Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.06.2013, Blaðsíða 35
Krefst réttlætis Abdulbaki Todashev sýndi fjölmiðlamönnum myndir sem hann sagði sýna son sinn látinn í líkhús- inu. Hann sagði að Ibragim hefði verið skotinn sjö sinnum og að um aftöku hefði verið að ræða. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Dzhokhar Tsarnaev, annar bræðr- anna sem grunaðir eru um að hafa staðið að baki sprengjuárásinni í Boston-maraþoninu 15. apríl síð- astliðinn, getur nú gengið. Í sam- tali við AP-fréttastofuna sagði móðir bræðranna, Zubeidat Tsar- naeva, að hún hefði fengið að tala við son sinn í síma í fyrsta sinn frá því hann var handtekinn og að hann hefði ítrekað sakleysi sitt. Dzhokhar, sem dvelur á fangels- issjúkrahúsi, tjáði móður sinni að hann væri á batavegi en að hann ætti erfitt með að skilja hvað hefði gerst. „Hann hélt heldur ekki aft- ur af tilfinningum sínum, það var líkt og hann væri að öskra að öll- um heiminum: Hvað er þetta? Hvað er að gerast?“ Tsarnaev-fjölskyldan hefur stað- fastlega haldið því fram að Dzhok- har og bróðir hans Tamerlan, sem lést í skotbardaga við lögreglu, séu saklausir. „Allt sem ég get gert er að biðja til guðs og vona að einn daginn hafi sanngirnin sigur, að börnin okkar verði fundin saklaus og að við fáum alla vega Dzhokhar til baka, örkumla en lifandi,“ sagði faðir piltanna, Anzor, við AP. Á blaðamannafundi í Moskvu á fimmtudag, sýndi Abdulbaki To- dashev, faðir Ibragim Todashev, fjölmiðlamönnum myndir af syni sínum látnum en Ibragim var skotinn til bana af FBI-fulltrúa þegar hann var yfirheyrður um tengsl sín við Tamerlan Tsarna- ev. Todashev eldri segir son sinn hafa verið skotinn sex sinnum í búkinn og einu sinni í hnakkann og hefur farið fram á að réttað verði yfir FBI-fulltrúunum sem voru viðstaddir yfirheyrslurnar. Todashev yngri játaði að hafa átt hlutdeild í þreföldu morði nærri Boston árið 2011 og bendl- aði Tamerlan Tsarnaev við glæp- inn en lögreglu hefur ekki tekist að finna nein sönnunargögn til að tengja Todashev við sprengju- árásina í apríl. Dzhokhar á batavegi  Er saklaus og skilur ekki hvað gerðist, segir móðir Tsarnaev  Abdulbaki Todashev krefst réttlætis fyrir son sinn AFP Dzhokhar Tsarnaev Ibragim Todashev FRÉTTIR 35Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013 Yfirvöld í El Salvador hafa sam- þykkt að Beatriz, 22 ára gömul kona sem þjáist af rauðum hundum, fái að gangast undir keisaraskurð í næstu viku. Hæstiréttur landsins neitaði konunni, sem er komin 25 vikur á leið, um fóstureyðingu síðastliðinn miðvikudag, jafnvel þótt læknar mætu það svo að barnið, sem hefur líklega engan heila eða aðeins hluta af heila, myndi deyja við fæðingu. „Það er ljóst á þessum tímapunkti að inngrip í meðgönguna er ekki fóstureyðing, fæðingunni er komið af stað, sem er annað,“ sagði Maria Isa- bel Rodriguez, heilbrigðismálaráð- herra El Salvador, á fimmtudag. „Ef það eru einkenni til staðar sem benda til þess að ástandið sé alvar- legt, þá verður að grípa til aðgerða,“ bætti hún við og sagði heilbrigði kon- unnar ráða þar úrslitum. Í samtali við AFP sagði Beatriz að hún væri afar taugaóstyrk en vildi gangast undir keisaraskurðinn heilsu sinnar vegna og vegna þess að barnið myndi ekki lifa. „Það sem þeir gerðu mér var ekki rétt. Þeir létu mig þjást með því láta mig bíða allan þennan tíma hér á spítalanum.“ Gengst undir keisaraskurð  Ekki það sama og fóstureyðing, segir ráðherra AFP Bann Viðurlög við fóstureyðingu eru fimmtíu ára fangelsisvist. Fjaðrafok » Mál Beatriz hefur vakið at- hygli út um allan heim en lög um fóstureyðingar eru afar ströng í El Salvador. » Brot gegn banninu við fóst- ureyðingum varðar allt að fimmtíu ára fangelsi. » Málið er afar umdeilt en erkibiskup San Salvador biðl- aði m.a. ítrekað til dómstóla um að leyfa konunni ekki að gangast undir fóstureyðingu. Lækjargötu og Vesturgötu Mikið úrval af töskum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.