Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013 STUTTAR FRÉTTIR ● Gunnar Baldvinsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, greindi frá því á aðalfundi samtakanna í fyrradag, að raunávöxtun lífeyrissjóða á árinu 2012 hefði verið 7,3% að meðaltali og að heildareignir lífeyrissjóða í mars 2013 hefðu numið 143% af vergri landsframleiðslu, eða sem nemur 2.440 milljörðum króna. Í máli Gunnars kom jafnframt fram að af heildar- eignum lífeyrissjóða hefði hlutfall er- lendra eigna í mars 2013 verið um 23%, eða sem nemur liðlega 560 milljörðum króna. Gunnar sagði að í almannatrygg- ingakerfinu væru tekjutengingar sem væru óásættanlegar og græfu undan stoðum lífeyrissjóðakerfisins. „Veikleiki íslenska lífeyrisskerfisins er almannatryggingakerfið sem greiðir tekjutengdar lífeyrisgreiðslur sem falla niður þegar aðrar tekjur fara yfir ákveð- in mörk,“ sagði Gunnar. Erlendar eignir lífeyr- issjóðanna 560 ma. ● Vöruskiptin við útlönd voru hagstæð um 30,5 milljarða króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra voru vöruskiptin hagstæð um 27,7 millj- arða króna. Í aprílmánuði voru fluttar út vörur fyrir 51,5 milljarða króna og inn fyrir tæpa 46,7 milljarða króna fob (50,5 milljarða króna cif). Vöruskiptin í apríl, reiknuð á fob-verðmæti, voru því hag- stæð um 4,9 milljarða króna. Í apríl 2012 voru vöruskiptin hagstæð um 9,2 milljarða króna. Vöruútflutningur á fyrsta ársfjórðungi jókst um 2,1% frá fyrra ári á gengi hvors árs og innflutn- ingur um 6,3%. Stærstu viðskiptalönd voru Holland í vöruútflutningi og Nor- egur í vöruinnflutningi og var EES þýð- ingarmesta markaðssvæðið. Vöruskipti við útlönd hagstæð um 30,5 ma. 17% frá fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 19,9% en 6,2% janúar til mars í fyrra. Eigið fé TM var í lok fjórðungsins 10,7 milljarðar og eiginfjárhlutfall í lok fyrsta ársfjórðungsins 33%. Haft er eftir Sigurði Viðarssyni, forstjóra TM, í tilkynningu, að samkeppni á tryggingamarkaði sé mjög hörð og afkomubatinn sé ekki tilkominn vegna hækkunar ið- gjalda heldur vegna lægri tjóna- kostnaðar. Hann sé ánægður með uppgörið en segir afkomuna geta sveiflast mikið. Afkoman af vá- tryggingastarfsemi á fyrsta árs- fjórðungnum hafi verið betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Það hefur verið yfirlýst mark- mið okkar um árabil að bæta af- komu vátryggingastarfsemi TM þannig að hún standist samanburð við sambærileg norræn vátrygg- ingarfélög. Rekstrarniðurstöður fyrsta ársfjórðungs, og raunar síð- ustu missera einnig, staðfesta að við erum komin vel á veg með þetta markmið okkar,“ segir hann. Hagnaður Tryggingamiðstöðvar- innar (TM) nam 522 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi, en á sama tímabili í fyrra var hagnaður félagsins 191 milljón króna. Í árshlutauppgjöri TM kemur fram að hagnaður fyrir skatta nam 603 milljónum króna en í fyrra var hagnaður fyrir skatta 242 milljónir króna. Framlegð af vátrygginga- starfsemi var 223 milljónir króna, fjárfestingartekjur námu 509 millj- ónum króna, eigin iðgjöld hækkuðu um 6% og eigin tjón lækkuðu um Morgunblaðið/Eggert TM Tryggingamiðstöðin stórjók hagnað sinn á fyrsta fjórðungi. Góður hagnaður hjá TM  TM jók hagnað sinn á fyrsta ársfjórðungi um 331 milljón króna  Skýrist af lægri tjónakostnaði hjá félaginu Hörður Ægisson hordur@mbl.is Eign spænskra banka á ríkisskulda- bréfum spænska ríkisins jókst um meira en 10% á fyrstu þremur mán- uðum ársins. Þessi mikla aukning er talin ein helsta ástæða þess að lán- tökukostnaður spænska ríksisins hefur lækkað á undanförnum mán- uðum þrátt fyrir að samtímis hafi ríkt mikil óvissa á evrusvæðinu vegna pólitískrar pattstöðu á Ítalíu og bankakreppu á Kýpur. Ávöxtun- arkrafan á tíu