Morgunblaðið - 01.06.2013, Page 65

Morgunblaðið - 01.06.2013, Page 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013 Bandaríska jaðarkántrísveitin Lambchop lýkur tónleikaferð sinni um Evrópu með tónleikum í Iðnó 7. júlí nk. og mun tónlistarkonan Lay Low einnig koma þar fram. Lamb- chop er frá Nashville og var stofn- uð fyrir 20 árum. Sveitin mun vera þekkt af því að fara ótroðnar slóðir í tónlistarsköpun sinni og -flutningi þó ræturnar séu í þjóðlaga- og sveitatónlist Tennessee-ríkis. Um tónleika Lambchop, eða „Lamba- kótelettu“, segir í tilkynningu að þeir séu mikil upplifun en áhuga- samir geta kynnt sér hljómsveitina á www.lambchop.net. Lambakóteletta Hljómsveitin Lambchop leikur á Íslandi í júlí. Jaðarkántrísveitin Lambchop í Iðnó Átta viðburðir verða á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2013 á lokahelgi hátíðarinnar, en hátíðinni lýkur á morg- un. Í dag verður boðið upp á málþing til heiðurs Guð- bergi Bergssyni á hátíðarsal Háskóla Íslands milli kl. 10- 17. Þrjú leikrit verða flutt í jafnmörgum bókasöfnum borgarinnar í dag. Þar er um að ræða Gestabókina eftir Braga Ólafsson í leikstjórn Stefáns Jónssonar sem flutt verður í Sólheimasafni kl. 16.00, Blinda konan og þjónn- inn eftir Sigurð Pálsson í leikstjórn Kristínar Jóhann- esdóttur verður flutt í Kringlusafni kl. 17.30 og Slysa- gildran eftir Steinunni Sigurðardóttur í leikstjórn Hlínar Agnarsdóttur í Gerðubergssafni kl. 19.00. Á lokadegi Listahátíðar í Reykjavík 2013 á morgun verða fjórir viðburðir á boðstólum. Þriðju og síðustu tón- leikarnir með ástarsöngvum Roberts Schumann fara fram í Fríkirkjunni á morgun kl. 11, en flytjendur eru Ágúst Ólafsson barítón og Gerrit Schuil píanóleikari. Allir fimmtán strengjakvartettar Dmitris Shostako- vitsj verða fluttir í réttri númeraröð í Norðurljósasal Hörpu á morgun á sjö tónleikum sem standa frá klukkan tíu að morgni til tíu að kvöldi. Flytjendur eru tónlist- armennirnir Alexey Naumenko, Anton Ilyunin, Dmitry Pitulko og Anna Gorelova sem skipa Atrium String Quartet. Margir kvartettanna eru afar sjaldan fluttir á opinberum vettvangi og því gefst hér einstakt tækifæri til að heyra verkin. Samkvæmt upplýsingum frá Listahá- tíð munu verkin aldrei fyrr hafa verið flutt í heild sinni á einum degi. Óperustjarnan Diana Damrau kemur fram ásamt franska hörpuleikaranum Xavier de Maistre í Eldborg- arsal Hörpu annað kvöld kl. 20. Á efnisskránni eru ljóð eftir Schubert, Tárrega og Strauss en einnig valdar perl- ur franskra ljóðatónbókmennta. Lokaverk Listahátíðar í ár er CAT 192 eftir Ilan Vol- kov og Hlyn Aðils Vilmarsson, en verkið sömdu þeir sér- staklega fyrir hátíðina. Það er fyrsti kaflinn í röð verka sem bera heitið Acoustic Series. Höfundarnir byggja á einstöku hljómburðarkerfi Eldborgar, sem er hannað fyrir þann sveigjanleika sem nútímatónleikasalir krefj- ast. Verkið er flutt með hljómskildi yfir sviði salarins, ómrýmum til hliðar við sviðið og teppum inni í salnum og í ómrýmum. Flutningur