Morgunblaðið - 01.06.2013, Síða 32

Morgunblaðið - 01.06.2013, Síða 32
32 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013 STUTTAR FRÉTTIR ● Gunnar Baldvinsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, greindi frá því á aðalfundi samtakanna í fyrradag, að raunávöxtun lífeyrissjóða á árinu 2012 hefði verið 7,3% að meðaltali og að heildareignir lífeyrissjóða í mars 2013 hefðu numið 143% af vergri landsframleiðslu, eða sem nemur 2.440 milljörðum króna. Í máli Gunnars kom jafnframt fram að af heildar- eignum lífeyrissjóða hefði hlutfall er- lendra eigna í mars 2013 verið um 23%, eða sem nemur liðlega 560 milljörðum króna. Gunnar sagði að í almannatrygg- ingakerfinu væru tekjutengingar sem væru óásættanlegar og græfu undan stoðum lífeyrissjóðakerfisins. „Veikleiki íslenska lífeyrisskerfisins er almannatryggingakerfið sem greiðir tekjutengdar lífeyrisgreiðslur sem falla niður þegar aðrar tekjur fara yfir ákveð- in mörk,“ sagði Gunnar. Erlendar eignir lífeyr- issjóðanna 560 ma. ● Vöruskiptin við útlönd voru hagstæð um 30,5 milljarða króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra voru vöruskiptin hagstæð um 27,7 millj- arða króna. Í aprílmánuði voru fluttar út vörur fyrir 51,5 milljarða króna og inn fyrir tæpa 46,7 milljarða króna fob (50,5 milljarða króna cif). Vöruskiptin í apríl, reiknuð á fob-verðmæti, voru því hag- stæð um 4,9 milljarða króna. Í apríl 2012 voru vöruskiptin hagstæð um 9,2 milljarða króna. Vöruútflutningur á fyrsta ársfjórðungi jókst um 2,1% frá fyrra ári á gengi hvors árs og innflutn- ingur um 6,3%. Stærstu viðskiptalönd voru Holland í vöruútflutningi og Nor- egur í vöruinnflutningi og var EES þýð- ingarmesta markaðssvæðið. Vöruskipti við útlönd hagstæð um 30,5 ma. 17% frá fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 19,9% en 6,2% janúar til mars í fyrra. Eigið fé TM var í lok fjórðungsins 10,7 milljarðar og eiginfjárhlutfall í lok fyrsta ársfjórðungsins 33%. Haft er eftir Sigurði Viðarssyni, forstjóra TM, í tilkynningu, að samkeppni á tryggingamarkaði sé mjög hörð og afkomubatinn sé ekki tilkominn vegna hækkunar ið- gjalda heldur vegna lægri tjóna- kostnaðar. Hann sé ánægður með uppgörið en segir afkomuna geta sveiflast mikið. Afkoman af vá- tryggingastarfsemi á fyrsta árs- fjórðungnum hafi verið betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Það hefur verið yfirlýst mark- mið okkar um árabil að bæta af- komu vátryggingastarfsemi TM þannig að hún standist samanburð við sambærileg norræn vátrygg- ingarfélög. Rekstrarniðurstöður fyrsta ársfjórðungs, og raunar síð- ustu missera einnig, staðfesta að við erum komin vel á veg með þetta markmið okkar,“ segir hann. Hagnaður Tryggingamiðstöðvar- innar (TM) nam 522 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi, en á sama tímabili í fyrra var hagnaður félagsins 191 milljón króna. Í árshlutauppgjöri TM kemur fram að hagnaður fyrir skatta nam 603 milljónum króna en í fyrra var hagnaður fyrir skatta 242 milljónir króna. Framlegð af vátrygginga- starfsemi var 223 milljónir króna, fjárfestingartekjur námu 509 millj- ónum króna, eigin iðgjöld hækkuðu um 6% og eigin tjón lækkuðu um Morgunblaðið/Eggert TM Tryggingamiðstöðin stórjók hagnað sinn á fyrsta fjórðungi. Góður hagnaður hjá TM  TM jók hagnað sinn á fyrsta ársfjórðungi um 331 milljón króna  Skýrist af lægri tjónakostnaði hjá félaginu Hörður Ægisson hordur@mbl.is Eign spænskra banka á ríkisskulda- bréfum spænska ríkisins jókst um meira en 10% á fyrstu þremur mán- uðum ársins. Þessi mikla aukning er talin ein helsta ástæða þess að lán- tökukostnaður spænska ríksisins hefur lækkað á undanförnum mán- uðum þrátt fyrir að samtímis hafi ríkt mikil óvissa á evrusvæðinu vegna pólitískrar pattstöðu á Ítalíu og bankakreppu