ára ríkisbréf lækkaði úr 5% í 4% frá febrúar til maí. Frá því er greint í Financial Times að ríkisskuldabréfaeign spænskra banka hafi numið 225 milljörðum evra í lok mars á þessu ári. Samtals eiga spænskir bankar um 40% af öll- um útistandandi skuldum ríkisins. Sókn spænskra banka í ríkis- skuldabréf landsins hefur verið nán- ast samfelld frá því að Evrópski seðlabankinn tók þá ákvörðun í árs- byrjun 2012 að lána fjármálastofn- unum á evrusvæðinu meira en þús- und milljarða evra til þriggja ára á 1% vöxtum. Spænskir bankar sóttu sér fjármagn fyrir meira en 230 milljarða evra og var stór hluti þess- ara lána nýttur til að kaupa spænsk ríkisskuldabréf. Sumir greinendur hafa talið að bankarnir hafi verið undir þrýstingi frá þarlendum ráða- mönnum um að nýta lánin til að fjár- magna viðvarandi halla ríkisins. Financial Times hefur hins vegar eftir Justin Knight, greinanda hjá svissneska bankanum UBS, að kaup bankanna á spænskum ríkisskulda- bréfum á undanförnum mánuðum séu líkast til ekki vegna þrýstings ráðamanna í Madrid. Færa megi rök fyrir því að slík kaup séu ábatasöm vaxtamunarviðskipti. Margir hagfræðingar vara þó við þessari þróun og benda á að það verði að óbreyttu enn erfiðara að koma auga á hvar bankinn byrjar og ríkið endar þegar horft er til efna- hagskreppunnar á Spáni. Ekki sé víst að jafn umfangsmikil fjárfesting í spænskum ríkisskuldabréfum sé eins áhættulaus og stundum sé gengið út frá. Gríðarleg óvissa ríkir um raun- verulega stöðu spænska bankakerf- isins. Fjármálastofnanir hafa verið mjög tregar í taumi að ráðast í af- skriftir á lánum heimila og fyrir- tækja sem standa frammi fyrir veru- legum greiðsluerfiðleikum. Er það mat flestra greinenda að spænskir bankar muni að endingu þurfa að niðurskrifa lán að andivirði um 200 milljarða evra. Hátt í helmingur þessara lána er hins vegar enn færð- ur til bókar hjá spænskum lánastofn- unum eins og þau séu í fullum skil- um. Þannig hefur bönkum tekist að fresta því að bókfæra varúðarniður- færslu vegna óhjákvæmilegra út- lánatapa í framtíðinni. Spænskir bankar annast fjármögnun spænska ríkisins  Eign þeirra í ríkisskuldabréfum Spánar jókst um 10% á fyrsta fjórðungi Mótmæli Spænska bankakerfið stendur mjög höllum fæti. Fjármagna ríkið » Spænskir bankar juku eign sína í skuldabréfum spænska ríkisins um 10% á fyrstu þrem- ur mánuðum ársins. » Samtals eiga þeir um 40% af öllum útistandandi skuldum spænska ríkisins. » Aukin sókn spænskra banka í ríkisskuldabréf hefur orðið til að lækka verulega lántöku- kostnað ríkissjóðs Spánar. » Greinendur telja að banka- kerfið þurfi að lokum að af- skrifa um 200 milljarða evra af útlánum sínum. Icelandic Water Holding, sem flyt- ur út íslenskt vatn undir merkj- um Icelandic Glacial, hefur samið við taí- lenska dreifing- arfyrirtækið Brewberry um að dreifa vatninu í Taílandi. Þetta kemur fram í frétta- tilkynningu frá Icelandic Glacial. Jón Ólafsson stofnaði fyrirtækið árið 2005 ásamt Kristjáni syni sín- um. Jón er stjórnarformaður fyr- irtækisins. Bandaríska fyrirtækið Anheuser- Busch dreifir vatninu í Bandaríkj- unum og keypti 20% hlut í átöpp- unarverksmiðjunni árið 2007. Selja til Taílands Jón Ólafsson  Jón Ólafsson flyt- ur út íslenskt vatn                                         !"# $% " &'( )* '$* +,,-./ +01-+, ++0-,2 ,+-33 ,4-03/ +0-5+ +,0-,3 +-,+11 +03-. +52-4. +,,-/1 +01-5/ ++0-1. ,+-32, ,4-020 +0-51. +,0-52 +-,,4, +03-25 +52-.0 ,+1-351, +,3-45 +0/-4, ++0-22 ,+-.5. ,4-252 +0-1+0 +,0-25 +-,,30 +0.-5 +52-2, Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á viðarparket Verðdæmi: Eik 3ja stafa kr. 4.590 m2 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Nýtt 2-lock endalæsing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.