Morgunblaðið - 01.06.2013, Page 24

Morgunblaðið - 01.06.2013, Page 24
ÚR BÆJARLÍFINU Borgarfjörður Birna Guðrún Konráðsdóttir Um tíma héldu Borgfirðingar að vorið væri komið. Gróðrarskúrir dundu á og allur gróður tók kipp. Meira að segja mátti finna ilm í lofti af ösp og birki. En vorið virt- ist ekki vera ákveðið. Næsta dag var allt með öðrum brag. Þræs- ingur og kuldi. Á sumum stöðum varla stætt. Þótt fólk á þessu landshorni geti vart kvartað í sam- anburði við Norðlendinga þá er ekki hægt að neita því að vorið hef- ur verið kalt það sem af er. Tún grænka þó en úthaginn er enn grár. Menn og málleysingar binda nú vonir við að vorið hafi ákveðið að mæta og sumarblíðan sé á næstu grösum.    Borgfirðingar búa svo vel að eiga margar náttúruperlur sem marga fýsir að sjá. Grábrók er einn þessara staða. Þar eru m.a. stígar til að komast upp á gíginn. En fari menn utan meginslóðans blasir annað við. Þar hefur fólk séð ástæðu til að ganga örna sinna og skreyta afurðirnar með pappír þeim er flestir brúka við slík tæki- færi. Er heldur hvimleitt að ganga með botnlokuafurðir annarra á skóm sínum er niður kemur. Heimamenn segja að við svo búið megi ekki standa. Íslendingar verði að hætta þessari minnimáttarkennd og hefja gjaldtöku fyrir heimsóknir á ferðamannastaði. Lítil uppbygg- ing á aðstöðu verður við nátt- úruperlur landsins ef ekki má rukka fyrir skoðun þeirra. Koma þarf upp salernisaðstöðu, merk- ingum og viðvörunarskiltum. Til að slíkt sé gerlegt þarf að rukka gest- inn. Landanum finnst sjálfsagt að greiða skoðunargjöld erlendis, hér þarf að gera slíkt hið sama.    IsNord-tónlistarhátíðin í Borgarfirði verður nú haldin í ní- unda sinn. Hátíðin hefur farið fram víða á svæðinu og tónlistarflutn- ingur oft á óvenjulegum stöðum. Má þar nefna Surtshelli, í Grábrók- argíg og niður við sjó á bænum Álftanesi. Þetta árið verða tónleika- staðirnir hefðbundnari, ef svo má segja. Einir tónleikar verða í Hjálmakletti í Borgarnesi, aðrir í Reykholtskirkju. Síðan verða úti- tónleikar í Englendingavík við Edduveröld í Borgarnesi en botn- inn verður sleginn með heimsókn hjá listamönnum er bjóða til stofu- tónleika á heimilum sínum. List- rænn stjórnandi hátíðarinnar frá upphafi hefur verið Jónína Erna Arnardóttir píanóleikari og henni til fulltingis, Margrét Guðjóns- dóttir.    Grunnskólabörn í Varma- landsskóla kláruðu skólann í gær. Mikið var um dýrðir, ekki síst hjá yngstu nemendunum þar sem boðið var upp á óhefðbundinn skóladag. Sem dæmi mátti fara í gönguferðir um skóginn, leika sér í sundlaug- inni, vinna handavinnu og fleira. Nú flögrar ungviðið út í vorið, sem vonandi er á næsta leiti, og kemur svo reynslunni ríkari til baka í haust. Morgunblaðið/BGK Náttúruperlur Rukka þarf fyrir skoðun á fjölförnum ferðamannastöðum eins og Grábrók í Borgarfirði. Ungviðið í Borgarfirði flögrar út í tvístígandi vorið 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013 Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) mótmæla ákvörðun borgaryfirvalda um fyrirhugaðan flutning innan- landsflugvallar úr Vatnsmýrinni. Í tilkynningu frá samtökunum lýsa þau furðu sinni á ákvörðun meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur að setja í drög að aðalskipulagi borgarinnar ákvörðun um að leggja af norður/suð- ur-brautina árið 2016 en flugrekend- ur, flugmálastjóri og aðrir þeir sem best þekkja til líti svo á að þar með sé flugvöllurinn ónothæfur. Á sama tíma stendur til að byggja flugstöð sem mun trúlega opna um svipað leyti og flugvöllurinn hrekst í burtu. Vísa í stjórnarsáttmálann Samtökin vísa til stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar þar sem lögð er áhersla á að flugvöllurinn verði í ná- lægð stjórnsýslunnar. Samtökin skora á borgaryfirvöld að endurskoða afstöðu sína með tilliti til afleiðinga þess ef starfsemin verður flutt til Keflavíkur. Bent er á að í skoðanakönnun sem gerð var af Capacent Gallup meðal fé- lagsmanna Samtaka ferðaþjónust- unnar í september síðastliðnum komi fram að 71% þeirra félagsmanna sem tóku afstöðu vilji hafa höfuðstöðvar innanlandsflugsins í Reykjavík frek- ar en í Keflavík, segir í tilkynning- unni. Samtökin segja ljóst að þörfin á öfl- ugu innanlandsflugi sé mikil, enda þjóðhagslega hagkvæmur ferðamáti. Þess vegna er mikilvægt að sú um- gjörð sem innanlandsfluginu er sköp- uð, s.s. staðsetning, ógni ekki þessu hlutverki. Mótmæla flutn- ingi flugvallar  Gagnrýna meirihluta borgarstjórnar Deilur SAF gagnrýna meirihluta í borgarstjórn vegna áforma um flutning.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.