Morgunblaðið - 01.06.2013, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 01.06.2013, Qupperneq 24
ÚR BÆJARLÍFINU Borgarfjörður Birna Guðrún Konráðsdóttir Um tíma héldu Borgfirðingar að vorið væri komið. Gróðrarskúrir dundu á og allur gróður tók kipp. Meira að segja mátti finna ilm í lofti af ösp og birki. En vorið virt- ist ekki vera ákveðið. Næsta dag var allt með öðrum brag. Þræs- ingur og kuldi. Á sumum stöðum varla stætt. Þótt fólk á þessu landshorni geti vart kvartað í sam- anburði við Norðlendinga þá er ekki hægt að neita því að vorið hef- ur verið kalt það sem af er. Tún grænka þó en úthaginn er enn grár. Menn og málleysingar binda nú vonir við að vorið hafi ákveðið að mæta og sumarblíðan sé á næstu grösum.    Borgfirðingar búa svo vel að eiga margar náttúruperlur sem marga fýsir að sjá. Grábrók er einn þessara staða. Þar eru m.a. stígar til að komast upp á gíginn. En fari menn utan meginslóðans blasir annað við. Þar hefur fólk séð ástæðu til að ganga örna sinna og skreyta afurðirnar með pappír þeim er flestir brúka við slík tæki- færi. Er heldur hvimleitt að ganga með botnlokuafurðir annarra á skóm sínum er niður kemur. Heimamenn segja að við svo búið megi ekki standa. Íslendingar verði að hætta þessari minnimáttarkennd og hefja gjaldtöku fyrir heimsóknir á ferðamannastaði. Lítil uppbygg- ing á aðstöðu verður við nátt- úruperlur landsins ef ekki má rukka fyrir skoðun þeirra. Koma þarf upp salernisaðstöðu, merk- ingum og viðvörunarskiltum. Til að slíkt sé gerlegt þarf að rukka gest- inn. Landanum finnst sjálfsagt að greiða skoðunargjöld erlendis, hér þarf að gera slíkt hið sama.    IsNord-tónlistarhátíðin í Borgarfirði verður nú haldin í ní- unda sinn. Hátíðin hefur farið fram víða á svæðinu og tónlistarflutn- ingur oft á óvenjulegum stöðum. Má þar nefna Surtshelli, í Grábrók- argíg og niður við sjó á bænum Álftanesi. Þetta árið verða tónleika- staðirnir hefðbundnari, ef svo má segja. Einir tónleikar verða í Hjálmakletti í Borgarnesi, aðrir í Reykholtskirkju. Síðan verða úti- tónleikar í Englendingavík við Edduveröld í Borgarnesi en botn- inn verður sleginn með heimsókn hjá listamönnum er bjóða til stofu- tónleika á heimilum sínum. List- rænn stjórnandi hátíðarinnar frá upphafi hefur verið Jónína Erna Arnardóttir píanóleikari og henni til fulltingis, Margrét Guðjóns- dóttir.    Grunnskólabörn í Varma- landsskóla kláruðu skólann í gær. Mikið var um dýrðir, ekki síst hjá yngstu nemendunum þar sem boðið var upp á óhefðbundinn skóladag. Sem dæmi mátti fara í gönguferðir um skóginn, leika sér í sundlaug- inni, vinna handavinnu og fleira. Nú flögrar ungviðið út í vorið, sem vonandi er á næsta leiti, og kemur svo reynslunni ríkari til baka í haust. Morgunblaðið/BGK Náttúruperlur Rukka þarf fyrir skoðun á fjölförnum ferðamannastöðum eins og Grábrók í Borgarfirði. Ungviðið í Borgarfirði flögrar út í tvístígandi vorið 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013 Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) mótmæla ákvörðun borgaryfirvalda um fyrirhugaðan flutning innan- landsflugvallar úr Vatnsmýrinni. Í tilkynningu frá samtökunum lýsa þau furðu sinni á ákvörðun meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur að setja í drög að aðalskipulagi borgarinnar ákvörðun um að leggja af norður/suð- ur-brautina árið 2016 en flugrekend- ur, flugmálastjóri og aðrir þeir sem best þekkja til líti svo á að þar með sé flugvöllurinn ónothæfur. Á sama tíma stendur til að byggja flugstöð sem mun trúlega opna um svipað leyti og flugvöllurinn hrekst í burtu. Vísa í stjórnarsáttmálann Samtökin vísa til stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar þar sem lögð er áhersla á að flugvöllurinn verði í ná- lægð stjórnsýslunnar. Samtökin skora á borgaryfirvöld að endurskoða afstöðu sína með tilliti til afleiðinga þess ef starfsemin verður flutt til Keflavíkur. Bent er á að í skoðanakönnun sem gerð var af Capacent Gallup meðal fé- lagsmanna Samtaka ferðaþjónust- unnar í september síðastliðnum komi fram að 71% þeirra félagsmanna sem tóku afstöðu vilji hafa höfuðstöðvar innanlandsflugsins í Reykjavík frek- ar en í Keflavík, segir í tilkynning- unni. Samtökin segja ljóst að þörfin á öfl- ugu innanlandsflugi sé mikil, enda þjóðhagslega hagkvæmur ferðamáti. Þess vegna er mikilvægt að sú um- gjörð sem innanlandsfluginu er sköp- uð, s.s. staðsetning, ógni ekki þessu hlutverki. Mótmæla flutn- ingi flugvallar  Gagnrýna meirihluta borgarstjórnar Deilur SAF gagnrýna meirihluta í borgarstjórn vegna áforma um flutning.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.