Morgunblaðið - 01.06.2013, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 01.06.2013, Qupperneq 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 2013 Bandaríska jaðarkántrísveitin Lambchop lýkur tónleikaferð sinni um Evrópu með tónleikum í Iðnó 7. júlí nk. og mun tónlistarkonan Lay Low einnig koma þar fram. Lamb- chop er frá Nashville og var stofn- uð fyrir 20 árum. Sveitin mun vera þekkt af því að fara ótroðnar slóðir í tónlistarsköpun sinni og -flutningi þó ræturnar séu í þjóðlaga- og sveitatónlist Tennessee-ríkis. Um tónleika Lambchop, eða „Lamba- kótelettu“, segir í tilkynningu að þeir séu mikil upplifun en áhuga- samir geta kynnt sér hljómsveitina á www.lambchop.net. Lambakóteletta Hljómsveitin Lambchop leikur á Íslandi í júlí. Jaðarkántrísveitin Lambchop í Iðnó Átta viðburðir verða á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2013 á lokahelgi hátíðarinnar, en hátíðinni lýkur á morg- un. Í dag verður boðið upp á málþing til heiðurs Guð- bergi Bergssyni á hátíðarsal Háskóla Íslands milli kl. 10- 17. Þrjú leikrit verða flutt í jafnmörgum bókasöfnum borgarinnar í dag. Þar er um að ræða Gestabókina eftir Braga Ólafsson í leikstjórn Stefáns Jónssonar sem flutt verður í Sólheimasafni kl. 16.00, Blinda konan og þjónn- inn eftir Sigurð Pálsson í leikstjórn Kristínar Jóhann- esdóttur verður flutt í Kringlusafni kl. 17.30 og Slysa- gildran eftir Steinunni Sigurðardóttur í leikstjórn Hlínar Agnarsdóttur í Gerðubergssafni kl. 19.00. Á lokadegi Listahátíðar í Reykjavík 2013 á morgun verða fjórir viðburðir á boðstólum. Þriðju og síðustu tón- leikarnir með ástarsöngvum Roberts Schumann fara fram í Fríkirkjunni á morgun kl. 11, en flytjendur eru Ágúst Ólafsson barítón og Gerrit Schuil píanóleikari. Allir fimmtán strengjakvartettar Dmitris Shostako- vitsj verða fluttir í réttri númeraröð í Norðurljósasal Hörpu á morgun á sjö tónleikum sem standa frá klukkan tíu að morgni til tíu að kvöldi. Flytjendur eru tónlist- armennirnir Alexey Naumenko, Anton Ilyunin, Dmitry Pitulko og Anna Gorelova sem skipa Atrium String Quartet. Margir kvartettanna eru afar sjaldan fluttir á opinberum vettvangi og því gefst hér einstakt tækifæri til að heyra verkin. Samkvæmt upplýsingum frá Listahá- tíð munu verkin aldrei fyrr hafa verið flutt í heild sinni á einum degi. Óperustjarnan Diana Damrau kemur fram ásamt franska hörpuleikaranum Xavier de Maistre í Eldborg- arsal Hörpu annað kvöld kl. 20. Á efnisskránni eru ljóð eftir Schubert, Tárrega og Strauss en einnig valdar perl- ur franskra ljóðatónbókmennta. Lokaverk Listahátíðar í ár er CAT 192 eftir Ilan Vol- kov og Hlyn Aðils Vilmarsson, en verkið sömdu þeir sér- staklega fyrir hátíðina. Það er fyrsti kaflinn í röð verka sem bera heitið Acoustic Series. Höfundarnir byggja á einstöku hljómburðarkerfi Eldborgar, sem er hannað fyrir þann sveigjanleika sem nútímatónleikasalir krefj- ast. Verkið er flutt með hljómskildi yfir sviði salarins, ómrýmum til hliðar við sviðið og teppum inni í salnum og í