verksins hefst annað kvöld kl. 22.30. Verkið CAT 192 frumflutt í Hörpu  Leikið á hljómburð Eldborgar í lokaverki Listahátíðar Óperustjarna Diana Damrau kemur fram á hátíðinni. Hljómsveitin Sign vinnur nú að nýrri plötu og er stefnt að útgáfu hennar seinna á árinu. Ragnar Sól- berg og Arnar Grétarsson, for- sprakkar hljómsveitarinnar, hafa dvalið í Noregi við lagasmíðar og Daniel Bergstrand, í hljóðverinu Dugout í Uppsölum, mun stýra upp- tökum. Bergstrand hefur stýrt upp- tökum á plötum hljómsveita sem munu vera í miklu uppáhaldi hjá Sign-urum, m.a. Meshuggah, In Flames, Devin Townsend og Strapping Young Lad. Liðsskipan Sign á tónleikum verður breytileg á næstu misserum, allt eftir því hverj- ir komast, skv. tölvupósti og segir þar að líklega muni trommuleikari Pain of Salvation koma fram með hljómsveitinni. Sign er ein þeirra sveita sem leika á Keflavík Music Festival, fimmtudaginn 6. júní . Öflugir Ragnar Sólberg og félagar í Sign kalla ekki allt ömmu sína. Sign tekur upp plötu í Uppsölum MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT SPARBÍÓ KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM Á TOPPNUM Í ÁR KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA HANGOVER3 KL.1:30-3:40-5:50-8-10:20-10:50 HANGOVER3VIP KL.1:30-3:40-5:50-8-10:20 EPIC ÍSLTAL3D KL.1:30-3:40-5:50 EPIC ÍSLTAL2D KL.1:30-2-3:40-5:50 FAST&FURIOUS6 KL.5:20-8-10:40 THEGREATGATSBY2D KL.5:10-8 STARTREKINTODARKNESS 3D KL. 10:40 PLACE BEYOND THE PINES KL. 8 IRON MAN 3 2D KL. 2 - 8 OLYMPUS HAS FALLEN KL. 10:50 KRINGLUNNI HANGOVER - PART 3 KL. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 THE GREAT GATSBY 2D KL. 5:10 - 8 - 10:50 IRON MAN 3 KL. 2D:2:50 3D:5:20 - 8 - 10:40 ÓFEIGUR GENGUR AFTUR KL. 3:20 HANGOVER 3 KL. 1 - 3:10 - 5:50 - 8 - 10:10 FAST & FURIOUS 6 KL. 1 - 5:20 - 8 - 10:40 EPIC ÍSLTAL3D KL. 1 - 3:30 - 5:40 EPIC ÍSLTAL2D KL. 1 - 3:10 - 5:20 THE GREAT GATSBY 2D KL. 8 - 10:50 STARTREKINTODARKNESS 3D KL. 8 - 10:50 IRON MAN 3 2D KL. 3:10 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK HANGOVER-PART3 KL.5:50-8-10:20 FAST&FURIOUS6 KL.8-10:40 EPIC ÍSLTAL KL.2D:1:30 3D:1:30-3:40 EPIC ENSTAL KL. 5:50 THECROODS ÍSLTAL2D KL.3:40 AKUREYRI HANGOVER - PART 3 KL. 3:40 - 5:40 - 8 - 10:20 THE GREAT GATSBY 2D KL. 5:10 - 8 STAR TREK INTO DARKNESS 3D KL. 10:50 IRON MAN 3 2D KL. 2:40  EMPIRE  FILM  T.V. - BÍÓVEFURINN  THE GUARDIAN “STÓRFENGLEG” “EXHILARATING” “ALDEILIS RÚSSÍBANI, ÞESSI MYND. SJÁÐU HANA!” “FRÁBÆR” EIN STÆRSTA SPENNUMYND SUMARSINS  H.K. - MONITOR “TOPPAR ALLA FORVERA SÍNA Í STÆRÐ, BRJÁLÆÐI OG HRAÐA.”  T.V. - BÍÓVEFURINN VINSÆLASTI GRÍNÞRÍLEIKUR ALLRA TÍMA! FRÁBÆR GRÍNMYND BRADLEY COOPER, ZACH GALIFIANAKIS & ED HELMS ERU STÓRKOSTLEGIR Í NÝJUSTU MYND TODD PHILIPS  NEW YORK DAILY NEWS 3D 2DÍSL TAL Í TILEFNI AF 75 ÁRA AFMÆLI SJÓMANNADAGSRÁÐS BJÓÐA SJÓMANNADAGSRÁÐ, LAUGARÁSBÍÓ OG LATIBÆR FRÍTT Í BÍÓ LAUGARDAGINN 1. JÚNÍ OG SUNNUDAGINN 2. JÚNÍ KLUKKAN 12:00 Á HÁDEGI.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.