarðann, tilhneigingu þeirra (tendens), hinn sálræna bak- grunn, það sem kalla mætti heildar- hugtak þeirra, og til þess nægir að benda einkum á „La voile d’Orphée“, það verkið, er síðast var flutt — dramatisk tjáning Orfeussögunnar, sett í tóna af hinum franska braut- ryðjanda þessarar stefnu, Pierre Henri. Músíkin hefst með geysilega lágum harmþrungnum tónum, er minna. á kvenraddir, en þó svo nákvæmt fjar- rænum, að einungis með slíkri raf- magnstækni er hægt að ná annarri eins tjáningu. Hljómar þessir eru end- urteknir svipaðir bergmáli í mjög há- um áttundum, og í afbökunum, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.