á Kýpur. Ávöxtun- arkrafan á tíu ára ríkisbréf lækkaði úr 5% í 4% frá febrúar til maí. Frá því er greint í Financial Times að ríkisskuldabréfaeign spænskra banka hafi numið 225 milljörðum evra í lok mars á þessu ári. Samtals eiga spænskir bankar um 40% af öll- um útistandandi skuldum ríkisins. Sókn spænskra banka í ríkis- skuldabréf landsins hefur verið nán- ast samfelld frá því að Evrópski seðlabankinn tók þá ákvörðun í árs- byrjun 2012 að lána fjármálastofn- unum á evrusvæðinu meira en þús- und milljarða evra til þriggja ára á 1% vöxtum. Spænskir bankar sóttu sér fjármagn fyrir meira en 230 milljarða evra og var stór hluti þess- ara lána nýttur til að kaupa spænsk ríkisskuldabréf. Sumir greinendur hafa talið að bankarnir hafi verið undir þrýstingi frá þarlendum ráða- mönnum um að nýta lánin til að fjár- magna viðvarandi halla ríkisins. Financial Times hefur hins vegar eftir Justin Knight, greinanda hjá svissneska bankanum UBS, að kaup bankanna á spænskum ríkisskulda- bréfum á undanförnum mánuðum séu líkast til ekki vegna þrýstings ráðamanna í Madrid. Færa megi rök fyrir því að slík kaup séu ábatasöm vaxtamunarviðskipti. Margir hagfræðingar vara þó við þessari þróun og benda á að það verði að óbreyttu enn erfiðara að koma auga á hvar bankinn byrjar og ríkið endar þegar horft er til efna- hagskreppunnar á Spáni. Ekki sé víst að jafn umfangsmikil fjárfesting í spænskum ríkisskuldabréfum sé eins áhættulaus og stundum sé gengið út frá. Gríðarleg óvissa ríkir um raun- verulega stöðu spænska bankakerf- isins. Fjármálastofnanir hafa verið mjög tregar í taumi að ráðast í af- skriftir á lánum heimila og fyrir- tækja sem standa frammi fyrir veru- legum greiðsluerfiðleikum. Er það mat flestra greinenda að spænskir bankar muni að endingu þurfa að niðurskrifa lán að andivirði um 200 milljarða evra. Hátt í helmingur þessara lána er hins vegar enn færð- ur til bókar hjá spænskum lánastofn- unum eins og þau séu í fullum skil- um. Þannig hefur bönkum tekist að fresta því að bókfæra varúðarniður- færslu vegna óhjákvæmilegra út- lánatapa í framtíðinni. Spænskir bankar annast fjármögnun spænska ríkisins  Eign þeirra í ríkisskuldabréfum Spánar jókst um 10% á fyrsta fjórðungi Mótmæli Spænska bankakerfið stendur mjög höllum fæti. Fjármagna ríkið » Spænskir bankar juku eign sína í skuldabréfum spænska ríkisins um 10% á fyrstu þrem- ur mánuðum ársins. » Samtals eiga þeir um 40% af öllum útistandandi skuldum spænska ríkisins. » Aukin sókn spænskra banka í ríkisskuldabréf hefur orðið til að lækka verulega lántöku- kostnað ríkissjóðs Spánar. » Greinendur telja að banka- kerfið þurfi að lokum að af- skrifa um 200 milljarða evra af útlánum sínum. Icelandic Water Holding, sem flyt- ur út íslenskt vatn undir merkj- um Icelandic Glacial, hefur samið við taí- lenska dreifing- arfyrirtækið Brewberry um að dreifa vatninu í Taílandi. Þetta kemur fram í frétta- tilkynningu frá Icelandic Glacial. Jón Ólafsson stofnaði fyrirtækið árið 2005 ásamt Kristjáni syni sín- um. Jón er stjórnarformaður fyr- irtækisins. Bandaríska fyrirtækið Anheuser- Busch dreifir vatninu í Bandaríkj- unum og keypti 20% hlut í átöpp- unarverksmiðjunni árið 2007. Selja til Taílands Jón Ólafsson  Jón Ólafsson flyt- ur út íslenskt vatn                                         !"# $% " &'( )* '$* +,,-./ +01-+, ++0-,2 ,+-33 ,4-03/ +0-5+ +,0-,3 +-,+11 +03-. +52-4. +,,-/1 +01-5/ ++0-1. ,+-32, ,4-020 +0-51. +,0-52 +-,,4, +03-25 +52-.0 ,+1-351, +,3-45 +0/-4, ++0-22 ,+-.5. ,4-252 +0-1+0 +,0-25 +-,,30 +0.-5 +52-2, Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á viðarparket Verðdæmi: Eik 3ja stafa kr. 4.590 m2 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Nýtt 2-lock endalæsing

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.