ómrýmum. Flutningur verksins hefst annað kvöld kl. 22.30. Verkið CAT 192 frumflutt í Hörpu  Leikið á hljómburð Eldborgar í lokaverki Listahátíðar Óperustjarna Diana Damrau kemur fram á hátíðinni. Hljómsveitin Sign vinnur nú að nýrri plötu og er stefnt að útgáfu hennar seinna á árinu. Ragnar Sól- berg og Arnar Grétarsson, for- sprakkar hljómsveitarinnar, hafa dvalið í Noregi við lagasmíðar og Daniel Bergstrand, í hljóðverinu Dugout í Uppsölum, mun stýra upp- tökum. Bergstrand hefur stýrt upp- tökum á plötum hljómsveita sem munu vera í miklu uppáhaldi hjá Sign-urum, m.a. Meshuggah, In Flames, Devin Townsend og Strapping Young Lad. Liðsskipan Sign á tónleikum verður breytileg á næstu misserum, allt eftir því hverj- ir komast, skv. tölvupósti og segir þar að líklega muni trommuleikari Pain of Salvation koma fram með hljómsveitinni. Sign er ein þeirra sveita sem leika á Keflavík Music Festival, fimmtudaginn 6. júní . Öflugir Ragnar Sólberg og félagar í Sign kalla ekki allt ömmu sína. Sign tekur upp plötu í Uppsölum MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT SPARBÍÓ KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM Á TOPPNUM Í ÁR KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA HANGOVER3 KL.1:30-3:40-5:50-8-10:20-10:50 HANGOVER3VIP KL.1:30-3:40-5:50-8-10:20 EPIC ÍSLTAL3D KL.1:30-3:40-5:50 EPIC ÍSLTAL2D KL.1:30-2-3:40-5:50 FAST&FURIOUS6 KL.5:20-8-10:40 THEGREATGATSBY2D KL.5:10-8 STARTREKINTODARKNESS 3D KL. 10:40 PLACE BEYOND THE PINES KL. 8 IRON MAN 3 2D KL. 2 - 8 OLYMPUS HAS FALLEN KL. 10:50 KRINGLUNNI HANGOVER - PART 3 KL. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 THE GREAT GATSBY 2D KL. 5:10 - 8 - 10:50 IRON MAN 3 KL. 2D:2:50 3D:5:20 - 8 - 10:40 ÓFEIGUR GENGUR AFTUR KL. 3:20 HANGOVER 3 KL. 1 - 3:10 - 5:50 - 8 - 10:10 FAST & FURIOUS 6 KL. 1 - 5:20 - 8 - 10:40 EPIC ÍSLTAL3D KL. 1 - 3:30 - 5:40 EPIC ÍSLTAL2D KL. 1 - 3:10 - 5:20 THE GREAT GATSBY 2D KL. 8 - 10:50 STARTREKINTODARKNESS 3D KL. 8 - 10:50 IRON MAN 3 2D KL. 3:10 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK HANGOVER-PART3 KL.5:50-8-10:20 FAST&FURIOUS6 KL.8-10:40 EPIC ÍSLTAL KL.2D:1:30 3D:1:30-3:40 EPIC ENSTAL KL. 5:50 THECROODS ÍSLTAL2D KL.3:40 AKUREYRI HANGOVER - PART 3 KL. 3:40 - 5:40 - 8 - 10:20 THE GREAT GATSBY 2D KL. 5:10 - 8 STAR TREK INTO DARKNESS 3D KL. 10:50 IRON MAN 3 2D KL. 2:40  EMPIRE  FILM  T.V. - BÍÓVEFURINN  THE GUARDIAN “STÓRFENGLEG” “EXHILARATING” “ALDEILIS RÚSSÍBANI, ÞESSI MYND. SJÁÐU HANA!” “FRÁBÆR” EIN STÆRSTA SPENNUMYND SUMARSINS  H.K. - MONITOR “TOPPAR ALLA FORVERA SÍNA Í STÆRÐ, BRJÁLÆÐI OG HRAÐA.”  T.V. - BÍÓVEFURINN VINSÆLASTI GRÍNÞRÍLEIKUR ALLRA TÍMA! FRÁBÆR GRÍNMYND BRADLEY COOPER, ZACH GALIFIANAKIS & ED HELMS ERU STÓRKOSTLEGIR Í NÝJUSTU MYND TODD PHILIPS  NEW YORK DAILY NEWS 3D 2DÍSL TAL Í TILEFNI AF 75 ÁRA AFMÆLI SJÓMANNADAGSRÁÐS BJÓÐA SJÓMANNADAGSRÁÐ, LAUGARÁSBÍÓ OG LATIBÆR FRÍTT Í BÍÓ LAUGARDAGINN 1. JÚNÍ OG SUNNUDAGINN 2. JÚNÍ KLUKKAN 12:00 Á HÁDEGI.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.